Síða 1 af 2

Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:26
af Vignirorn13
Sælir/ar vaktarar.

Ég er að klára grunnskóla og er að fara í framhaldsskóla og ég var að spá með tölvufræði ? Hvaða skóla þið mælið með? Var að skoða Tækniskólann er eitthvað varið í hann eða ? Hvaða braut mynduð þið mæla með að fara á ef þú ætlast til aðfara í nám tengt tölum.? Hvað er í boði eftir stúent ? Allar hugmydnir þegnar! :megasmile

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:35
af Sallarólegur
Ef þú ert að pæla í tölvunámi eftir framhaldsskóla þá er mælt með því að taka braut sem inniheldur margar stærðfræðieiningar, 20+, t.d. náttúrufræðibraut.

Mæli með því að fara í skóla með bekkjarkerfi, útskrifaðist fyrir 2 árum, og allir sem ég þekki sem eru ekki enn búnir með stúdentinn segja 'ég vildi óska þess að ég hefði farið í bekkjarkerfi'.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:37
af Vignirorn13
Sallarólegur skrifaði:Ef þú ert að pæla í tölvunámi eftir framhaldsskóla þá er mælt með því að taka braut sem inniheldur margar stærðfræðieiningar, 20+, t.d. náttúrufræðibraut.

Mæli með því að fara í skóla með bekkjarkerfi, útskrifaðist fyrir 2 árum, og allir sem ég þekki sem eru ekki enn búnir með stúdentinn segja 'ég vildi óska þess að ég hefði farið í bekkjarkerfi'.
Er ekki bekkjakerfi í Tækniskólanum ? ég var að spá að taka tölvufræði braut þar! er það sniðugt ? er að pæla í tölvunámi.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:42
af KrissiP
Ég er í bekkjakerfi og ég verð að vera hérna í 4 heil ár. Vilti óska að skólinn hérna væri með fjölbraut

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:47
af Kristján Gerhard
Iðnnám t.d. rafeindavirkjun + það sem vantar uppá stúdent. (bæta við stærðfræði og forritun ef hægt) Taka svo tölvunarfræði eða álíka í háskóla.

Iðnnám er under-rated og gefur þér alltaf eitthvað fallback ef eitthvað kemur uppá. Tæknimenntað fólk með iðnmenntun er líka mjög eftirsótt í atvinnulífinu.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:48
af Einsinn
Myndi mæla með bekkjarkerfi og náttúrufræðibraut til að undirbúa þig betur undir háskólanám í tölvunarfræði, fór sjálfur í tækniskólann og ef ég fengi að velja aftur myndi ég velja öfugt og fara í bekkjakerfi og náttúrufræðibraut :)

just my 2cents

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:50
af Vignirorn13
Ok, Takk fyrir svörin. Þannig það er ekkert sniðugt að taka tölvufærðibraut í framhaldskólnum eða ?

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:51
af Sallarólegur
KrissiP skrifaði:Ég er í bekkjakerfi og ég verð að vera hérna í 4 heil ár. Vilti óska að skólinn hérna væri með fjölbraut
Þetta sagði ég líka... maður kann ekki að meta bekkjakerfi fyrr en maður klárar menntaskólann, allavega í mínu tilfelli. Rétt náði að klára á réttum tíma. Ef ég hefði verið í fjölbrautarkerfi væri ég örugglega ennþá að 'dunda' að ná í eina og eina einingu, eins og margir gera - alltof lengi.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 17:59
af Vignirorn13
Eins og er bý ég á Suðurnesjunum (Reykjanesbæ) og er þá sniðugast bara að fara í fss hér og á nátturufræðibraut eða ? edit- líka hægt að taka þessa braut í kef. - http://fss.is/namid/brautir/TFB111/" onclick="window.open(this.href);return false; og svo viðbót og svo stúdent ? er eitthvað varið í það eða ?

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:06
af dorg
Taktu náttúrufræðibraut, með góðu vali af raungreinum, þá hefur þú alla valkosti eftir stúdent, hugsanlega verður þú algjörlega orðinn afhuga tölvum og því sem þeim viðkemur þá.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:10
af Vignirorn13
dorg skrifaði:Taktu náttúrufræðibraut, með góðu vali af raungreinum, þá hefur þú alla valkosti eftir stúdent, hugsanlega verður þú algjörlega orðinn afhuga tölvum og því sem þeim viðkemur þá.
Já ok, Einhver sniðurugur skóli í Reykjavík til að taka þessa braut á ? Eða bara taka hana í fss hér ´kef ? :megasmile

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:13
af dorg
Það skiptir meira máli hvernig þú ástundar námið en hvað skólinn heitir. Ef þú þarft að eyða 2 tímum á dag í að fara fram og til baka í skóla er það hellings tími sem hægt er að nota í annað.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:28
af tdog
Farðu í iðnnám, stúdentspróf gefur þér ekki SHIT í lífinu nema vesen við að finna þér almennilega vinnu,.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:29
af Kosmor
Ég mæli sterklega með tölvubraut í Tækniskólanum með stúdentsáherslu á raungreinar. Þ.e.a.s. ef þú hefur brennandi áhuga á tölvutengdum greinum. (ekki hugsa ég hef gaman af tölvuleikjum og þá hlít ég að hafa gaman af tölvufræði... það er tvennt ólíkt) það er hægt að taka 24-27 einingu í STÆ og allt upp í 12 einingar í EÐL-EFN ásamt Náttúrufræði án þess að fara langt úr frá brautini og hægt að klára á undir 4 árum ef þú heldur vel á spöðunum.

Bæði tölvufræðibraut HR og HÍ hafa verið og eru virkilega ánægðir með fólk sem kemur úr Tækniskólanum og hafa lofað þeim fyrir frammúrskarandi grunnþekkingar á sviðinu.

Bætt við:

Ég verð samt að endurtaka: Tölvunarfræði er EKKI það sama og að spila tölvuleiki allan daginn.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:29
af urban
dorg skrifaði:Það skiptir meira máli hvernig þú ástundar námið en hvað skólinn heitir. Ef þú þarft að eyða 2 tímum á dag í að fara fram og til baka í skóla er það hellings tími sem hægt er að nota í annað.

mjög góður punktur

alveg sama hvað skólinn heitir, það er hugsunin hjá þér sem að ræður mestu um það hvernig lokatölur úr skóla líta út.
og já, hátt í 2 tíma á dag er alveg hægt að læra í þó það væri ekki nema helminginn að því og vera þá betur staddur jafnvel.

en annars myndi ég hiklaust mæla með iðnnámi, stúdentinn gefur þér í raun bara ávísun á áframhaldandi skólagöngu, iðnnámið gefur þér starfsréttindi

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 18:44
af kubbur
Ef þú vilt flýta fyrir þá gætirðu farið i menntastoðir, tekur i menntastoðum stæ 100 og 200, ísl 100 og 200, ens 100 og 200 og dönsku 100, auk grunns i office og bókfærslu 100, tekur 5 mánuði og getur eftir það farið i grunndeildirnar i háskólunum eða haskolabru uppi a asbru

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:10
af birgirdavid
Farðu í Vélstjórn, þú sérð ekki eftir því þegar þú hefur klárað það :)

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:14
af hfwf
kubbur skrifaði:Ef þú vilt flýta fyrir þá gætirðu farið i menntastoðir, tekur i menntastoðum stæ 100 og 200, ísl 100 og 200, ens 100 og 200 og dönsku 100, auk grunns i office og bókfærslu 100, tekur 5 mánuði og getur eftir það farið i grunndeildirnar i háskólunum eða haskolabru uppi a asbru
Hann er ekki nógu gamall í það.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:19
af Klemmi
tdog skrifaði:Farðu í iðnnám, stúdentspróf gefur þér ekki SHIT í lífinu nema vesen við að finna þér almennilega vinnu,.
Fyrir utan greiða aðgöngu í háskóla?

Ef ég tek pabba sem dæmi, hann er með meistarapróf sem rafvirki, samt sem áður var gerð krafa um að hann kláraði stúdentspróf áður en hann fengi inngöngu í lögfræði við HÍ.

Annars tryggir próf úr iðnnámi þér ekkert nema starfsmöguleika í mjög afmörkuðu sviði.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:25
af Vignirorn13
Hvor leiðin er sniðugari ?

1) Fara í Tækniskólann og í Tölvufærði braut og svo í nám til að fá stútendspróf og svo í Háskóla ?
eða ?
2) Fara í Fjölbrautaskóla í Reykjanesbæ (fss) og á nátturufræðibraut og svo í meira nám til aðfá stútendspróf og svo í Háskóla ?

Hvað haldið þið að sé sniðugara ? og meigið koma með góða útskýringar :) Annars takk fyrir öll svörin! :)

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:25
af Plushy
Er ekki náttúrufræðibraut alltaf til stúdents?

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:26
af Kosmor
Klemmi skrifaði:
tdog skrifaði:Farðu í iðnnám, stúdentspróf gefur þér ekki SHIT í lífinu nema vesen við að finna þér almennilega vinnu,.
Fyrir utan greiða aðgöngu í háskóla?

Ef ég tek pabba sem dæmi, hann er með meistarapróf sem rafvirki, samt sem áður var gerð krafa um að hann kláraði stúdentspróf áður en hann fengi inngöngu í lögfræði við HÍ.

Annars tryggir próf úr iðnnámi þér ekkert nema starfsmöguleika í mjög afmörkuðu sviði.
Nema að Iðnnámi loknu er hægt að bæta við einu ári og fá stúdentspróf..
Ég held að hann sé að tala um að taka iðnnám með viðættu stúdentsprófi. þannig ef allt fer á versta veg hefur hann iðnnámið uppá að hlaupa.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 19:28
af kubbur
hfwf skrifaði:
kubbur skrifaði:Ef þú vilt flýta fyrir þá gætirðu farið i menntastoðir, tekur i menntastoðum stæ 100 og 200, ísl 100 og 200, ens 100 og 200 og dönsku 100, auk grunns i office og bókfærslu 100, tekur 5 mánuði og getur eftir það farið i grunndeildirnar i háskólunum eða haskolabru uppi a asbru
Hann er ekki nógu gamall í það.
Hann fær undanþágu i gegnum menntastoðir

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 20:07
af Tbot
Náttúrufræðibraut og bæta við stæ.
Þá er betra að taka eðlisfræðibraut. Aðeins erfiðari að sumu leiti en skilar þér betri grunn. Náttúrufræðin er miklu betri ef þú ætlar í lækninn eða slíkt.

Til að komast í háskóla þarftu stúdentspróf. Hvaða leið þú ferð að því það er misjafnt.

Tölvunarfræði, kerfisfræði og slíkt snýst mjög mjög lítið um leiki.

Bekkjarkerfi eða áfanga. Bekkjarkerfið veitir þér meira aðhald en tekur lengri tíma.
Áfangakerfið, þá þarft þú að hafa aga á sjálfan þig, en þú getur klárað hraðar.

Re: Nám eftir grunnskóla

Sent: Mán 21. Jan 2013 20:19
af Magni81
tdog skrifaði:Farðu í iðnnám, stúdentspróf gefur þér ekki SHIT í lífinu nema vesen við að finna þér almennilega vinnu,.
Það er eiginlega öfugt farið í dag. Færð ekki shit með iðnnám (engin spes laun). En þú verður að hafa stúdent til að komast í Háskóla. Ef þú ætlar í Háskóla bara með gráðu iðnnámi þá þarftu að taka frumgreinadeild. Sem er yfirleitt 2 ár.
Ísland er bara orðið svo mikið Háskóla samfélag. Færð ekki neitt í dag nema að hafa Háskólagráðu. Í gamla daga gat duglegt og gáfað fólk unnið sig upp í bönkum, skrifstofufyrirtækjum og.fl. án neinnar menntunar en í dag eru svo margir með háskólagráðu að annað fólk á ekki sjens í stöðurnar.
Þegar ég var ungur þá tók ég bara iðnnám í smíði. Sé mikið eftir því í dag. Er í Háskóla núna rúmlega þrítugur að ná mér í meiri menntun til þess að auka innkomuna.

Taktu náttúrufræðibraut í Fs og kláraðu stúdent. Farðu svo í Háskóla í tölvunarfræði.