Síða 1 af 1

Lesa af BMW E39, snillingar hér?

Sent: Fim 11. Júl 2013 19:12
af Sallarólegur
Sælir.
Er ekki einhver snillingur hérna sem ég get rúllað á til að lesa af E39?

Er með '96 535, þyrfti að kíkja í INPA og athuga með hraðann á hjólunum(ABS skynjarana).
Er með converter fyrir OBD-II yfir í gamla tengið.

Keypti nefnilega græju, en fæ alltaf error í INPA þegar ég ræsi:
http://www.ebay.com/itm/161052847146" onclick="window.open(this.href);return false;

Fæ þennan error:
http://forums.bimmerforums.com/forum/sh ... d-Error-28" onclick="window.open(this.href);return false;

Mér er sagt að breyta stillingum fyrir COM portin í device manager, en tækið er USB svo það eru engir COM valmöguleikar.

Re: Lesa af BMW E39, snillingar hér?

Sent: Fim 11. Júl 2013 19:14
af Ripparinn
Kostar mig minnir 2.5 af lesa af í TB annars geturu prufað að heyra í Bartek(Bart Lomiej) hann á einhverja græju.
Annars er það bara Nonni Bras

Re: Lesa af BMW E39, snillingar hér?

Sent: Fim 11. Júl 2013 19:17
af Sallarólegur
Ripparinn skrifaði:Kostar mig minnir 2.5 af lesa af í TB annars geturu prufað að heyra í Bartek(Bart Lomiej) hann á einhverja græju.
Annars er það bara Nonni Bras
Finnst einmitt svo hlægilegt að rukka svona fyrir að nota græju sem kostar kannski 5 þúsund kall, margir sem hafa pantað þetta sem ég verslaði eru í skýjunum, skv. eBay.

En já, kannski heyri í þeim, hvað eru þeir að rukka fyrir þetta?

Re: Lesa af BMW E39, snillingar hér?

Sent: Fim 11. Júl 2013 19:19
af Ripparinn
Held að Bartek rukki þúsundkall samt ekki allveg 100%, en endilega skráðu þig hér og gerðu þráð "http://www.bmwkraftur.is/spjall"
Alltaf einhverjir í BMW samfélaginu sem eru viljugir í að hjálpa án endurgjalds, rosa góðir strákar, hafa hjálpa mér með alla mína Bimma í gegnum tíðina hehe.