Síða 1 af 1
Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:06
af mikkidan97
Var að taka til undir rúmi um daginn, og ég fann eitthvað af tölvuhlutum (móðurborð, PSU (sem ég keypti hér á vaktinni af AciD_RaiN), vinnsluminni, o.þ.h.)
Ég átti líka einn 320 GB IDE disk sem ég var ekkert að nota, svo ég bjó mér til server
Þar sem mér leiddist alveg óheyrilega mikið í dag (og átti engann tölvukassa :S), ákvað ég að gera "custom" kassa úr pappa
Hér er afraksturinn:
Ef einhver á gefins tölvukassa, má hann alveg senda mér hann
(Ég skal borga sendingarkostnað)
Ég bara varð að deila þessu á spjallinu
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:32
af worghal
húsið hjá OP einmitt núna
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:32
af oskar9
worghal skrifaði:húsið hjá OP einmitt núna
hahahahaha
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:33
af mikkidan97
worghal skrifaði:húsið hjá OP einmitt núna
OP?
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:48
af Plushy
Original Poster
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:49
af Garri
Original Poster
Sá sem býr til þráðinn.
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 18:55
af mikkidan97
Alrighty
Húsið mitt er EKKI svona xD
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 19:05
af Saber
Hvað ertu með undir móðurborðinu til þess að koma í veg fyrir leiðni í pappakassann?
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 19:27
af mikkidan97
janus skrifaði:Hvað ertu með undir móðurborðinu til þess að koma í veg fyrir leiðni í pappakassann?
Pappi leiðir ekki rafmagn xD
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 19:51
af Gunnar
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 19:56
af Heidar222
janus skrifaði:Hvað ertu með undir móðurborðinu til þess að koma í veg fyrir leiðni í pappakassann?
Standoffs mundi ég gera ráð fyrir! lololololololol!
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 20:25
af GullMoli
Er einmitt með pfSense tölvuna í nettum pappakassa (langtum minna en nokkur tölvukassi sem ég fann í fljótu), vifta sem blæs inn á framan (með hitanema sem liggur í örgjörvakælingu, blæs svo bara automatískt eftir hita) og svo blæs örgjörvaviftan + aflgjafinn lofti út.
Búinn að hafa þetta svona í sirka ár og bara virkað fínt
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 20:28
af AciD_RaiN
HAHAHAHA !! Þú ert nú meiri pappakassinn
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 21:01
af Saber
mikkidan97 skrifaði: Pappi leiðir ekki rafmagn xD
Måske ekki, en óhreinindi gera það samt.
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 21:09
af Gunnar
janus skrifaði:mikkidan97 skrifaði: Pappi leiðir ekki rafmagn xD
Måske ekki, en óhreinindi gera það samt.
óhreindi í vatni eða vökva já. en ekki smá ryk á pappa, eða smásteinar á pappa eða flest annað nema vatn og málmur.
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 21:42
af Saber
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 23:40
af medicalmeth
ég á kassa sem fylgdi með aflgjafa sem ég var að kaupa, skal hugsa málið, er ekki búinn að sjá kassann ennþá
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 23:41
af mikkidan97
medicalmeth skrifaði:ég á kassa sem fylgdi með aflgjafa sem ég var að kaupa, skal hugsa málið, er ekki búinn að sjá kassann ennþá
takk kærlega
Sent from my GT-S5360 using Tapatalk 2
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 23:48
af appel
Pappakassar leiða eld mjög vel.
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 23:53
af Nördaklessa
ég á gamlan Lian Li einhversstaðar með 4 tacens 80mm viftum ef þú villt, ætti að geta sent hann til þín ef þú borgar sendingarkostnað
Re: Pappakassi
Sent: Fim 14. Feb 2013 23:59
af mikkidan97
appel skrifaði:Pappakassar leiða eld mjög vel.
mikið rétt, guði sé lof að ég reyki ekki
Sent from my GT-S5360 using Tapatalk 2
Re: Pappakassi
Sent: Fös 15. Feb 2013 12:31
af Birkir Tyr
Snilld að sjá hvernig þú bjargar þér með þessu. Spurning hvað þetta endist, hvort það eigi ekki eftir að kvikna einhverntimann í þessu hjá þér eða eitthvað...
Re: Pappakassi
Sent: Fös 15. Feb 2013 13:56
af mikkidan97
Birkir Tyr skrifaði:Snilld að sjá hvernig þú bjargar þér með þessu. Spurning hvað þetta endist, hvort það eigi ekki eftir að kvikna einhverntimann í þessu hjá þér eða eitthvað...
Það er allavega ekki enn búið að kvikna í
7,9,13 (knock on wood)