Síða 1 af 1
Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 19:31
af vesi
Sælir vaktarar.
Var að spá, Nú er ég á þannig vinnustað að loftið þar er ekki mjög tölvuholt, allur málmur oxi-terast. þetta gerir það að verkum að við skiptum um skrifstofu tölvu minst einu sinni á ári, en þó vegna þess að tengi aftaná usb og lan missa samband.
Vitið þið um eithvað spray cleaner eða álíka sem vær hægt að spray-a inn í þau og þurka úr svo með eyrna pinna eða eithvað.
Ráð vel þeginn.
kv. vesi
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 19:41
af playman
Electronical cleaner? færð það í úðabrúsa og það hefur þrifið allan fjandan hjá mér, en það fer ekkert rosalega vel með plast.
Svo er kanski spurning að redda sér 99% spritt og blanda út í það smá af matarsóda, og setja það í einhverskonar sprautukönnu eða airbrush könnu,
það ætti að losa þig alveg við Oxunina án þess að skemma eitthvað.
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 19:44
af vesi
hey svalt, hvar fynnur maður þetta á klakanum
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 19:51
af playman
Electronical cleaner ættiru að fá í t.d. miðbæjarradíó
99% spritt áttu að geta fengið í frigg-mjöll og matarsódin bara í næstu verslun
Könnurnar ættiru að fá bara í næstu biko eða húsasmiðju verslun.
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 19:52
af Moldvarpan
Ef þetta er að gerast árlega fyrir tölvu vegna tæringar, hvernig væri þá að verja tölvu tengin með einhverri feiti? En feitin mætti ekki leiða, t.d setja smá WD-40 í klút og nudda því yfir tengin eða e-h álíka.
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 20:00
af vesi
veistu maður segir þetta alltaf.. svo bara einhvernveginn gleymir maður þessu. maður hefur verið duglegur að hirða upp litlu vélarnar hér og annarstaður.
var líka spá í hvernig feiti væri best til þess fallið??
Þakka skjót og góð svör playman.
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 20:24
af DabbiGj
n1 eiga til rafleiðandi feiti, ég myndi prófa frekar að púsas upp tengi þarsem það er hætt við að feitin fari að smita
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 21:14
af vesi
Flott mál. Geri test á morgun. takk fyrir mig
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 22:12
af axyne
Ertu nálagt klórgasi eða jarðhitavirkjun ?
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 22:15
af vesi
nei. blöndu af sýrum
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 22:21
af playman
Ein spurning, geturu ekki byggt kassa yfir vélina með 1 slöngu sem lyggur út í glugga og svo er vifta inní kassanum sem sækir ferskt loft út?
Þannig gæturu sloppið við þetta vesen
Re: Þrif á tengjum
Sent: Mið 02. Jan 2013 22:26
af vesi
jú vissulega væri það hægt, bara vesenið hefur aldrei verið það mikið að það hefur verið farið út í það.