Síða 1 af 1
Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 00:37
af joishine
joishine skrifaði:Heyrðu þannig er mál með vexti að ég keypti mér íhluti nýlega. Ekkert mál með það, setti tölvuna saman og hún keyrði flott bara fyrstu 2-3 dagana og gerir í raun enn.
En það kom svolítið skrýtið uppá á einum tímapunkti, síminn minn rann af skrifborðinu ofan á kassann bara létt og bakvið tölvuna og hún drap á sér, svo strax eftir það kveikti hún ekki um leið á sér, mér datt í hug að takkinn til að kveikja væri ekki nógu vel tengdur til að ræsa vélina svo ég opna vélina og endurtengi alla kassa takkana og eftir það fer tölvan í gang en bara í svona 1 mín, segir mér að fara inní BIOS til að ná í stillingar aftur. Tölvan slekkur svo á sér og aftur kveikir ekki á sér aftur fyrr en ég opna hana og fikta núna í 24pin og 8pin tenginu.
Núna ákveð ég að setja tölvuna ekki bakvið alveg þar sem það er bras að ná í hana ef ég kem henni alveg fyrir, heldur snögg tengi aðal hlutina og set hana í gang, sama gerist hún slekkur á sér, en það fyndna var að þegar ég rak mig í hana fór hún í gang, í svona 2 sek og drap svo aftur á sér, svo ég prófaði að halla kassanum og þá var eins og hún væri að reyna að keyra sig upp svona 5 til 6 sinnum, viftan fór í gang og svo dó á henni fljótt aftur og hún gerði þetta nokkuð oft án þess að ég snerti takkana, bara hallaði tölvunni aðeins og e-ð smá snerti hana, mjööög spes.
Svo mér er að detta í hug einhverskonar sambandleysi en get ómögulega fundið út hvað það er því ég er búinn að tengja allt vel og fara yfir allt. Er þetta ekki bara 8pin eða 24pin tengið sem stjórnar svona hegðun ?
Annars tókst mér að fá tölvuna svo til ða keyra sig bara eðlilega og setti hana á sinn stað en þó ó lokaða. Ég var að pæla hvort einhver hefði ráð fyrir mig til að skoða svona áður en ég geng frá henni alveg.
joishine skrifaði:Heyrðu, þá er aftur komið smá pæling. Ég var með þráð hérna í gangi þar sem ég lýsti hegðun í tölvunni minni (
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=57&t=52627" onclick="window.open(this.href);return false; ) - menn geta lesið þarna hvað var í gangi.
Heyrðu það fór víst þannig að tölvutek úrskurðaði móðurborðið bara ónýtt, fyrir rest þá bara fór vélin ekki í gang með móðurborðinu.
Svo ég fékk mér nýtt móðurborð, fór heim með vélina, setti windows aftur upp á vélina og bara áfram með smjörið.
Svo í gær lenti ég í mjög svipuðum hlut og gerðist eiginlega alveg fyrst í hinni biluninni þegar að tölvan kom með BSOD, og svo þegar hún endurræsir sig finnur hún ekki SSD diskinn minn sem inniheldur Windowsið í BIOS ... Allt saman mjög sérstakt, ég þurfti að opna vélina og aftengja og tengja SSD og það bara flaug inn.
Prófaði að google-a þetta og OCZ notendur voru að lenda í því að þurfa að update-a firmwareið í diskunum hjá þeim, þetta er reyndar Mushkin diskur frá tölvutek en ég fór að pæla hvort þetta væri e-ð svipað. Núna veit ég ekki hvort tölvan eigi eftir að vera þrálát með að gera þetta en svona aðeins að pæla hvort mönnum detti e-ð í hug, þar sem svörin hérna eru oftast mjög góð.
Jæææææææææææææææææææææææææææja, núna er ég alveg að missa vitið. Þessi 2 quote hérna að ofan eru vandamál sem ég er búinn að eiga í með tölvuna mína frá því að ég keypti hana, eða þeas íhlutina sem ég bætti við.
Eins og fólk getur lesið úr þeim er ég búinn að skipta 1x um móðurborð og láta uppfæra firmware á SSD disknum mínum, allt gott það endaði þessi 2 vandamál - en þá kom upp þetta sem er að gerast núna, sem ég gjörsamlega SKIL ekki og á en og aftur erfitt með að google-a því þetta lýsir sér svo asnalega.
Til að byrja með er hérna upplýsingar um alla þá íhluti sem ég er með í vélinni í augnablikinu.
Gigabyte Z77-D3H móðurborð
Intel i5 3570k örgjafi
Corsair H60 örgjafakæling
2x4gb Corsair Vengance minni
GeForce 560Ti EVGA skjákort
Corsair TX750 PSU
90gb Mushkin SSD
250gb WD SATA2 File disk
Allt í lagi, ef menn eru búnir að lesa hinar bilanirnar þá hefur mér tekist að laga þær, fyrri með því að skipta um móðurborð, og þá seinni með því að uppfæra firmware á SSD. En þá komum við að því nýjasta. Allt í einu núna, viku eftir að ég update-aði firmware-ið er tölvan að taka uppá því að slökkva á sér algjörlega uppúr þurru og ræsa sig svo aftur svona 3 sek seinna eins og ekkert hafi gerst nema hún gefur mér upp þarna gluggan að Windows hafi ekki slökkt á sér venjulega og hvernig ég vilji ræsa windows.
Tölvan er búinn að gera þetta núna 5x seinasta sólarhring, hún gerði þetta 2x í gær þegar ég var að spila CS:GO og það bara í sama spili - s.s fyrsti error er loggaður i Windows Event Viewer kl 23:25 og seinni 23:54. Allt í lagi með það, ég fer aftur í CS:GO núna í dag og er búinn að vera inná server í c.a 20 mín þegar hún gerir nkl það sama. Þannig ég prófa að lesa mér til, finn lítið en ákveð að fylgjast með hitanum á vélinni - hljómar eins og ofhitnun.
Ekkert athugavert gerist þegar ég keyri RealTemp og spila CS:GO - tölvan lætur þetta ekkert á sig fá. Síðan núna kl 22:50 fer ég að horfa á mynd í tölvunni og 3x á meðan eg er að horfa gerir vélin þetta, fyrst eftir 25 mín, svo bara um leið og ég er búinn að ræsa tölvuna og spóla inní myndina á staðinn sem ég var gerir hún þetta aftur. og svo aftur eftir c.a klst af myndinni.
Nú er ég gjörsamlega tómur, ég ætla að fara í Tölvutek á morgun og tala við þá og sjá hvað þeir segja en ég verð geðveikur að vera svona tölvulaus í lengri tíma og ætti alveg að geta klórað mig fram úr einhverskonar testum, þannig fólk má ENDILEGA henda hugmyndum og benda mér á software sem geta checkað hardware, því satt best að segja er ég að verða geðveikur. Þetta er glænýjir íhlutir flestir, móbo, örri, kæling, minni og skjákort keypt 26. des og SSD keyptur í september.
tölvan er ekkert OCuð, er með að ég hélt MJÖG góða kælingu fyrir þessa íhluti í algjöru factory state, og Tölvutek sá um að setja upp BIOS fyrir móðurborðið, svo ég er eiginlega nokkuð tómur.
Þakkir til þeirra sem lásuð þetta og hafa verið að svara þráðunum mínum, virkilega vel þeginn öll hjálpin og þetta spjallborð deliverar alltaf fyrir mann.
Afsaka lengdina en vonandi tekst mér að fá smá botn í þetta :/
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 01:25
af beggi90
Hvaða error kom í event viewer?
Eru bluescreen í minidump folderinu?
Allir driverar uppfærðir?
Minnið hugsanlega smá laust í slottinu?
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 10:23
af joishine
Skoða þetta þegar ég fer heim, en nokkrar spurningar með það.
Hvar nkl get ég séð hvaða error event viewer er að gefa ? Eina sem ég fann sem var critical var bara "Windows shut down unexpectedly"
Hvar er mini dump folder ?
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 10:32
af Haxdal
Mig grunar BSOD.
Disableaðu automatic restart on system failure. hægri smellir á Computer -> Properties, ferð það í Advanced System Settings, þar undir Advanced flipanum ferðu í Settings undir Startup and Recovery og taktu hakið úr Automatically Restart. Ef BSOD er vandamálið þa ættirðu að fá æðislega mynd næst þegar þetta gerist með villuboðum sem þú getur svo gúglað eða beðið um hjálp hérna með.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 11:26
af joishine
Alright, prófa það til að sjá hvort hún sé að BSOD. Ætla svo að prófa mem test líka.
Ef þessir hlutir svara engu er bara eftir skjákort og PSU, vonum til guðs að hvorugt af því hafi farið.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 12:21
af urban
mig myndi gruna að þetta væri skjákortsdriver að rugla eitthvað
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 12:34
af beggi90
joishine skrifaði:Skoða þetta þegar ég fer heim, en nokkrar spurningar með það.
Hvar nkl get ég séð hvaða error event viewer er að gefa ? Eina sem ég fann sem var critical var bara "Windows shut down unexpectedly"
Hvar er mini dump folder ?
C:\Windows\minidump
Ef það er skrá þar inni geturðu lesið hana með bluescreenview
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 21:00
af joishine
Okay tölvan búinn að vera í gangi síðan 15 í dag og var að gera þetta aftur núna kl 20:50.
Það sem ég gerði var að taka hakið úr restart automatically, og það var ekki BSOD sem kom, tölvan bara drepst í 4 sec og rebootar svo.
Ég update-aði skjákorts driverinn minn
Ég keyrði Windows Memory Diganostics
Það kom engin villa í því, er það fullnægandi próf eða ætti ég að keyra memtest 86 til að fullvissa mig ?
Það er engin minidump file til þar sem þetta er greinilega ekki BSOD. Error sem Event Viewer sýnir eru þessir
Fleiri hugmyndir :/ ?
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 21:32
af Garri
Man ekki hvort það er búið að koma fram, en.. ef þú átt annan aflgjafa þá mundi ég prófa hann.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 21:53
af joishine
Ég á bara 460w no name aflgjafa, ekki alveg viss hvort ég tými að nota hann ef það fuckar upp öðrum íhlutum :/
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 22:11
af MatroX
náðu í forrit sem heitir bluescreenview og póstaðu screenshoti
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 22:27
af joishine
Það sýnir enga BSOD - og það hefur einmitt ekki verið BSOD frá seinasta formatti. Þetta eru ekki BSOD sem er að gerast.
Tölvan bara missir afl, nákvæmlega eins og henni væri kippt úr sambandi og svo 3 sek seinna, keyrir hún sig í gang.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 22:43
af halldorjonz
Þessi tölva er einfaldlega bara ekki næstum því nóg og góð fyrir CS:GO
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Þri 29. Jan 2013 22:49
af MatroX
prufaðu að taka örrgjörvakælingu af og skoða kælikremið og setja nýtt krem
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 11:03
af joishine
--
Svona leit kælingkremið út - taka það fram að Tölvutek setti vélina saman í seinna skiptið þegar skipt var um móðurborðið, ég sjálfur lét bara kremið sem var á Corsair kælingunni vera eins og það var.
Ég prófaði að slétta kremið út og minnka aðeins magnið, eins og sést á myndinni var þykkt lag í köntunum en lítið í miðjunni, setti svo saman og vélin gekk svo sem í nótt, en reyndar ekki undir neinu loadi...
Ætti ég kannski að þrífa kremið algjörlega og setja nýtt eða var þetta nóg ? Ég bara minnkaði magnið og hafði jafnt þunnt lag.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 11:27
af Garri
Þetta er af stærðargráðunni svona 50x of mikið. Stærðargráðan 1 hrísgrjón er ágætis viðmið.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 11:55
af joishine
Ég skil, enda skafaði ég FULLT af þessu af og bjó svo til lítinn þunnan kassa af kremi og þurkkaði aðeins af örranum, ætti það ekki að vera a-Okay atm bara og ef hún gerir þetta aftur að prófa þá að hreinsa ALLT kremið og setja nýtt bara örlitla doppu og nota það ?
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 11:57
af gullis
Hvernig stendur á því að svona vinnubrögð koma frá virtu tölvuverkstæði ?
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 12:10
af Maniax
Vona að þetta sé ekki á mörgum tölvum frá þeim :s
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 12:12
af joishine
Ég hef svo sem ekkert nema góða hluti að segja frá Tölvutek, alltaf tilbúnir að gera allt fyrir mann og leysa málin skemmtilega. Þetta hefur bara e-ð klikkað og ég bara lagaði það og vonandi reddar þetta vandamálinu.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 30. Jan 2013 20:16
af joishine
Ekki lagaði þetta samt vandan. Tók og hreinsaði allt kælikremið, fékk nýtt hjá tölvutek og bar þunnt lag bara nákvæmlega eins og er ráðlagt. Tölvan búinn að restarta sér 2x.
Getur þetta verið "faulty" örgjafi ? kæmi einhver error þá ?
Er þetta kannski bara PSU ?
Datt í hug að kíkja í Tölvutek á morgun og sjá hvort þeir eigi solid aflgjafa til að lána mér til að prófa og sjá hvort það lagi þetta e-ð. Ef það gerir það ekki er ég alveg að verða tómur...
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Fim 31. Jan 2013 11:24
af joishine
Kominn með PSU frá fyrirtæki í bænum til að prófa hvort mitt virki, fyrirtækið ekki það sama og það sem var í kælikremsruglingnum en þjónustan í bænum er sem betur fer góð á báðum stöðum.
Sé hvort þetta breyti einhverju, ef PSU er bilað fer ég og fæ mér nýtt PSU bara frá búðinni sem var klár í að lána mér !
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 06. Feb 2013 13:20
af joishine
Vandamálið leyst fyrir áhugasama. PSU var farið, fór og keypti mér nýtt og ekkert funny verið að gerast.
Re: Tölvan hættir ekki að vera með bögg...
Sent: Mið 06. Feb 2013 14:46
af mundivalur
Var þetta var gamall aflgjafi ? þá eru þeir stundum búnir að missa slatta af vöttum og allt fer að verða skrýtið jafnvel að horfa á video á youtube getur reynst of mikið