Síða 1 af 2

3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 21:00
af appel
Prentaðu hús!:
http://www.youtube.com/watch?v=ehnzfGP6sq4" onclick="window.open(this.href);return false;


Auðvitað hægt að prenta margt annað, plastdrasl, líffæri, bein, bíla, hjól, og hvað sem manni getur dottið í hug... jafnvel lyf og hluti með rafrásum!

Hverjir hérna eiga svona frumstæðan 3D-prentara?

En maður er ekki alveg að ná huganum í kringum hversu mikil bylting þetta verður í allri framleiðslu.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 21:09
af Sallarólegur
Þetta er klárlega framtíðin, en mátt ekki gleyma byssum í þessari upptalningu ;)




Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 21:14
af appel
Byssur er bara einn hlutur, það er hægt að gera svo ótakmarkandi margt annað.

En bara pæla í því hvernig þetta gæti hugsanlega breytt samfélaginu.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 21:27
af appel
5 micrometra prentun!!
http://www.dvice.com/2013-5-30/check-ou ... -bacterium" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvað næst, prentun á atómum?

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 21:53
af playman
NASA er að láta reyna á 3D prentun á MAT!
http://www.nasa.gov/directorates/spacet ... _food.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 21:58
af Eiiki
Þetta er rosalegt! Ég hef trú á því að í framtíðinni muni nánast öll framleiðsla byggja á þessu. Þar sem tiltekinn hlutur er hannaður í tölvu og síðan prentaður út.
Bílar, hjól, tölvur og margt margt fleira. Miðað við hvað þessi lega hér að neðan virkar smooth ætti ekki að vera langt í það :)


http://www.youtube.com/watch?v=Ak03wmi-3FE" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 22:18
af axyne
appel skrifaði:Hvað næst, prentun á atómum?
IBM gerði stop-motion mynd með því að raða kolefnisatómum.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 22:29
af appel
axyne skrifaði:
appel skrifaði:Hvað næst, prentun á atómum?
IBM gerði stop-motion mynd með því að raða kolefnisatómum.
Akkúrat!

Eftir fá ár verða kannski komnir prentarar sem geta prentað í atómum, líklega þó aðeins á rannsóknarstofum til að byrja með :) Maður verður svolítið forviða af tilhugsuninni.

Annars eru þessir prentarar orðnir það nákvæmir í dag að þeir geta prentað hvað sem er úr nánast hvaða efnum sem er, áli, platinum, stáli o.s.frv. Maður er búinn að heyra af allskonar efnum. Svo eru jú til nokkrar aðferðir við 3d prentun, ekki bara þessi sem prentar með plasti.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fim 30. Maí 2013 23:57
af rapport
@ work we do this :D

http://www.youtube.com/watch?v=kN5ypQTcI0A" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 00:04
af steinarorri
rapport skrifaði:@ work we do this :D

http://www.youtube.com/watch?v=kN5ypQTcI0A" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er náttúrulega bara snilld, ég get ekki beðið eftir að þrívíddarprentun á beinum verði orðin algeng og möguleg hér heima :)
(sbr ígræðsluna á mandibular beini í gamla konu e-rsstaðar í Evrópu fyrir einhverjum mánuðum)

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 00:08
af roadwarrior
Fyrir svona 30 árum ef einhver hefði sagt að fólk ætti eftir að geta prentað á pappír í ljósmyndagæðum heima hjá sér hefði sá hinn sami verið álitinn vera ákaflega bjartsýnn.
Held að þetta verði næsta stórbylting í prentun næstu árinn, svo mikil að við trúum því ekki núna

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 00:38
af Klemmi
3D prentun telst nú varla vera einhver massabylting allt í einu, þetta er tækni sem á rætur að rekja allt til 1980.

Enn fremur hentar þetta illa til fjöldaframleiðslu sökum þess hversu tímafrekt ferlið er, ég veit að maður ætti aldrei að segja aldrei, en ég get ekki séð hvernig þróunin í 3D prentun geti orðið þannig að þetta taki að nokkru sinni við af "hefðbundinni" framleiðslu.

Þrívíddarprentun hefur mikið verið notuð í svokallaðri "rapid prototyping" þegar vörur eru á hönnunar- og prófunarstigi, þar sem mikið ódýrara er að prenta út heldur en að útbúa mót fyrir plast- eða málmsteypun þegar rétt er verið að prófa og skoða vöruna. Þetta er svipað eins og að bera saman bleksprautuprentara við þá prentvélar sem notaðar eru til að prenta út dagblöð, henta fyrir sitt hvor tilfellin.

Annars eru einnig aðrar skemmtilegar samskonar aðferðir, svo sem stereo lithography, þar sem resín er hert með laser og hluturinn þannig "teiknaður" í þrívídd, lag fyrir lag.

Þetta er s.s. mjög skemmtileg tækni og á örugglega eftir að aukast í almenningseigu og verða háþróaðari og skemmtilegri með tímanum, en ég sé þetta engan veginn taka við af almennri framleiðslu :)

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 03:08
af Sallarólegur
Klemmi skrifaði:3D prentun telst nú varla vera einhver massabylting allt í einu, þetta er tækni sem á rætur að rekja allt til 1980.

Enn fremur hentar þetta illa til fjöldaframleiðslu sökum þess hversu tímafrekt ferlið er, ég veit að maður ætti aldrei að segja aldrei, en ég get ekki séð hvernig þróunin í 3D prentun geti orðið þannig að þetta taki að nokkru sinni við af "hefðbundinni" framleiðslu.

Þrívíddarprentun hefur mikið verið notuð í svokallaðri "rapid prototyping" þegar vörur eru á hönnunar- og prófunarstigi, þar sem mikið ódýrara er að prenta út heldur en að útbúa mót fyrir plast- eða málmsteypun þegar rétt er verið að prófa og skoða vöruna. Þetta er svipað eins og að bera saman bleksprautuprentara við þá prentvélar sem notaðar eru til að prenta út dagblöð, henta fyrir sitt hvor tilfellin.

Annars eru einnig aðrar skemmtilegar samskonar aðferðir, svo sem stereo lithography, þar sem resín er hert með laser og hluturinn þannig "teiknaður" í þrívídd, lag fyrir lag.

Þetta er s.s. mjög skemmtileg tækni og á örugglega eftir að aukast í almenningseigu og verða háþróaðari og skemmtilegri með tímanum, en ég sé þetta engan veginn taka við af almennri framleiðslu :)
Þetta sögðu margir líka um internetið. Það er hæpið að bera þetta saman við prentara, prentarar inn á heimili voru vissulega bylting, en í því tilviki tók tölvan fram úr í þeirri þróun með tilkomu internetsins.

Get alveg, þó það verði ekki á næstu 5 árunum endilega, séð fyrir mér að í stað þess að fólk flytji inn tilbúna hluti verði efnið í 3D prentara flutt inn í massavís og fólk kaupi það svo og láti prenta það fyrir sig, þó það þurfi ekki að vera heima hjá þeim. Þannig geturðu líklega minnkað flutningskostnað til muna, bara vegna þess rúmmáls sem sparast með því að flytja inn efnið í staðin fyrir vöruna.
Tökum líka með inn í reikninginn að með þessari tækni getur fólk hlaðið niður módelum sem fólk smíðar um allan heim, án þess að þurfa að flytja vöruna yfir hálfan hnöttinn.

Just throwing it out there, hef ekki kynnt mér þetta í þaula, en svona lítur þetta út fyrir mér.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 04:59
af appel
Klemmi skrifaði:Enn fremur hentar þetta illa til fjöldaframleiðslu sökum þess hversu tímafrekt ferlið er, ég veit að maður ætti aldrei að segja aldrei, en ég get ekki séð hvernig þróunin í 3D prentun geti orðið þannig að þetta taki að nokkru sinni við af "hefðbundinni" framleiðslu.
...
en ég sé þetta engan veginn taka við af almennri framleiðslu :)
Þrívíddarprentun á eftir að taka stór stökk. U ain't seen nothing yet. Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir hægt sé að prenta eitt lag á sekúndu. Þessi "prenthaus" sem prentar einn punkt í einu er ófullnægjandi, ég spái frekar að það komi prenthausar sem geta prentað eitt lag í einu. Kannski verða margir prenthausar að prenta sama hlutinn í einu. Í raun er byrjað að gera tilraunir með þetta.

En þrátt fyrir það þá skiptir prenthraðinn ekki höfuðmáli. Styrkur þrívíddarprentunar er parallalelismi. Þú getur verið með marga prentara að prenta mismunandi hluti sem eiga eftir að fara í sama hlutinn. T.d. getur þú verið með 100 prentara sem prenta heilan bíl, en hver prentari prentar ákveðna hluti. Þannig að á örfáum klst ertu búinn að prenta einn bíl.


Vissulega verður ekki hægt að framleiða alla hluti með svona þrívíddarprentun, en framleiðslugeirinn á eftir að snúast algjörlega á haus og í staðinn fyrir að flestallt sé smíðað "by hand" og sumt með prentara, þá verður það þannig að flestallt verður smíðað í prentara og sumt "by hand".

Ég sé fyrir mér heilu akrana af prenturum í vöruskemmum sem munu prenta hluti, sem svo fara á færiband til þess að einhver (annaðhvort manneskja eða róbóti) getur sett saman.

Það verða margar tegundir af prenturum sem eru góðir í að prenta ákveðna hluti úr ákveðnum efnum, það verður líklega langt í að það verði bara einn generískur alheimsprentari sem getur prentað hvað sem er.


Íhugaðu það "implication" að það séu komnir prentarar sem geta búið til annað alveg eins eintak af sjálfum sér. Íhugaðu líka það "implication" ef prentarar geta ekki bara einungis búið til annað alveg eins eintak af sjálfum sér heldur annað betra eintak af sjálfum sér!
Þetta er orðið að veruleika í dag, hægt er að prenta prentara með prentara. Einnig getur þú getur prentað betrumbætta hluti í prentarann þinn, með prentaranum þínum.

Þannig að ef þú getur prentað betri prentara með prentaranum þínum, getur þú þá ekki prentað mun betri prentara með betri prentaranum þínum, o.s.frv? Þú sérð hvert þetta er að fara.


En að prenta 250fm hús á 20 klst.... það er búið að selja mér þessa tæknibyltingu.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 05:04
af Minuz1
^
Shit's about to get real!

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 11:15
af Klemmi
appel skrifaði: En þrátt fyrir það þá skiptir prenthraðinn ekki höfuðmáli. Styrkur þrívíddarprentunar er parallalelismi. Þú getur verið með marga prentara að prenta mismunandi hluti sem eiga eftir að fara í sama hlutinn. T.d. getur þú verið með 100 prentara sem prenta heilan bíl, en hver prentari prentar ákveðna hluti. Þannig að á örfáum klst ertu búinn að prenta einn bíl.

Vissulega verður ekki hægt að framleiða alla hluti með svona þrívíddarprentun, en framleiðslugeirinn á eftir að snúast algjörlega á haus og í staðinn fyrir að flestallt sé smíðað "by hand" og sumt með prentara, þá verður það þannig að flestallt verður smíðað í prentara og sumt "by hand".

Ég sé fyrir mér heilu akrana af prenturum í vöruskemmum sem munu prenta hluti, sem svo fara á færiband til þess að einhver (annaðhvort manneskja eða róbóti) getur sett saman.

Það verða margar tegundir af prenturum sem eru góðir í að prenta ákveðna hluti úr ákveðnum efnum, það verður líklega langt í að það verði bara einn generískur alheimsprentari sem getur prentað hvað sem er.
Framleiðsluhraði skiptir gífurlegu máli fjöldaframleiðslu, sem er ein helsta ástæðan fyrir því að ég sé þrívíddarprentara ekki taka við af núverandi fjöldaframleiðsluaðferðum. Helsti styrkur þrívíddaprentara að mínu mati er einmitt að það þarf ekki að framleiða jafn mikið í smærri einingum, hann er hæfur til þess að prenta samsetta hluti. S.s. helsti styrkur hans liggur í því að minnka aðkomu manna eða róbota í samsetningu.

Ég veit ekki hvort menn gera sér almennilega grein fyrir því hvað núverandi framleiðsluaðferðir eru efficient, málm- og plaststeypun með mismunandi tegundum móta bjóða upp á hraða sem ég sé þrívíddarprentara einfaldlega ekki jafna og þá allavega ekki með sömu efniseiginleikum s.s. styrk.
appel skrifaði: Íhugaðu það "implication" að það séu komnir prentarar sem geta búið til annað alveg eins eintak af sjálfum sér. Íhugaðu líka það "implication" ef prentarar geta ekki bara einungis búið til annað alveg eins eintak af sjálfum sér heldur annað betra eintak af sjálfum sér!
Þetta er orðið að veruleika í dag, hægt er að prenta prentara með prentara. Einnig getur þú getur prentað betrumbætta hluti í prentarann þinn, með prentaranum þínum.

Þannig að ef þú getur prentað betri prentara með prentaranum þínum, getur þú þá ekki prentað mun betri prentara með betri prentaranum þínum, o.s.frv? Þú sérð hvert þetta er að fara.
Vissulega er það töff hugmynd að geta uppfært þinn eigin prentara einfaldlega með því að prenta út nýrra og betra módel. Eins og ég segi í fyrri pósti, þá er þetta tækni sem á eftir að aukast mikið í einkaeigu, en sé þetta ekki skipta út fjöldaframleiðsluaðferðum.
appel skrifaði: En að prenta 250fm hús á 20 klst.... það er búið að selja mér þessa tæknibyltingu.
Enn og aftur, töff concept, en ég sé þetta ekki replace-a t.d. hús byggð með einingasteypun, þar sem veggir eru steyptir í heild með raflögnum og öllu tilheyrandi og þeim svo púslað saman. Þar tekur steypan lengstan tíman að þorna en þegar hún er þornuð er mjög fljótlegt að skella húsinu saman. Helstu kostir framyfir þrívíddarprentun er líklega hráefnið, en ég get ekki séð að annað efni bjóði upp á sömu eiginleika og steypan jafn ódýrt.
Sallarólegur skrifaði: Þetta sögðu margir líka um internetið. Það er hæpið að bera þetta saman við prentara, prentarar inn á heimili voru vissulega bylting, en í því tilviki tók tölvan fram úr í þeirri þróun með tilkomu internetsins.
Samlíkingin átti við þessar 2 tegundir af prenturum, annar hentar fyrir heimilisnotkun, hinn fyrir fjöldaframleiðslu, líkt og ég held að 3D prentarar munu henta fyrir heimilisframleiðslu en ekki fjöldaframleiðslu á hlutum.
Sallarólegur skrifaði: Get alveg, þó það verði ekki á næstu 5 árunum endilega, séð fyrir mér að í stað þess að fólk flytji inn tilbúna hluti verði efnið í 3D prentara flutt inn í massavís og fólk kaupi það svo og láti prenta það fyrir sig, þó það þurfi ekki að vera heima hjá þeim. Þannig geturðu líklega minnkað flutningskostnað til muna, bara vegna þess rúmmáls sem sparast með því að flytja inn efnið í staðin fyrir vöruna.
Tökum líka með inn í reikninginn að með þessari tækni getur fólk hlaðið niður módelum sem fólk smíðar um allan heim, án þess að þurfa að flytja vöruna yfir hálfan hnöttinn.
Hafði ekki leitt hugan að sparnaði í flutningum en það má vel vera að slík þróun færist í vöxt. Hins vegar er alveg ótrúlegt hversu lár flutningskostnaður getur verið þegar verið er að flytja í gámavís eins og víðast hvar er gert, svo verðið per eining í flutning býst ég við að sé lægri heldur en verðið per eining í prentun, fyrir vinnutímann ef þú gerir þetta ekki heima sjálfur, auk annara þátta líkt og álagningu á plastinu o.s.frv.

Varðandi prentun á t.d. bílum að þá verður einnig að horfa til eðliseiginleika endanlega hlutsins. Í grunninn byggir 3D prentun á endalausri "addition" á núverandi vinnsluhlut en slíkt verður alltaf talsvert veikara heldur en steyptur hlutur. Líkt og ef þú sýður járn og járn saman, þá er suðan almennt veikasti parturinn, en með 3D prentun í málmi að þá er í raun allur hluturinn soðinn.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 11:28
af Tbot
Ég á eftir að sjá að þetta gangi eftir.
Þetta er sniðugt fyrir hönnun vegna frumgerða, en ég á eftir að sjá hvernig þetta á eftir að geta komið í stað hluta sem eru úr áli, stáli og fleiru.
Hver er endingartími á þessu, þegar sól, rok og rigning ásamt frosti herjar á.

Veit alla vega að ég vildi ekki búa í húsi gerðu úr þessum á móti hjalli gerðum úr járnbentri steinsteypu.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 12:04
af rapport
steinarorri skrifaði:
rapport skrifaði:@ work we do this :D

http://www.youtube.com/watch?v=kN5ypQTcI0A" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er náttúrulega bara snilld, ég get ekki beðið eftir að þrívíddarprentun á beinum verði orðin algeng og möguleg hér heima :)
(sbr ígræðsluna á mandibular beini í gamla konu e-rsstaðar í Evrópu fyrir einhverjum mánuðum)

Hér á LSH er reyndar bara gert módel af s.s. kjálkum, höfuðkúpu, mjaðma- eða hnélíðum. Mig minnir að mismunandi efni séu notuð svo að læknirinn átti sig á hörðum vef v.s. mjúkum vef.

En þetta styttir að ég held aðgerðartímann í kjálkaaðgerð um 40% því að læknirinn er búinn að æfa aðgerðina og stilla til járnstykkið sem boltað er í kjálkann til svo það passi, hann þarf ekki að gera það á meðan aðgerð stendur.

Einnig er lega tauga og æða í kjálkanum mjög einstaklingsbundin nánast eins og fingraför og til að fólk tapi ekki tilfinningu þá skiptir máli fyrir lækninn að geta æft sig upp á að forðast taugar o.þ.h.

Höfuðkúpulíkönin s.s. þróun þeirrar tækni hefur notið einhver áhuga erlendis frá enda verið að ger aeitthvað nýtt.

Liðskiptiaðgerðirnar / líkönin eru einnig súper og það er gaman að sjá þetta.

Aðal gallinn er að hér á landi eru ekki til almennileg tæki sem geta tekið myndir í almennilegri upplausn.

Til að gera þetta almennilega þarf að ég held að taka MRI og CT myndir og merge-a gögnunum saman svo að hægt sé að greina hversu stinnur vefurinn á að vera í líkaninu og hvernig allt er.

Þar sem þetta er svo á "medical graded" leveli þá er ekki slegið af neinum kröfum neinstaðar, mistök kosta ekki bara peninga, heldur geta þau kostað einhvern heilsuna eða jafnvel lífið í einhverjum extreme tilvikum (á ekki við þessa tækni samt).

Þetta er því sjúklega mikil vinna og Paolo og þau sem vinna þetta eru algjörir snillingar sem eiga mikið hrós skilið.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 13:50
af Gislinn
Klemmi skrifaði: *Fullt af texta*
Sammála þessu.

3D prentari er rapid-prototyping græja, ef þú ert að prenta eitthvað fyrir þig sjálfann sem þú ætlar að eiga í mörgum eintökum þá getur þú sparað mikinn tíma með því að prenta eitt eintak með 3D prentara og búa svo til fjölnota mót til að framleiða margfalt fleiri eintök með mótinu í stað þess að bíða eftir að prentarinn klári að prenta hlutina út.

Það er mjög auðvelt og fáranlega efficient að búa til mót og það er einfaldlega nýtni sem 3D prentara koma ekki til með að ná. 3D prentarar eru hugsaðir fyrir framleiðslu á einstökum hlutum en ekki fyrir fjöldaframleiðslu.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 14:36
af Gunnar
Tbot skrifaði:Ég á eftir að sjá að þetta gangi eftir.
Þetta er sniðugt fyrir hönnun vegna frumgerða, en ég á eftir að sjá hvernig þetta á eftir að geta komið í stað hluta sem eru úr áli, stáli og fleiru.
Hver er endingartími á þessu, þegar sól, rok og rigning ásamt frosti herjar á.

Veit alla vega að ég vildi ekki búa í húsi gerðu úr þessum á móti hjalli gerðum úr járnbentri steinsteypu.
held að það sé ekki hugsað um að fyrir hér á íslandi. Heldur i einhverjum fátækjalöndum

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 14:59
af appel
Gunnar skrifaði:
Tbot skrifaði:Ég á eftir að sjá að þetta gangi eftir.
Þetta er sniðugt fyrir hönnun vegna frumgerða, en ég á eftir að sjá hvernig þetta á eftir að geta komið í stað hluta sem eru úr áli, stáli og fleiru.
Hver er endingartími á þessu, þegar sól, rok og rigning ásamt frosti herjar á.

Veit alla vega að ég vildi ekki búa í húsi gerðu úr þessum á móti hjalli gerðum úr járnbentri steinsteypu.
held að það sé ekki hugsað um að fyrir hér á íslandi. Heldur i einhverjum fátækjalöndum
Svona rosalega eru menn skeptískir. Jú auðvitað þarf að byggja fyrir mismunandi aðstæður. Reyndar talar hann um það í þessu vídjó, ef menn vilja horfa á það aftur og fylgjast með af meiri athygli.

Hitt er svo sem ég skil ekki, hví einnar hæðar hús þurfa að vera byggð með massívum styrktum útveggjum úr steinsteypu. Eru ekki til léttari og sveigjanlegri efni og jafnframt hönnun á einnar-hæðar húsum sem gerir þau jarðskjálfta-proof án járnabindingar?

Ég væri ekki til í að eyða peningunum mínum í að byggja hús sem svo endist ekki nema í 3-4 ár á Íslandi.

Einhvernveginn grunar mig að byggingarmafían íslenska muni koma í veg fyrir að fólk geti eignast ódýrt einbýlishús.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 15:00
af GuðjónR
Fínt að prenta nýja kellingu þegar maður fær leið á þeirri gömlu hahaha.

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 15:17
af appel
GuðjónR skrifaði:Fínt að prenta nýja kellingu þegar maður fær leið á þeirri gömlu hahaha.
Hehe... gleðileg föstudag væni ;) Mynd

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 15:49
af Stutturdreki
Svona áður en allir hlaupa út í búð og kaupa sér einhvern ódýrann 3D prentara og ætla að fara að fjöldaframleiða byssur : http://rt.com/news/3d-gun-australia-police-758/" onclick="window.open(this.href);return false;

Las í umræðu um þetta annarstaðar að 3D prentarinn sem var notaður til að búa upphaflegu byssuna til hafi kostað 60 miljónir stykkið..
GuðjónR skrifaði:Fínt að prenta nýja kellingu þegar maður fær leið á þeirri gömlu hahaha.
Er ekki líklegra að konan downloadi einhverjum Long John Silver (eða hvað sem þessar karla klámstjörnur heita í dag) og prenti sér út replacement fyrir þig :)

Re: 3D prentun er massabylting!

Sent: Fös 31. Maí 2013 15:55
af dori
Stutturdreki skrifaði:Las í umræðu um þetta annarstaðar að 3D prentarinn sem var notaður til að búa upphaflegu byssuna til hafi kostað 60 miljónir stykkið..
Cody Wilson er að nota prentara sem hann keypti notaðann á ebay fyrir $8000. Það er svolítið langt frá 60 milljónum íslenskum krónum.

Bætt við: Svipaður og þessi. Þetta er samt thermal plastic prentari eins og makerbot et. al. svo að með réttum stillingum ættirðu að geta fengið ~$1000-2000 prentra til að prenta úr jafn góða hluti.