Síða 1 af 1

Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 01:47
af Aimar
Setupið er þannig að það er pláss fyrir aftan sófann og 3 metrar í bakvegginn.



hvernig eru menn að fela bakhátala og snúrur.

Eru menn að setja hátalara á stand?

Það þykir ekki smekklegt að láta sjást í snúrufestingar aftan á hátölurum.

Kannski að festa í loftið?

þá kemur spurningin um snúrurnar.

endilega látið heyra í ykkur.

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 12:47
af Legolas
Þráðlaust er málið, sé það ekki á síðuni en veit það er til hér http://ht.is/

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 12:56
af blitz
Fræsa rásir í gólfið og setja þetta undir parketið eða inn í veggi

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:03
af Yawnk
blitz skrifaði:Fræsa rásir í gólfið og setja þetta undir parketið eða inn í veggi
Ég á ekki orð, leggja menn virkilega svona mikið á sig bara til að fela snúrurnar?? :)

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:34
af Kristján
Yawnk skrifaði:
blitz skrifaði:Fræsa rásir í gólfið og setja þetta undir parketið eða inn í veggi
Ég á ekki orð, leggja menn virkilega svona mikið á sig bara til að fela snúrurnar?? :)
Afhverju ekki?

ef maður veit hvernig sofan liggur og er búinn að plana hvað sófinn á að vera og tvið og svo hvar hátalararnir eiga að vera þá mundi ég gera þetta almennilega til að þetta væri future proof (semi)

þráðlaust hefur sína kosti og galla held ég, hef ekki prufað það reyndar en mundi fara í sjónvarpsmiðstöðina og tala við þá um það.

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:36
af blitz
Yawnk skrifaði:
blitz skrifaði:Fræsa rásir í gólfið og setja þetta undir parketið eða inn í veggi
Ég á ekki orð, leggja menn virkilega svona mikið á sig bara til að fela snúrurnar?? :)
Já, sýnilegar snúrur eru ljótar.

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:36
af svanur08
Skil ekki ákkuru fólki er svona illa við snúrur.

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:47
af blitz
Mynd


Þetta er "ógeðslegt":
Mynd

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:52
af Kristján
líka pirrandi að ryksuga og skúra í kringum snúrur

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:53
af hagur
svanur08 skrifaði:Skil ekki ákkuru fólki er svona illa við snúrur.
Cable management er nánast jafn mikilvægt í góðu setup-i eins og búnaðurinn sjálfur IMO (Ok, smá ýkjur en samt).

Það er ótrúlegt hvað snúruflækja setur ljótan svip á annars flott setup. Ég er með veggfest sjónvarp í stofunni og ég lagði það á mig að fræsa í vegginn fyrir snúrunum þannig að það sjást engar snúrur lafa niður úr tækinu. Call me crazy, en þetta hefur mikið að segja.

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 13:54
af dori
Mynd

Þetta er snyrtilegt. Það er munur á snyrtilegu og að fela alveg. Ef þú felur alveg þá verður viðhald vesen (og ef þú ætlar svo að bæta við eða færa eitthvað getur það orðið hell).

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Fös 05. Júl 2013 14:55
af Skari
Ef þú ert með golflista þá er mjög sniðugt að losa þá og fela þá þannig.

Re: Fela bakhátalara og snúrur

Sent: Sun 07. Júl 2013 02:57
af kazzi
vel gert.hvað ertu að nota til að fela snúrurnar svona gjörsamlega?

Sent from my Nexus 7 using Tapatalk HD