Ég gerði þráð hér fyrir rúmum 3 mánuðum um glænýja tölvu sem gefur enn þann í dag stöðugt "flautuhljóð" frá sér [heyrist í myndskeiði hér fyrir neðan].
Rétt í þessu var ég að setja inn nýjann SSD í tölvuna og ákvað að prófa að setja örgjörvaviftuna í annað 4 pin tengi og viti menn,
þegar ég kveikti á tölvunni var hún algjörlega hljóðlaus fyrir utan það að móðurborðið gaf frá sér þetta þvílika píp og vildi ekkert hafa viftusnúruna þarna.
Þess má einnig geta að þegar ég skrolla niður á vefsíðum verður flautið að einskonar jarmi í takt við flautið
Ég er orðinn hundleiður á þessu flauti og langaði bara að vita hvort menn hefðu lausn á þessu eða hvort móðurborðið sé bara bilað.
Hér er myndskeið til útskýringar.
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 00:41
af Yawnk
Búinn að prófa aðra viftu?
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 00:55
af Solstice
Nei reyndar hef ég ekki látið mér detta það í hug. Kannski reyni ég að finna einhverja 4 pin sem passar á þetta. En hljóðið er ekki í viftunni því hljóðið ágerist bara þegar ég stoppa hana.
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:04
af bulldog
er fugl inn í tölvunni
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:04
af Garri
Hmmm... fljótur að sjá hvort það er viftan, tekur hana bara úr sambandi í einhverjar sekúndur.. gerist ekkert og jafnvel þótt örrinn hitni, slekkur á sér.
Ef hljóðið hverfur ekki við að taka viftuna úr sambandi, prófaðu þá að hafa slökkt á henni og farðu yfir allt móðurborðið með myndavél. Heyrir vel hvaðan hljóðið kemur og getur í framhaldi gúglað.
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:07
af worghal
coil whine ?
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:11
af AciD_RaiN
worghal skrifaði:coil whine ?
Líklegast ekki. Það er coil whine í skjákortinu mínu þegar það er í blússandi botni (ekkert mikið) og það er meira eins og eitthvað "lágt hátíðnihljóð"
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:32
af Solstice
Viftan fer í gang þegar ég tengi hana í annað 4 pin tengi en þá kemur error beep og ég vil helst forðast það.
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:34
af AciD_RaiN
Solstice skrifaði:Viftan fer í gang þegar ég tengi hana í annað 4 pin tengi en þá kemur error beep og ég vil helst forðast það.
Afhverju varstu að tengja hana í annað tengi? Ertu búinn að prófaa að taka hana alveg úr sambandi og athuga hvort þetta hættir?
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:39
af Solstice
AciD_RaiN skrifaði:
Solstice skrifaði:Viftan fer í gang þegar ég tengi hana í annað 4 pin tengi en þá kemur error beep og ég vil helst forðast það.
Afhverju varstu að tengja hana í annað tengi? Ertu búinn að prófaa að taka hana alveg úr sambandi og athuga hvort þetta hættir?
Mér datt bara í hug að prófa það, en ég prófaði að rífa viftuna úr sambandi og þá hætti hljóðið.
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 01:51
af AciD_RaiN
Þá þarftu bara að kaupa þér einhverja kælingu... Þarf ekki að kosta mikið
Re: Flautuhljóð í tölvu.
Sent: Sun 13. Jan 2013 02:09
af Solstice
Snilld, geri það. Mögulega furðulegasta vesen sem ég hef lennt í tho, en takk fyrir hjálpina boys