appel skrifaði:
En þrátt fyrir það þá skiptir prenthraðinn ekki höfuðmáli. Styrkur þrívíddarprentunar er parallalelismi. Þú getur verið með marga prentara að prenta mismunandi hluti sem eiga eftir að fara í sama hlutinn. T.d. getur þú verið með 100 prentara sem prenta heilan bíl, en hver prentari prentar ákveðna hluti. Þannig að á örfáum klst ertu búinn að prenta einn bíl.
Vissulega verður ekki hægt að framleiða alla hluti með svona þrívíddarprentun, en framleiðslugeirinn á eftir að snúast algjörlega á haus og í staðinn fyrir að flestallt sé smíðað "by hand" og sumt með prentara, þá verður það þannig að flestallt verður smíðað í prentara og sumt "by hand".
Ég sé fyrir mér heilu akrana af prenturum í vöruskemmum sem munu prenta hluti, sem svo fara á færiband til þess að einhver (annaðhvort manneskja eða róbóti) getur sett saman.
Það verða margar tegundir af prenturum sem eru góðir í að prenta ákveðna hluti úr ákveðnum efnum, það verður líklega langt í að það verði bara einn generískur alheimsprentari sem getur prentað hvað sem er.
Framleiðsluhraði skiptir gífurlegu máli fjöldaframleiðslu, sem er ein helsta ástæðan fyrir því að ég sé þrívíddarprentara ekki taka við af núverandi fjöldaframleiðsluaðferðum. Helsti styrkur þrívíddaprentara að mínu mati er einmitt að það þarf ekki að framleiða jafn mikið í smærri einingum, hann er hæfur til þess að prenta samsetta hluti. S.s. helsti styrkur hans liggur í því að minnka aðkomu manna eða róbota í samsetningu.
Ég veit ekki hvort menn gera sér almennilega grein fyrir því hvað núverandi framleiðsluaðferðir eru efficient, málm- og plaststeypun með mismunandi tegundum móta bjóða upp á hraða sem ég sé þrívíddarprentara einfaldlega ekki jafna og þá allavega ekki með sömu efniseiginleikum s.s. styrk.
appel skrifaði:
Íhugaðu það "implication" að það séu komnir prentarar sem geta búið til annað alveg eins eintak af sjálfum sér. Íhugaðu líka það "implication" ef prentarar geta ekki bara einungis búið til annað alveg eins eintak af sjálfum sér heldur annað betra eintak af sjálfum sér!
Þetta er orðið að veruleika í dag, hægt er að prenta prentara með prentara. Einnig getur þú getur prentað betrumbætta hluti í prentarann þinn, með prentaranum þínum.
Þannig að ef þú getur prentað betri prentara með prentaranum þínum, getur þú þá ekki prentað mun betri prentara með betri prentaranum þínum, o.s.frv? Þú sérð hvert þetta er að fara.
Vissulega er það töff hugmynd að geta uppfært þinn eigin prentara einfaldlega með því að prenta út nýrra og betra módel. Eins og ég segi í fyrri pósti, þá er þetta tækni sem á eftir að aukast mikið í einkaeigu, en sé þetta ekki skipta út fjöldaframleiðsluaðferðum.
appel skrifaði:
En að prenta 250fm hús á 20 klst.... það er búið að selja mér þessa tæknibyltingu.
Enn og aftur, töff concept, en ég sé þetta ekki replace-a t.d. hús byggð með einingasteypun, þar sem veggir eru steyptir í heild með raflögnum og öllu tilheyrandi og þeim svo púslað saman. Þar tekur steypan lengstan tíman að þorna en þegar hún er þornuð er mjög fljótlegt að skella húsinu saman. Helstu kostir framyfir þrívíddarprentun er líklega hráefnið, en ég get ekki séð að annað efni bjóði upp á sömu eiginleika og steypan jafn ódýrt.
Sallarólegur skrifaði:
Þetta sögðu margir líka um internetið. Það er hæpið að bera þetta saman við prentara, prentarar inn á heimili voru vissulega bylting, en í því tilviki tók tölvan fram úr í þeirri þróun með tilkomu internetsins.
Samlíkingin átti við þessar 2 tegundir af prenturum, annar hentar fyrir heimilisnotkun, hinn fyrir fjöldaframleiðslu, líkt og ég held að 3D prentarar munu henta fyrir heimilisframleiðslu en ekki fjöldaframleiðslu á hlutum.
Sallarólegur skrifaði:
Get alveg, þó það verði ekki á næstu 5 árunum endilega, séð fyrir mér að í stað þess að fólk flytji inn tilbúna hluti verði efnið í 3D prentara flutt inn í massavís og fólk kaupi það svo og láti prenta það fyrir sig, þó það þurfi ekki að vera heima hjá þeim. Þannig geturðu líklega minnkað flutningskostnað til muna, bara vegna þess rúmmáls sem sparast með því að flytja inn efnið í staðin fyrir vöruna.
Tökum líka með inn í reikninginn að með þessari tækni getur fólk hlaðið niður módelum sem fólk smíðar um allan heim, án þess að þurfa að flytja vöruna yfir hálfan hnöttinn.
Hafði ekki leitt hugan að sparnaði í flutningum en það má vel vera að slík þróun færist í vöxt. Hins vegar er alveg ótrúlegt hversu lár flutningskostnaður getur verið þegar verið er að flytja í gámavís eins og víðast hvar er gert, svo verðið per eining í flutning býst ég við að sé lægri heldur en verðið per eining í prentun, fyrir vinnutímann ef þú gerir þetta ekki heima sjálfur, auk annara þátta líkt og álagningu á plastinu o.s.frv.
Varðandi prentun á t.d. bílum að þá verður einnig að horfa til eðliseiginleika endanlega hlutsins. Í grunninn byggir 3D prentun á endalausri "addition" á núverandi vinnsluhlut en slíkt verður alltaf talsvert veikara heldur en steyptur hlutur. Líkt og ef þú sýður járn og járn saman, þá er suðan almennt veikasti parturinn, en með 3D prentun í málmi að þá er í raun allur hluturinn soðinn.