Síða 1 af 1

100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 14:55
af Amarok
Sælir Vaktarar.

Ég hef ákveðið að uppfæra turninn minn og skipta út fimm ára draslinu í honum. Ég fékk mér skjákort, turn og aflgjafa seinasta sumar sem ég ætla láta duga í bili en ég ætlaði upphaflega að fá mér bara SSD og kemur þá í ljós að ég þurfi hreinlega að skipta út móðurborðinu og öllu því sem fylgir. Því ætla ég að nota tækifærið og fara í uppfærslu sem vonandi dugar næstu fimm árin.

Ég nota tölvuna aðalega í vefráp, videovinnslu og tölvuleiki (LOL og hugsanlega COH2).

Það sem ég hef skoðað og sett saman sjálfur er þetta:

i5 3570k 3,4 Ghz Ivy - 36.000
AsRock Z77 Extreme4 - 27.000
SuperTalent 2x4 gb DDR3 1600Mhz - 10.000
Mushkin SSD 120 Gb - 20.000

Saman er þetta 93k sem sleppur helvíti vel en ég mun bæta við öðru vinnsluminni seinna upp á videovinnsluna.

Það sem ég vil vita er hvort þetta sé ekki besti pakkinn sem er í boði í dag fyrir þennann pening eða mælið þið með öðru?

Kv, Matthías

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 15:13
af Garri
Er með 3770 og 3770k sem ég mæli eindregið með í video vinnslu sem og aðra myndvinnslu. Vélarnar eru mun sprækari með þessum örgjörva.. hvernig sem á því stendur, munar allavega frá Sandy i5 2500

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 15:18
af Squinchy
Sjálfur var ég að setja saman svipaða uppfærslu, valdi i5 3570K, Gigabyte G1.sniper M3, Mushkin 2x4GB 1600 og H80i

hakkar lol í sig og einnig hljóðvinnslu forrit sem ég er að vinna með, ætti ekki að vera svikinn af þessari uppfærslu

Eins og Garri bendir á mun hyperthreding á 3770/k gefa þér aukinn hraða í forritum eing og myndvinnslu og öðru

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 15:33
af Amarok
Takk það er mjög þægilegt að heyra þetta og maður sé ekki að fara út í einhverja vitleysu. En ég er með aðra pælingu er einhver munur á: 2x4 Gb 1600mhz minni og einu 8 Gb 1600mhz minni? Fyrir utan að þú færð eina lausa rauf? :sleezyjoe

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 17:37
af Hnykill
DDR 3 vinnur saman með pöruð vinnsluminni.. þá ertu með Dual DDR vinnslu.. með einu 8 GB færðu bara Single Channel sem er mun slakara.

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 18:19
af Klemmi
http://www.legitreviews.com/article/1779/3/" onclick="window.open(this.href);return false;

Getur hér séð þægilegan samanburð á single channel, dual channel, triple channel og quad channel :)

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 19:37
af Amarok
Glæsilegt takk fyrir allar upplýsingarnar. Trúi ekki öðru en ég verði sáttur með þessa uppfærslu. \:D/

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Lau 08. Jún 2013 22:55
af OverClocker
Ef þú ert að kaupa nýtt dót í dag, keyptu Haswell socket 1150, ekki ivy.
Td Intel Core i5-4670 sem er á sama verði og 3570k.

Re: 100k Uppfærsla

Sent: Sun 09. Jún 2013 00:34
af Uralnanok
Fékk mér Mushkin Callisto SSD 64Gb fyrir nokkrum árum, sá entist aðeins í nokkra mánuði og bara dó, síðan hef ég haft imugust á SSD, en byrjaður aftur að nota svoleis vegna hraða. En allt er þetta mjög fínt sem upp er talið. Ég notast hinsvegar við miklu ódýrara móðurborð MSI H61M sem dugar vel, er reyndar ekki með nema 3Gb/s á SATA en að öðru leyti að virka mjög vel. Fæ 3860 stig í passmark (Windows í Parallels ofan á Mountain Lion) Örgj. 3770, 16Gb minni, 120Gb SSD og GTX 660 Ti OC en þegar ég tek passmark á Windows á sömu vél en diskur er Seagate Barracuda 2Tb 7200 þá fæ ég rúm 3650 stig. Þá keyrist skjákortið reyndar hærra upp en diskurinn dregur niður.

Fram til þessa hef ég verið með AMD vegna verðmunar en í sumum tilvikum er AMD að koma vel út. Síðasta AMD vélin hjá mér var m. Phenom II 1055T og virkaði vel, þá vél var líka hægt að hacknitosa á gigabyte mobo.