Síða 1 af 1

Baka 8800GT

Sent: Sun 13. Jan 2013 00:02
af ozil
Sælir
Ég er með gamalt GeForce 8800 GT sem er broken, koma rauðir punktar og grænar línur á skjánum hjá mér.

Ég hef séð á netinu að menn hafi náð að laga þetta með því að baka skjákortið sitt í ofni í skamman tíma til þess að lóða það uppá nýtt.

Mig langaði bara að vita hvort einhver hafi einhverskonar reynslu í þessum málum eða hafi heyrt eitthvað um þetta?

Re: Baka 8800GT

Sent: Sun 13. Jan 2013 00:54
af Allinn
Ég hef prófað þessa bökunar aðferð, og hún svínvirka skal ég segja þér. Ég var með svipað vanamál eins og hjá þér með mitt gamla 8800GTS hef náð að laga það tvisvar sinnum með þessari aðferð. En ég myndi samt bara fara vel yfir öll þessi guides sem þú finnur á netinu.

Re: Baka 8800GT

Sent: Sun 13. Jan 2013 01:44
af Stuffz
Allinn skrifaði:Ég hef prófað þessa bökunar aðferð, og hún svínvirka skal ég segja þér. Ég var með svipað vanamál eins og hjá þér með mitt gamla 8800GTS hef náð að laga það tvisvar sinnum með þessari aðferð. En ég myndi samt bara fara vel yfir öll þessi guides sem þú finnur á netinu.
sjaldan er gott skjákort of oft bakað :sleezyjoe

Re: Baka 8800GT

Sent: Sun 13. Jan 2013 01:51
af beggi90
Hef prófað bæði að baka í ofni og með hitabyssu/hitastöð og það er lang þægilegast að gera þetta með hitabyssu/hitastöð.
40 sek m. hitabyssu á ca. 300-400°er hefur reynst mér nóg ca 5 cm frá kubbnum.
Getur samt búist við að þetta endist bara í svona 3 mánuði með þeim aðferðum.

Hef alltaf ætlað að fara að skoða reballing en aldrei komið mér í það.

Re: Baka 8800GT

Sent: Sun 13. Jan 2013 13:00
af tdog
Fyrst þið eruð að tala um hitastig, þá er við hæfi að koma því á framfæri að sílikonið í IC rásum, séu þær í keramikhúsi þolir ekki mikið meiri hita en 120 gráður. Sé IC rásin í plasthýsingu þolir hún ekki meira en 100 gráður. Hafið þetta í huga og gangi ykkur vel í bakstrinum ;)