Síða 1 af 1

vantar hjálp við val á 22" TV

Sent: Fös 18. Jan 2013 12:33
af kax
góðan dag vaktar!
ég er að leita að 22" eða 24" sjónvarpi fyrir 16 ára stelpu, en ég er svo lítið að mér í sjónvarpsmálum að ég get ekki komist að informed niðurstöðu þannig mér vantar ykkar hjálp,
helst 1080p en 720p virkar örugglega líka er bara ekki jafn future proof er það nokkuð?
aðal notkun væru þættir þannig helst að hafa HDMI og USB fyrir notkun með flakkara
budget 50.000 eða minna:)
og eitt annað, hvar er best að versla sjónvörp í dag? með tilliti til ábyrgðar, tech support og þjónustu... og verði auðvitað!
kærar þakkir KAX

Re: vantar hjálp við val á 22" TV

Sent: Fös 18. Jan 2013 14:57
af kjarrig
Var í sömu málum og þú. Keypti bara Dell 27" monitor sem er 1080p, lagði netkapall inní herbergið hennar, fékk aukaafruglara, tengt með HDMI úr afruglara í sjónvarp, svo hljóðsnúru úr monitor-num í hljómtækin hennar og voila, komin með fínt sjónvarp. Og ef flakkarinn er með HDMI út, þá er virkar þetta líka . Hún stjórnar sinni dagskrá, ekki háð því hvað er verið að horfa á frammi í stofu. Hún er svo með tölvu þar sem hún getur tengt með HDMI snúru í monitorinn. Er með sjónvarpið í gegnum ljósleiðara frá Vodafone. Þetta er monitorinn, https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... 10b1bbb135" onclick="window.open(this.href);return false;, hann var á tilboði áður, þá á 59.990.

Edit: Ef þú getur farið þessa leið, þá er nóg af skjám fyrir þig í þessari stærð, getur kíkt hjá Tölvutek, skjáir frá rúmlega 22.000 og uppúr.

Re: vantar hjálp við val á 22" TV

Sent: Fös 18. Jan 2013 17:43
af kax
sæll, takk fyrir gott svar en eitt sem mér langar að vita
ertu að borga tvöfalt áskriftargjald? góð tillaga sammt!

Re: vantar hjálp við val á 22" TV

Sent: Fös 18. Jan 2013 18:33
af hagur
Auka afruglari kostar 5-700 kall á mán. ef þú ert með sjónvarp yfir adsl/ljósnet/ljósleiðara. Vel þess virði.