Val á veggfestingu fyrir 55" sjónvarp
Sent: Mán 07. Jan 2013 03:35
Ég er að spá í að kaupa mér veggfestingu fyrir 55" sjónvarpið mitt á morgun og hef verið að skoða svona arma frá Vogels. Þessi (VOG-WALL1325) er ágæt en ég er samt meira að spá í þessari (VOG-WALL1345) þar sem það er hægt að draga sjónvarpið 53cm frá veggnum með henni en bara 32.5cm með hinni. Ég er með stofuskápa beggja megin veið sjónvarpið sem eru 41cm djúpir og það er ekki það mikið pláss sitt hvoru megin við sjónvarpið til þess að geta tengt eitthvað aftaní það auðveldlega svo það væri mikill kostur að geta dregið það lengra út en 41cm.
En hvernig er samt með þessa fyrri, er hægt að komast auðveldlega að tengingum aftaná sjónvarpinu þó það fari ekki út fyrir dýpt skápanna með því að halla því til hliðar í leiðinni? Einhver hér með reynslu af svona festingum?
En hvernig er samt með þessa fyrri, er hægt að komast auðveldlega að tengingum aftaná sjónvarpinu þó það fari ekki út fyrir dýpt skápanna með því að halla því til hliðar í leiðinni? Einhver hér með reynslu af svona festingum?