Síða 1 af 2

Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 20:30
af rango
Er með 2 routera tengdur í 2 port í box hjá GR.

Er einhvað tæknilegt á bakvið 100Mb´s cappið?
þetta lýsir sér þannig að ég er með 2Ip tölur 2 routera enn næ ekki nema 50/50 af 100Mb´s. á hvorn, sem er rétt i suppose.
Enn ég vill 100+100,
Búinn að athuga og get ekki fengið 2 tengingar á sama boxinu, Þeir vilja heldur ekki setja annað box.

Hvað get ég gert? Þarf að vera aðskilið.

Ég er hjá hringdu, Geta þeir hækkað hraðan eða er þetta allt hjá GR?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 20:44
af AntiTrust
Þú ert bjartsýnn ;)

Hvar nákvæmlega limiteringin er sett veit ég ekki, grunar þó að hún sé hreinlega í endabúnaðinum sem tekur við leiðaranum, þ.e. hjá GR. Þú getur ekki verið með meira en 100mbits nema vera með 2 leiðara inn í hús, og það færðu ekki (nema hugsanlega borga sjálfur fyrir það.)

Afhverju vantar þér annars 2x100Mbit link? Flestum stórfyrirtækjum dugar 100mbit útúr húsi. Annars er næsta leið bara að fá 50Mbit ljósnetstengingu yfir koparinn til hliðar við GR boxið, ef þér vantar endilega tvær aðskildar tengingar.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 21:16
af urban
þú vilt semsagt fá tvöfalt stærri tengingu en þú ert að borga fyrir
er ég að skilja þig rétt ?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 21:26
af einarth
Sæll.

Já það er tæknileg takmörkun sem hleypir þér ekki ofar en 100Mb sama hvað þú gerir..

Það er hinsvegar verið að prófa 200Mb og 400Mb þjónustur..svo kannski þarftu ekki að bíða mjög lengi..

Kv, Einar.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 21:27
af gissur1
urban skrifaði:þú vilt semsagt fá tvöfalt stærri tengingu en þú ert að borga fyrir
er ég að skilja þig rétt ?
Hann er að borga fyrir tvær 100Mb tengingar ?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 21:28
af AciD_RaiN
gissur1 skrifaði:
urban skrifaði:þú vilt semsagt fá tvöfalt stærri tengingu en þú ert að borga fyrir
er ég að skilja þig rétt ?
Hann er að borga fyrir tvær 100Mb tengingar ?
rango skrifaði: Búinn að athuga og get ekki fengið 2 tengingar á sama boxinu, Þeir vilja heldur ekki setja annað box.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 21:44
af rango
urban skrifaði:þú vilt semsagt fá tvöfalt stærri tengingu en þú ert að borga fyrir
er ég að skilja þig rétt ?
Já, Þó ekki ókeypis auðvitað hefði ekkert á móti 2 tengingum.
gissur1 skrifaði: Hann er að borga fyrir tvær 100Mb tengingar ?
Nei bara eina.

einarth skrifaði:Sæll.

Já það er tæknileg takmörkun sem hleypir þér ekki ofar en 100Mb sama hvað þú gerir..

Það er hinsvegar verið að prófa 200Mb og 400Mb þjónustur..svo kannski þarftu ekki að bíða mjög lengi..

Kv, Einar.
Þið s.s. getið ýtt á takka og skotið þessu upp í 200Mb eða 400 etc.
Það kalla ég ekki tæknilega takmörkun, Þó er spurning með stöðuleika.

Voruð þið ekki líka að prufa 1Gb´s? þeas ef þú ert hjá GR.
AntiTrust skrifaði: Þú ert bjartsýnn ;)

Hvar nákvæmlega limiteringin er sett veit ég ekki, grunar þó að hún sé hreinlega í endabúnaðinum sem tekur við leiðaranum, þ.e. hjá GR. Þú getur ekki verið með meira en 100mbits nema vera með 2 leiðara inn í hús, og það færðu ekki (nema hugsanlega borga sjálfur fyrir það.)

Afhverju vantar þér annars 2x100Mbit link? Flestum stórfyrirtækjum dugar 100mbit útúr húsi. Annars er næsta leið bara að fá 50Mbit ljósnetstengingu yfir koparinn til hliðar við GR boxið, ef þér vantar endilega tvær aðskildar tengingar.
Ég er stórnotandi, Var búinn að íhuga það enn ég fíla ekki Ljósnetið.

S.s. Ég á eigin spýtur fer létt með að kappa 100Mb´s svo kemur heimilið inn í þetta með netflix youtube netvafr einhvað meira. þá sit ég hérna með 4-5MB algjörlega að drepast.

Djöfull væri ég samt til í eins og einar segir, 400Mbs eða 50MB´s.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 22:07
af einarth
Sæll.

Nei - við getum ekki ýtt á takka og hækkað hraðan yfir 100Mb - það er tæknileg takmörkun í þeim búnaði sem ljósleiðarinn þinn er tengdur í sem takmarkar hann við 100Mb.

Þegar við förum að selja hraða yfir 100Mb þá verður ljósleiðari viðkomandi færður úr 100Mb porti í 1Gb port í tengistöð - og eftir atvikum gæti þurf að skipta út netaðgangstæki á heimili viðkomandi. Hraðinn er svo stilltur eftir hvaða þjónustu hann er að kaupa (líklega 200 og 400 til að byrja með).

Hraðinn á ljósleiðara hefur aldrei neitt að gera með stöðugleika - það fá allir auglýstan hraða inní kerfið okkar (getum auðvita ekki tryggt hraða eftir að umferðin er komin til þjónustuveitu).

Kv, Einar.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 22:11
af Xovius
einarth skrifaði:Sæll.

Nei - við getum ekki ýtt á takka og hækkað hraðan yfir 100Mb - það er tæknileg takmörkun í þeim búnaði sem ljósleiðarinn þinn er tengdur í sem takmarkar hann við 100Mb.

Þegar við förum að selja hraða yfir 100Mb þá verður ljósleiðari viðkomandi færður úr 100Mb porti í 1Gb port í tengistöð - og eftir atvikum gæti þurf að skipta út netaðgangstæki á heimili viðkomandi. Hraðinn er svo stilltur eftir hvaða þjónustu hann er að kaupa (líklega 200 og 400 til að byrja með).

Hraðinn á ljósleiðara hefur aldrei neitt að gera með stöðugleika - það fá allir auglýstan hraða inní kerfið okkar (getum auðvita ekki tryggt hraða eftir að umferðin er komin til þjónustuveitu).

Kv, Einar.
Eins og ég skil þetta ertu að segja að í dag getið þið bara veitt 100Mb tengingar en bráðum munið þið getað skipt yfir í 1Gb ports.
Þið eruð semsagt að nálgast getuna til að færa fólki 1Gb tengingar en ætlið að limita það við 200-400 til að byrja með, afhverju?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 22:15
af rango
einarth skrifaði:Sæll.

Nei - við getum ekki ýtt á takka og hækkað hraðan yfir 100Mb - það er tæknileg takmörkun í þeim búnaði sem ljósleiðarinn þinn er tengdur í sem takmarkar hann við 100Mb.

Þegar við förum að selja hraða yfir 100Mb þá verður ljósleiðari viðkomandi færður úr 100Mb porti í 1Gb port í tengistöð - og eftir atvikum gæti þurf að skipta út netaðgangstæki á heimili viðkomandi. Hraðinn er svo stilltur eftir hvaða þjónustu hann er að kaupa (líklega 200 og 400 til að byrja með).

Hraðinn á ljósleiðara hefur aldrei neitt að gera með stöðugleika - það fá allir auglýstan hraða inní kerfið okkar (getum auðvita ekki tryggt hraða eftir að umferðin er komin til þjónustuveitu).

Kv, Einar.

Eins og þú setur þetta upp get ég ekki fengið 1 ljósleiðara á 2 port?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 22:40
af einarth
Ef þú vilt tvær 100Mb tengingar þá myndir þú kaupa 200Mb tengingu - tengja tvo routera við netaðgangstækið eins og þú gerir í dag.

Ef þú vilt tryggja að hvor router hafi bara 100Mb þá gætir þá tengt þá á 100Mb link við netaðgangstækið í stað 1Gb..eða notað stillingar í routerum til að takmarka hraða hvors fyrir sig.


Varðandi afhverju 200, 400 en ekki 1Gb strax - þá get ég svosem ekki svarað því beint þar sem þetta er ekki mín ákvörðun , en það er ágætt að byrja á þessu svona og sjá hvernig viðtökurnar verða og hvernig álag á restina af kerfinu kemur út. Aukning úr þessum hröðum í 1Gb er svo bara "ýta á takka" svo lítið mál að bæta við meiri hraða seinna.

Kv, Einar.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 22:58
af AntiTrust
rango skrifaði: Ég er stórnotandi, Var búinn að íhuga það enn ég fíla ekki Ljósnetið.

S.s. Ég á eigin spýtur fer létt með að kappa 100Mb´s svo kemur heimilið inn í þetta með netflix youtube netvafr einhvað meira. þá sit ég hérna með 4-5MB algjörlega að drepast
Ég fer nú svosem létt með að fullnýta niður og upphraðann hjá mér sömuleiðis, en ég drepst nú ekki þótt ein og ein skrá dælist inn á 5-7Mb/s :P

@ Einarth - Verða stærri tengingar symmetrískar? (dl/ul)

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:03
af einarth
Sæll.

Já þær verða það - öll tækni hjá okkur er symetrísk í hraða.

Kv, Einar.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:16
af rango
AntiTrust skrifaði:
rango skrifaði: Ég er stórnotandi, Var búinn að íhuga það enn ég fíla ekki Ljósnetið.

S.s. Ég á eigin spýtur fer létt með að kappa 100Mb´s svo kemur heimilið inn í þetta með netflix youtube netvafr einhvað meira. þá sit ég hérna með 4-5MB algjörlega að drepast
Ég fer nú svosem létt með að fullnýta niður og upphraðann hjá mér sömuleiðis, en ég drepst nú ekki þótt ein og ein skrá dælist inn á 5-7Mb/s :P

@ Einarth - Verða stærri tengingar symmetrískar? (dl/ul)
Ég drepst, ég sko er af nýju kynslóðinni. :crying

einarth skrifaði:Ef þú vilt tvær 100Mb tengingar þá myndir þú kaupa 200Mb tengingu - tengja tvo routera við netaðgangstækið eins og þú gerir í dag.

Ef þú vilt tryggja að hvor router hafi bara 100Mb þá gætir þá tengt þá á 100Mb link við netaðgangstækið í stað 1Gb..eða notað stillingar í routerum til að takmarka hraða hvors fyrir sig.


Varðandi afhverju 200, 400 en ekki 1Gb strax - þá get ég svosem ekki svarað því beint þar sem þetta er ekki mín ákvörðun , en það er ágætt að byrja á þessu svona og sjá hvernig viðtökurnar verða og hvernig álag á restina af kerfinu kemur út. Aukning úr þessum hröðum í 1Gb er svo bara "ýta á takka" svo lítið mál að bæta við meiri hraða seinna.

Kv, Einar.

Töff töff, einhvað Eta á þessu? og ef ég má spyrja eruð þið að uppfæra í 1Gbs port eða 10Gbs?
Ef þið eruð að fara yfir í 1Gbs þá kemst ég aldrei yfir þann hraða rétt? Spurning út í þessa setningu.
einarth skrifaði: svo lítið mál að bæta við meiri hraða seinna.
Kv, Einar.

Og á ótengdum, Ef ég vill verða minn eiginn ISP, hversu mikið vesen yrði það?
s.s. hversu mikið ves væri fyrir mig að fá úthlutað Ripe ip blokk og borga farice einhvað smotterí?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:19
af worghal
einarth skrifaði:Sæll.

Já það er tæknileg takmörkun sem hleypir þér ekki ofar en 100Mb sama hvað þú gerir..

Það er hinsvegar verið að prófa 200Mb og 400Mb þjónustur..svo kannski þarftu ekki að bíða mjög lengi..

Kv, Einar.
er hægt að setja sig á einhvern póstlista fyrir þetta 400mb ljósleiðara dæmi?
og er búið að reikna einhvern base kostnað á slíka leið "commercially" ?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:24
af rango
worghal skrifaði:
einarth skrifaði:Sæll.

Já það er tæknileg takmörkun sem hleypir þér ekki ofar en 100Mb sama hvað þú gerir..

Það er hinsvegar verið að prófa 200Mb og 400Mb þjónustur..svo kannski þarftu ekki að bíða mjög lengi..

Kv, Einar.
er hægt að setja sig á einhvern póstlista fyrir þetta 400mb ljósleiðara dæmi?
og er búið að reikna einhvern base kostnað á slíka leið "commercially" ?
Núverandi verð * 3
Mynd

, Ísland í hnotskurn.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:27
af AntiTrust
rango skrifaði:
Töff töff, einhvað Eta á þessu? og ef ég má spyrja eruð þið að uppfæra í 1Gbs port eða 10Gbs?
Ef þið eruð að fara yfir í 1Gbs þá kemst ég aldrei yfir þann hraða rétt? Spurning út í þessa setningu.
einarth skrifaði: svo lítið mál að bæta við meiri hraða seinna.
Kv, Einar.
Nei hættu nú alveg, yfir 1Gbps? Einu skiptin sem þú átt eftir að komast nálægt því að nýta þann hraða er með beinu P2P sambandi innanlands við annan aðila á 1Gbps, og með vélbúnað til að höndla 100Mbs+ steady R/W. :)
rango skrifaði: Og á ótengdum, Ef ég vill verða minn eiginn ISP, hversu mikið vesen yrði það?
s.s. hversu mikið ves væri fyrir mig að fá úthlutað Ripe ip blokk og borga farice einhvað smotterí?
Mikið. Getur örugglega fundið upplýsingar um skilyrði sem þarf að uppfylla hjá PFS. Annars er GR ekki flokkað (AFAIK) sem ISP.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:33
af Arkidas
1Gbps er nú ekki svo galið. Eru ekki Google a bjóða það á fínu verði í tveim fylkjum í Bandaríkjunum núna?

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:43
af Gúrú
rango skrifaði:Og á ótengdum, Ef ég vill verða minn eiginn ISP, hversu mikið vesen yrði það?
s.s. hversu mikið ves væri fyrir mig að fá úthlutað Ripe ip blokk og borga farice einhvað smotterí?
Getur leitað að gömlu pælingunum hans depill-s hér á Vaktinni um þetta (akkúrat áður en hann stofnaði{?} síðan Hringdu) ef þú vilt lesa viðmiðanir.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Sun 07. Apr 2013 23:54
af AntiTrust
Arkidas skrifaði:1Gbps er nú ekki svo galið. Eru ekki Google a bjóða það á fínu verði í tveim fylkjum í Bandaríkjunum núna?
Tveim hverfum/póstnúmerum í Kansas City og eru að fara að byrja á Austin, Texas.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Mán 08. Apr 2013 00:02
af Arkidas
AntiTrust skrifaði:
Arkidas skrifaði:1Gbps er nú ekki svo galið. Eru ekki Google a bjóða það á fínu verði í tveim fylkjum í Bandaríkjunum núna?
Tveim hverfum/póstnúmerum í Kansas City og eru að fara að byrja á Austin, Texas.
Já eimitt, takk fyrir þetta.

Það væri ekki leiðinlegt að fá svona hingað!

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Mán 08. Apr 2013 01:19
af nonesenze
vera með einu sinni, ekki 5 árum á eftir eins og venjulega með þetta NET, hvað eru mörg % af landinu sem eru með eða geta jafnvel fengið 50mb í dag hvað þá 100mb?

það er fullt af fólki enþá fast á 12mb max

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Mán 08. Apr 2013 01:22
af AntiTrust
Ef ég man rétt þá eiga meirihluti (80%+) landsmanna að geta tengst við ljósnet fyrir lok 2013. GPON uppbygging á væntanlega eftir að taka mikið lengri tíma, og langt þar til það verður jafn útbreitt.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Mán 08. Apr 2013 01:56
af hkr
AntiTrust skrifaði:Ef ég man rétt þá eiga meirihluti (80%+) landsmanna að geta tengst við ljósnet fyrir lok 2013. GPON uppbygging á væntanlega eftir að taka mikið lengri tíma, og langt þar til það verður jafn útbreitt.
Er ekki GPON = ljósnet (Símans)?

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 08#p373668" onclick="window.open(this.href);return false;
Jss skrifaði: GR leggur ljósleiðaranet til heimila með „point2point“ aðferðarfræði. Það er önnur aðferðarfræði en GPON (sem er eina „ljósleiðaraþjónusta“ Símans) sem gengur út á að samnýta ljósleiðara í grunnnetinu. Point2point gengur út á að hvert heimili er með sérstaka ljósleiðaraþræði alveg inn í tengipunkt (sviss). Point2point er kerfi sem skalast betur og á auðveldara með að mæta væntri eftirspurn eftir bandvídd en Gpon.
Eða er ég eitthvað að misskilja þetta?

En skv. þessari frétt (frá 3.5.2012) að þá eru um 46.000 (+ það sem komið síðan) með ljósnet í dag. Ef 100.000 séu 80% að þá myndi ég halda að þessi ~50.000 ættu að vera um 40% landsmanna með ljósnet.

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Sent: Mán 08. Apr 2013 02:13
af AntiTrust
GPON stendur í rauninni fyrir Gigabit Passive Optical Network. Í daglegu tali er talað um GPON þegar hús er með FTTH (Fiber to the Home) tengingu, eða ljósleiðara alla leið inn í hús. GR er leiðandi í FTTH tengingum hérlendis, Síminn er bara með FTTH í örfá hverfi. Ljósnet símans er mestu leyti byggt upp af því sem kallast FTTC (Fiber to the Curb), eða ljósleiðara að götuskáp og svo eru notaðar fyrirliggjandi símalínur þaðan í hús.