Síða 1 af 2

Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 14:23
af krissiman
Fékk gefins fyrir ekki svo löngu síðan Acer Aspire One og Windows er bara ekki að gera sig. Langar að setja upp eitthvað lightweight Linux distro en hef bara ekki hugmynd hvaða distro ég ætti að setja upp. Tölvan verður mjög líklega bara notuð í netráp og eitthvað svona basic stuff, hverju mælið þið með? :D

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 14:29
af beggi90
Held að linux mint ætti að henta ágætlega í það.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 14:34
af Gislinn
Linux Mint 14 (linkur) með Cinnamon, lookar mjög vel og performar mjög vel. Það er líklegast mest user-friendly af þessum Linux distroum í dag og er mjög auðvelt að venjast því frá Windows.

Linux Mint er vinsælasta Linux distro-ið árið 2012 (og enn í dag skv. DistroWatch) og því er gott community í kringum það sem getur hjálpað ef þú lendir í einhverju veseni með eitthvað. :happy

Ef Cinnamon mun ekki performa vel að þá geturu alltaf sett upp XFCE desktopinn, sem er mjög lightweight desktop environment. Þarft ekki að re-installa stýrikerfinu ef þú ætlar að setja upp XFCE heldur geturu bara fylgt þessum einföldu skrefum (linkur).

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 14:45
af skoffin
Crunchbang er mjög létt - ég er með það á gömlu Compaq netbook skrani og það er ekki yfir neinu að kvarta.
http://crunchbang.org" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 14:51
af Dagur
Ubuntu

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 15:16
af Eiiki
Dagur skrifaði:Ubuntu
Ubuntu er bara því miður alls ekki svo mjög gott stýrikerfi. Ég persónulega er sammála gíslanum og segji linux mint 14 með cinamon. Var sjálfur að setja það upp á mína eigin fartölvu um daginn og er alveg að luva það

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 15:20
af AntiTrust
Finnst Ubuntu 12.10 með Unity alveg frábært. Mint alls ekki slæmt, og oft betra fyrir lappana, en bara fyrir Unity tæki ég Ubuntu.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 15:23
af thehulk
Linux mint er ekkert annað en litli bróðir Ubuntu.

Ég er ekkert rosalega ánægður með Ubuntu þessa dagana, þeir eru samt á mikilli sókn með cloud og síðan förum við rétt bráðum að sjá þetta notendaumhverfi í símum okkar.

Ég er nokkuð viss að Ubuntu eigi eftir að hlaupa fljótlega yfir mint, og þá sérstaklega þegar þeim koma með rolling distros á næstunni

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 15:40
af hkr
Er með svipaða vél og nota linux mint 14 með xfce á henni, fannst cinnamon vera aðeins of þungt í vinnslu fyrir mína vél og þvi var xfce fyrir valinu.

Getur prufað að henda upp mint með cinnamon á usb kubb og séð hvernig vélin er að höndla það og gert svo það saman með xfce.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 16:03
af Gislinn
Dagur skrifaði:Ubuntu
Ubuntu (með unity) notar meira vinnsluminni en Mint með Cinnamon. Því væri Ubuntu ekki betri kostur fyrir krissiman.
AntiTrust skrifaði:Finnst Ubuntu 12.10 með Unity alveg frábært. Mint alls ekki slæmt, og oft betra fyrir lappana, en bara fyrir Unity tæki ég Ubuntu.
Unity er ástæðan fyrir því að ég hætti að nota Ubuntu. Mér finnst Cinnamon vera töluvert meira smooth og í raun betra DE heldur en Unity.

Hinsvegar mætti segja að þetta sé einmitt stóri kosturinn við að Linux OS séu frí, maður setur bara Live USB og prufar eins mörg og maður nennir að prufa, sér svo hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki. :happy
thehulk skrifaði:Linux mint er ekkert annað en litli bróðir Ubuntu.
Linux Mint er bæði til Ubuntu-based og Debian-based, vissulega er margt sameiginlegt með Ubuntu og Mint en ég myndi frekar segja að í dag séu Ubuntu og Mint tvær greinar af sama trénu frekar en að Mint sé litli bróðir Ubuntu. Að segja að Linux Mint sé litli bróðir Ubuntu er svipað eins og að segja að Ubuntu sé ekkert annað en litli bróðir Debian.

Varðandi rolling release á ubuntu að þá hafa þeir ekki ákveðið að það verði af því enn (linkur).

EDIT: Hinsvegar verð ég að segja að ubuntu í símanum er mjög kúl, á 4 android tæki og mig er búið að dauðlanga að prufa að setja upp ubuntu á eitthvert þeirra bara til að sjá hvernig það kæmi út.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 16:16
af marijuana
jesús drengir. "Hey, ég vil lightwight linux distro" "já hey, taktu bara þyngsta(u) linux distro sem þú getur valið"

Skoðaðu Arch. Hvort sem þú kunnir eitthvað á linux fyrir eða ekki. Síðan geturu sett up WM eins og OpenBox eða Awesome. þá ertu kominn með flott distro sem er margþúsundfallt betra en Ubuntu eða Mint eins og þér er bent á að nota hér. (Ég var allavega um 1klst að setja upp og stilla kerfið eins og ég vil hafa það, Arch + AwesomeWM )

En umfram allt, ef þú endilega ætlar að velja þér eitthvað kerfi eins og Ubuntu eða Mint, þá geturu skoðað CrunchBang (Debian + OpenBox og Conky setup). Léleg vél og þá viltu hafa kerfið eins létt og þú mögulega getur, efa að þú nennir veseninu að setja upp Gentoo. x)

Hvað varðar Unity, þá er það það allra ALLRA versta sem þú getur valið fyrir lightweight kerfi. Mæli helst með einhverjum WM frekar en DE. En bestu DE sem þú getur valið væru þá XFCE og LXDE :!:

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 16:39
af Gislinn
marijuana skrifaði:jesús drengir. "Hey, ég vil lightwight linux distro" "já hey, taktu bara þyngsta(u) linux distro sem þú getur valið"

Skoðaðu Arch. ...
Mér fannst bara full hart að benda mönnum á Arch ef þeir hafa enga reynslu af Linux distroum. =D>

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 16:44
af AntiTrust
Gislinn skrifaði:
marijuana skrifaði:jesús drengir. "Hey, ég vil lightwight linux distro" "já hey, taktu bara þyngsta(u) linux distro sem þú getur valið"

Skoðaðu Arch. ...
Mér fannst bara full hart að benda mönnum á Arch ef þeir hafa enga reynslu af Linux distroum. =D>
Heldur betur, ekki beint e-ð sem þú sest niður og setur upp á litlum tíma með enga til litla reynslu. Verð þó að segja að ég hef aldrei lært eins mikið á og um linux og þegar ég setti fyrst upp Arch.

Hvað varðar Unity þá er ég alveg sammála því að það er eins þungt og það gerist í Linux heiminum - þessi lightweight setning fór bara alveg framhjá mér.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 16:56
af coldcut
Isss ekki hlusta á þá! Arch eða Gentoo og ekkert rugl!
Getur líka tékkað á Linux from scratch

annars er mint fínt ef þú ert algjör noobakaka

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 17:18
af marijuana
hehe.. Fólk á það einmitt til að ýkja soldið þegar það er að tala um að setja upp til dæmis Arch, það er alls ekki það erfitt.
Ef þú tekur þér fínann tíma í það að lesa þessa yndislegu Wiki síðu sem þeir eru með þá eru þeir með þetta detailed hvernig þú átt að setja þetta upp.

Þetta er svona --->
Partition --> mount --> pacstrap --> chroot --> Genfstab --> reboot & configure

Eina sem þið eruð hræddir við er að þið þurfið að skrifa í terminal. Allt þetta er frekar basic í skelinni, cfdisk fyrir partitioning, mount skipunin er frekar straight forward sem og að þeir leiðbeina þér vel í gegnum það í manual sem og allt annað, chroot er vel útskýrt líika (ef þess þarf, man ekki), genfstab segir allt sjálft eiginlega, gerir fstab fyrir þig sem og að stilla fstab er mjög vel útskýrt líka í manual.
Að stilla það sem þú vilt er síðan EINNIG mjöög vel útskýrt hjá þeim. Pacstrap er síðan bara þeirra forrit til að downloada kerfinu. Einnnig mjög vel documentað.
Þetta er ekki jafn flókið og maður heldur og alls ekki jafn flókið og þið haldið fram.
https://wiki.archlinux.org/index.php/Beginners%27_Guide" onclick="window.open(this.href);return false;

Ekki það að maður fái hvort eð er einhverja alvöru "reynslu" af "linux distro" með Ubuntu eða Mint, það eru distro sem eru gerð sem Windows replacement og nánast skeina þér.

Og síðan það, að ef þið hefðuð haldið áfram að lesa þá sérðu að ég bendi líka á önnur distro, Debian eða CrunchBang sem dæmi.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 18:26
af Gislinn
marijuana skrifaði:hehe.. Fólk á það einmitt til að ýkja soldið þegar það er að tala um að setja upp til dæmis Arch, það er alls ekki það erfitt.
Ef þú tekur þér fínann tíma í það að lesa þessa yndislegu Wiki síðu sem þeir eru með þá eru þeir með þetta detailed hvernig þú átt að setja þetta upp.

Þetta er svona --->
Partition --> mount --> pacstrap --> chroot --> Genfstab --> reboot & configure

Eina sem þið eruð hræddir við er að þið þurfið að skrifa í terminal. Allt þetta er frekar basic í skelinni, cfdisk fyrir partitioning, mount skipunin er frekar straight forward sem og að þeir leiðbeina þér vel í gegnum það í manual sem og allt annað, chroot er vel útskýrt líika (ef þess þarf, man ekki), genfstab segir allt sjálft eiginlega, gerir fstab fyrir þig sem og að stilla fstab er mjög vel útskýrt líka í manual.
Að stilla það sem þú vilt er síðan EINNIG mjöög vel útskýrt hjá þeim. Pacstrap er síðan bara þeirra forrit til að downloada kerfinu. Einnnig mjög vel documentað.
Hef sjálfur sett upp Arch á tölvuna hjá mér, það er alls ekki slæmt að setja það upp en ég myndi samt seint fara að mæla með því sem entry level Linux distro. Ég held bara að hinn almenni notandi myndi gefast upp á linux ef þeir myndu henda sér beint í Arch. :-"
marijuana skrifaði: Þetta er ekki jafn flókið og maður heldur og alls ekki jafn flókið og þið haldið fram.
https://wiki.archlinux.org/index.php/Beginners%27_Guide" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég hélt því aldrei fram að þetta væri eitthvað svakalega flókið, ég sagði bara að það væri hart að benda mönnum á þetta ef þeir hafa enga reynslu af Linux.
marijuana skrifaði: Ekki það að maður fái hvort eð er einhverja alvöru "reynslu" af "linux distro" með Ubuntu eða Mint, það eru distro sem eru gerð sem Windows replacement og nánast skeina þér.
Sammála, en það er ágætis platform til að fikta sig áfram ef maður vill ekki henda sér strax í djúpu laugina. :happy Einnig þá ættu flestar tölvur að keyra Mint með XFCE eða xubuntu (eins og tölvan hjá honum mun örugglega gera) og þar sem OP skrifar
krissiman skrifaði:Fékk gefins fyrir ekki svo löngu síðan Acer Aspire One og Windows er bara ekki að gera sig. Langar að setja upp eitthvað lightweight Linux distro en hef bara ekki hugmynd hvaða distro ég ætti að setja upp. Tölvan verður mjög líklega bara notuð í netráp og eitthvað svona basic stuff, hverju mælið þið með? :D
að þá taldi ég að hann væri ekki að leita af einhverju ofur-léttu stuffi (eins og Arch) heldur frekar einhverju aðeins meira user-friendly windows replacement linux-i.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 19:04
af krissiman
Hugsa að ég prófi Mint með Cinnamon, er bara að leita að einhverju frekar simple og lightweight. Ef ég prófa Linux almennilega aftur á móti þá prófa ég örugglega Gentoo eða Arch og það á hinum lappanum :D

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 19:55
af coldcut
Menn verða aðeins að spá í því líka að Linux er í flestum tilfellum mun léttara í keyrslu heldur en windows-kerfin. Þegar menn eru að koma úr windows-heiminum þá er Linux létt í keyrslu og það er bara staðreynd.

En að ráðleggja þeim sem eru að setja upp sitt fyrsta Linux að setja upp Arch er náttúrulega alveg útí kött! Ég mundi sjálfur telja mig vanan Linux-mann en ég er kominn yfir Arch/Gentoo fikt, ég vil bara distro sem virkar out of the box og ég þarf ekki að eyða tíma í að stilla í drasl. Í augnablikinu er ég að nota Fedora en hef áður mest notað Ubuntu.

Q: How do you know if someone is running Arch?
A: Don't worry, he'll tell you...

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 21:44
af marijuana
@Gíslinn
ÞÚ varst ekki að segja að Arch væri svakalega flókið, en lestu síðan það sem coldcut skrifar, hann er að setja þetta í flokk með Gentoo og LFS.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 21:47
af CendenZ
Coldcut hatar linuxmint því það er ekki nógu 1337 :lol:

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 22:29
af beatmaster
Þið þessir Linux gæjar eru alveg eins og vinstri menn, ekki sammála um neitt (ekki einusinni það sem að þið eruð sammála um) og splittist upp í óendanlega mismunandi hópa... (hvað eru aftur mörg distro?) skiljið svo ekkert í af hverju sérhvert ár síðustu 15 ár var ekki "The year of the Linux", well whatever...

Ekki vera að baslast í þesu Linux byrjenda dóti og helltu þér í þetta

:guy


Ég er annars að öllu gamni slepptu mjög sáttur við þennann þráð, er í pinu Linux pælingum þessa dagana og er einmitt búinn að vera að leyta að svona feedback-i

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 22:46
af Gislinn
beatmaster skrifaði:Þið þessir Linux gæjar eru alveg eins og vinstri menn, ekki sammála um neitt (ekki einusinni það sem að þið eruð sammála um) og splittist upp í óendanlega mismunandi hópa... (hvað eru aftur mörg distro?) skiljið svo ekkert í af hverju sérhvert ár síðustu 15 ár var ekki "The year of the Linux", well whatever...

Ekki vera að baslast í þesu Linux byrjenda dóti og helltu þér í þetta

:guy


Ég er annars að öllu gamni slepptu mjög sáttur við þennann þráð, er í pinu Linux pælingum þessa dagana og er einmitt búinn að vera að leyta að svona feedback-i
=D> Varðandi hvað þetta eru mörg distro þá hef ég smá mynd að sýna þér. :guy

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 23:00
af dori
Ég notaði Ubuntu svolítið á mínar persónulegu vélar þangað til rétt áður en þetta Unity dót tók við. Þá fór ég í Debian og er mjög sáttur. Annars er þetta allt fínt, veldu bara eitthvað og haltu þig við það í smá stund þangað til þú áttar þig á þessu.

Þetta er allt svipað nema með smá mismunandi áherslum. Ef þú kannt almennilega á eitt kanntu á þetta allt. Öll basic vinnsla kemur gefins með öllum þessum helstu kerfum (Debian, Fedora, Mint, Ubuntu). Þú þarft bara að rúlla í gegnum "next next next" og þá ertu með forrit fyrir allt sem þú getur hugsað þér.

Svo er það helsta sem þarf að hafa í huga að vera ekki að leita að "eitthvað windows forrit á linux" því að það eru yfirleitt einhverjir klikkhausar sem eru að reyna að keyra það á linux og segja frá því hversu langt þeir hafa náð. Það er best að venja sig á það að nota "Software Center" eða hvað sem það heitir á því kerfi sem þú ert á og leita að verkinu sem þú ert að reyna að leysa.

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Mán 28. Jan 2013 23:07
af coldcut
CendenZ skrifaði:Coldcut hatar linuxmint því það er ekki nógu 1337 :lol:
hahaha þú hafðir náttúrulega fetish fyrir Mint. En ég skal vera fyrsti maðurinn til að játa það að með árunum fórstu að hafa rétt fyrir þér. Fyrir tveimur árum hefði ég ráðlagt mönnum að setja upp Ubuntu sem fyrsta distró en nú er það Mint all the way. Hef prófað það og sá að það var frábært fyrir byrjendur (alveg eins og Ubuntu *var*).

Ég leit alltaf á mint sem eitt af tugum Ubuntu-spins sem myndu deyja á 2 árum but boy was I wrong! Nú eru þeir Ubuntu-spin sem er meira notaður en Ubuntu sem er steikt!

Re: Hvaða linux distro?

Sent: Þri 29. Jan 2013 00:45
af Carc
OK ok

Hérna eru mín "two cents".

Lubuntu : lubuntu.net

Crunchbang : crunchbang.org

Puppy : puppylinux.com

kíktu svo við á distrowatch.com þar er ágætt yfirlit af distros.