Ljótt að sjá að einhver göndlaðist með boxið þó það sé tekið fram að það eigi að fara varlega með það!
Stórt box með miklu lausu plássi og fjarstýringin var bara þarna eitthvað að dandalast innan um bóluplastið. Því var ekki einu sinni vafið utan um hana. Frekar spes.
Samt alveg gott bóluplast.
Plastið sem var utan um fjarstýringuna.
Það var búið að fela alls konar góðgæti undir tölvunni, kom skemmtilega á óvart að þeir láta Duracell fylgja með en ekki ChinaPower.
LDPE plast, ég þarf að komast að því hvernig er best að snúa sér varðandi endurvinnslu á þessu...
Stórglæsilegt wall wart. Hefði verið gaman að fá fleiri hausa með ef maður skyldi vilja ferðast með OUYAð sitt.
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 18:53
af worghal
best unboxing ever
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 19:04
af Yawnk
Voðalega minnti þessi þráður mig á þetta
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 19:27
af Daniels
bíddu vá á bara að sýna plastið sem fylgdi með sem er hent en ekki allt sem fylgdi með sem actually er notað en ekki hent?
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 19:28
af arons4
Og bíddu var gripurinn ekkert í kassanum? Hellingur af myndum í þráði um ouya unboxing og ekki ein mynd af ouya.
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 19:29
af Moquai
arons4 skrifaði:Og bíddu var gripurinn ekkert í kassanum? Hellingur af myndum í þráði um ouya unboxing og ekki ein mynd af ouya.
x2
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 19:46
af vikingbay
Hahah þetta er snilld!
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 19:56
af worghal
arons4 skrifaði:Og bíddu var gripurinn ekkert í kassanum? Hellingur af myndum í þráði um ouya unboxing og ekki ein mynd af ouya.
Daniels skrifaði:bíddu vá á bara að sýna plastið sem fylgdi með sem er hent en ekki allt sem fylgdi með sem actually er notað en ekki hent?
Moquai skrifaði:x2
djöfull eruð þið húmorslausir
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 20:29
af dori
Ó, ég hélt að þetta væri það sem þið vilduð í unboxing þráðum. Annars var þetta djók, ekki missa ykkur alveg.
Annars þá er mjög gaman að vera loksins kokminn með vélina.
Smá beygla á boxinu en ég er ekki safnari og ætla að nota dótið mitt svo mér er skítsama.
Fallega frágengið. Ég hafði séð eitthvað fólk kvarta yfir því að lokin á fjarstýringunni hafi dottið af í flutningi en það lítur út fyrir að þeir hafi hlustað á þá gagnrýni og það er smá límband utan um handföngin.
Fjarstýringin. Hún situr þokkalega í hendi og gæðin á uppbygginguni komu eiginlega skemmtilega á óvart. Ég er reyndar með frekar litlar hendur og samt fannst mér hún full lítil. Frekar töff að hafa touchpad innbyggt á fjarstýringunni en sensitivityið er ekki eitthvað sem mér finnst passa. Svo lenti ég smá í því að við að triggera upp/niður þegar ég var að fara hægri/vinstri.
Þetta var það eina sem truflaði mig, það sést kannski ekki nógu vel á þessari mynd en það er eins og samskeitin séu einhver 0.5mm á mis. Bara eitthvað sem ég festi augað á.
Ég er svosem ekki búinn að ná að prufa vélina mikið, setti upp XBMC sem virkar bara mjög smooth og vel með HD efni. Svo prufaði ég einhverja leiki og fyrsta tilfinning er að þetta sé bara frekar skemmtilegt. Auðvitað eru leikirnir (sem ég er búinn að prufa) ekkert rosalega high budget en það er alveg hægt að leika sér með þetta.
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 22:16
af AntiTrust
Hvað kostaði þetta með öllu komið heim?
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 23:45
af dori
AntiTrust skrifaði:Hvað kostaði þetta með öllu komið heim?
Þetta voru $149 í júlí fyrir ári. Og svo tæpar 4000 kr. fyrir tollmeðferð núna. OUYA lugu að þetta kostaði bara $65, einhverra hluta vegna.
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fim 20. Jún 2013 23:54
af Zorky
dori skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Hvað kostaði þetta með öllu komið heim?
Þetta voru $149 í júlí fyrir ári. Og svo tæpar 4000 kr. fyrir tollmeðferð núna. OUYA lugu að þetta kostaði bara $65, einhverra hluta vegna.
Mesta bull í heimi sem þú ert að seigja núna þeir hafa ALDREI sagt að consoleið muni kosta 65$, þegar þú býrð til kickstarter þá er verðið fast það er ekki hægt að breita því.
Early bird var 95$ og normal 99$ og shipping 20$
AntiTrust skrifaði:Hvað kostaði þetta með öllu komið heim?
Þetta voru $149 í júlí fyrir ári. Og svo tæpar 4000 kr. fyrir tollmeðferð núna. OUYA lugu að þetta kostaði bara $65, einhverra hluta vegna.
Mesta bull í heimi sem þú ert að seigja núna þeir hafa ALDREI sagt að consoleið muni kosta 65$, þegar þú býrð til kickstarter þá er verðið fast það er ekki hægt að breita því.
Early bird var 95$ og normal 99$ og shipping 20$
Lestu aðeins betur. Ég er að tala um hversu mikið ég borgaði. 4000 kr. fyrir tollmeðferðina því að OUYA merktu $65 á pakkann svo að tollverðið var bara $71.5 (tollurinn áætlar 10% í shipping ef það er ekki tilgreint hvað það kostaði).
BÆTT VIÐ: Þegar ég styrkti verkefnið á kickstarter var dollarinn 121,85 kr. sem gera 18.156 kr. og tollur/virðisauki var 3.827 kr. sem gerir samtals 21.983 kr.
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fös 21. Jún 2013 00:15
af kiddi88
Kom hún með dhl? Fékkstu hana bara senda beint eða var hringt í þig fyrst?
Re: [Unboxing] OUYA
Sent: Fös 21. Jún 2013 00:24
af dori
Kom bara til póstsins. Það var btw. allt annað sendingarnúmer á henni en það sem var í tölvupóstinum frá þeim.