Síða 1 af 2
Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 09:34
af demaNtur
Fundið
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 09:56
af flottur
Í hvernig kassa var tölvan í?
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 10:08
af RazerLycoz
djö... óheppni vonandi færðu dótið þitt og veskið aftur
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 10:17
af Kristján
helvitis pakk, settu bland sem upphafsíðu hjá þér því átt eftir að vera á henni mikið :/
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 10:18
af demaNtur
Þetta er í eldgömlum kassa sem er forljótur enn stór og kældi vel.. Veit ekki hvað hann heitir því miður!
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 10:20
af flottur
ok, geturu líst honum svo maður viti hvað maður á að vera leita af ef ég sé hann á bland.is
Litur, framhlið eitthvað athugarvert við hann útlitslega séð.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 10:31
af GuðjónR
demaNtur skrifaði:ásamt veskinu mínu þar sem voru 172 þús..
Ég samhryggist þér, ömurlegt að lenda í svona löguðu. En hvað varstu að gera með 172 þúsund í veskinu??
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 11:00
af demaNtur
GuðjónR skrifaði:demaNtur skrifaði:ásamt veskinu mínu þar sem voru 172 þús..
Ég samhryggist þér, ömurlegt að lenda í svona löguðu. En hvað varstu að gera með 172 þúsund í veskinu??
Fór í banka og tók út fyrir leigu og því sem ég skuldaði einum manni héðan af spjallinu sem ég sé ekki fram á að geta borgað (nema ég fái peninginn í veskinu aftur
)
Enn já, það var engin hlið á tölvunni þar sem örgjafakælingin var of stór fyrir kassan (þal. stóð út úr kassanum) og það er vifta aftan á tölvunni með 4 bláum led ljósum.. Meira get ég ekki sagt til um útlit hennar.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 11:11
af krat
búinn að tala við lögregluna, og tryggingarfélagið ?
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 11:22
af demaNtur
krat skrifaði:búinn að tala við lögregluna, og tryggingarfélagið ?
Búinn að tala við lögregluna, á eftir að tala við tryggingafélagið hjá mér.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 11:45
af rapport
Þetta er of mikil tilviljun til að geta verið tilviljun, að farið sé inn í eitt herbergi í húsi og þar sé tekin ein tölva og eitt veski sem hvorutveggja er $$$$$
Vissi einhver hvað þú varst með í herberginu þínu?
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 11:51
af stefhauk
sáust einhver ummerki á glugganum ef farið var í gegnum glugga þar að segja?
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 12:09
af vesley
rapport skrifaði:Þetta er of mikil tilviljun til að geta verið tilviljun, að farið sé inn í eitt herbergi í húsi og þar sé tekin ein tölva og eitt veski sem hvorutveggja er $$$$$
Vissi einhver hvað þú varst með í herberginu þínu?
Sammála þetta er virkilega grunsamlegt , miðað við að það var farið beint inní herbergið og þetta eingöngu tekið og ekkert annað.
Kæmi mér alls ekki á óvart ef þú þekkir einstaklinginn.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 12:11
af demaNtur
rapport skrifaði:Þetta er of mikil tilviljun til að geta verið tilviljun, að farið sé inn í eitt herbergi í húsi og þar sé tekin ein tölva og eitt veski sem hvorutveggja er $$$$$
Vissi einhver hvað þú varst með í herberginu þínu?
Er ekki alveg viss
stefhauk skrifaði:sáust einhver ummerki á glugganum ef farið var í gegnum glugga þar að segja?
Voðalega lítið, hann var skrúfaður upp.. Synd að ég hafi verið kallaður í vinnu þessa nótt, hefði mikið til í að vera heima þegar þetta gerðist!
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 12:26
af svensven
demaNtur skrifaði:
Voðalega lítið, hann var skrúfaður upp.. Synd að ég hafi verið kallaður í vinnu þessa nótt, hefði mikið til í að vera heima þegar þetta gerðist!
Eftir að þetta bættist við þá styð ég þessa kenningu...
vesley skrifaði:
Kæmi mér alls ekki á óvart ef þú þekkir einstaklinginn.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 13:13
af tanketom
einhvernveginn hef eg það á tilfinnngu að þu sert að reyna komast framhjá því að borga þessum aðila sem þú skuldar hérna á spjallinu og þú þykist leit af tölvu sem er stolinn og veski af einhverri ákveðni upphæð til að fá athygli og svo sagan þín verði trúverðugari.. ég er bara ekk að kaupa þetta bull
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 13:24
af Plushy
demaNtur skrifaði:
Fór í banka og tók út fyrir leigu og því sem ég skuldaði einum manni héðan af spjallinu sem ég sé ekki fram á að geta borgað (nema ég fái peninginn í veskinu aftur
)
Ætti þá að vera ekkert mál að redda þessum peningum seinna fyrir hann sem þú skuldar. Leiðinlegt atvik samt
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 13:30
af stefhauk
alrei skilið þegar menn leyfa fólki að borga seinna fyrir vöru sem þeir selja á netinu
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 14:29
af pulsar
Helvítis hafnarfjörðurinn..
alltaf eitthvað vesen á þessu svæði, ég hugsa að ég myndi frekar búa í tjaldi frekar en að leigja herbergi þarna
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 14:49
af demaNtur
tanketom skrifaði:einhvernveginn hef eg það á tilfinnngu að þu sert að reyna komast framhjá því að borga þessum aðila sem þú skuldar hérna á spjallinu og þú þykist leit af tölvu sem er stolinn og veski af einhverri ákveðni upphæð til að fá athygli og svo sagan þín verði trúverðugari.. ég er bara ekk að kaupa þetta bull
Ég mun að sjálfsögðu borga honum, enda topp maður sem seldi mér þetta! Ég hef
alltaf staðið við mín viðskipti!
Og já, hann er líka með hlut frá mér í "pant" sem er dýrari en það sem ég fékk hjá honum þannig hann þarf ekki að hafa áhyggjur.
ps. er farinn að gruna 3 stráka sem komu í partý hjá mér fyrir þó nokkuð löngu síðan og ég gæti trúað þessu uppá þá
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 15:13
af natti
vesley skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er of mikil tilviljun til að geta verið tilviljun, að farið sé inn í eitt herbergi í húsi og þar sé tekin ein tölva og eitt veski sem hvorutveggja er $$$$$
Vissi einhver hvað þú varst með í herberginu þínu?
Sammála þetta er virkilega grunsamlegt , miðað við að það var farið beint inní herbergið og þetta eingöngu tekið og ekkert annað.
Kæmi mér alls ekki á óvart ef þú þekkir einstaklinginn.
Þó svo að það sé alltaf möguleiki á að þetta sé einhver sem þekkir til, þá þarf það nú ekkert að vera.
Og það er ekkert grunsamlegt við að það sé bara farið í eitt herbergi.
Setjið ykkur bara í spor innbrotsþjófsins.
Fyrsta herbergið sem hann fer í (þar sem tölvubúnaður er er jafnan verðmæti) dettur hann í lukkupottinn, finnur veski fullt af seðlum.
Hann getur valið á milli þess að taka þetta og það sem er nálægt, og látið sig hverfa meðan hann er ennþá "safe", eða haldið áfram að skoða sig um í von um að finna e-ð meira og þá tekið áhættuna á að einhver komi heim eða verði hans var.
Þeir sem standa í svona á annað borð eru eflaust ekki vanir því að finna fullt af seðlum, og því væri bara mjög lógískt að láta þetta "duga".
En ég hef verið í þínum sporum, meira tekið að vísu, og ég vona innilega að viðkomandi finnist.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 15:15
af dandri
úr hvaða hverfi var þessu stolið?
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 16:28
af Danni V8
Bara leiðinlegt að lenda í svona innbrotum. Fyrir nokkrum mánuðum var einmitt brotist inn í aðstöðu sem við félagarnir leigðum saman og öllum verkfærunum okkar stolið, ásamt bensíninu af bílunum sem voru inni og útvarpstækjunum úr þeim líka!
Alveg ömurleg tilfinning sem fylgir þessu og það til lengri tíma. Sérstaklega þegar maður þarf að nota hlutina sem var stolið en maður hefur ekki ennþá haft tök á verða sér úti um nýja hluti í staðinn.
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 16:42
af sniper 69
Vona að þú finnir dótið
Re: Innbrot!
Sent: Lau 02. Mar 2013 18:40
af DJOli
Skoðaðu alla sem þig grunar, fáðu hjálp lögreglu ef þú getur. Treystu engum.
sérstaklega ef hann heitir ómar (daði eða waage) sigurðsson