Síða 1 af 1

Að fá Core Temp til að starta sjálfkrafa

Sent: Lau 22. Des 2012 13:37
af Swooper
Sælir,
ég býst við að margir hér kannist við Core Temp, en fyrir þá sem ekki vita er það lítið forrit sem fylgist með hitastiginu á örgjörvanum, hverjum kjarna fyrir sig, og sýnir það í system tray. Það er valmöguleiki í stillingunum á því að það startist alltaf með Windows, en frá og með Win7 hefur sá fídus ekki virkað hjá mér. Veit einhver um workaround? Ég er búinn að prófa að setja shortcut í StartUp möppuna, breytti engu. Ég hélt að þetta tengdist því að CT þarf admin réttindi til að keyra, en svo komst ég að því að einhver Asus hugbúnaður fyrir móðurborðið mitt keyrir upp án vandræða við startup (þarf að slá inn admin password fyrir það í hvert skipti).

Kann einhver trixx?

Re: Að fá Core Temp til að starta sjálfkrafa

Sent: Sun 23. Des 2012 01:18
af Swooper
B.u.m.p.

Enginn?

Re: Að fá Core Temp til að starta sjálfkrafa

Sent: Sun 23. Des 2012 01:21
af AciD_RaiN
File>settings>general og haka í neðsta kassann sem er "start core temp with windows" <--- Virkar þetta ekki?? Ef þú ferð svo í display geturðu valið "Start core temp minimized" þannig að það fer alltaf niður í taskbarinn... Annað veit ég ekki...

Re: Að fá Core Temp til að starta sjálfkrafa

Sent: Sun 23. Des 2012 01:30
af SteiniP
http://www.sevenforums.com/tutorials/67 ... p-log.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Að fá Core Temp til að starta sjálfkrafa

Sent: Sun 23. Des 2012 03:14
af Swooper
AciD_RaiN skrifaði:File>settings>general og haka í neðsta kassann sem er "start core temp with windows" <--- Virkar þetta ekki?? Ef þú ferð svo í display geturðu valið "Start core temp minimized" þannig að það fer alltaf niður í taskbarinn... Annað veit ég ekki...
Nei, þetta virkar nefninlega ekki. Virkaði ekki á gömlu tölvunni minni með Win7, ekki á nýju með Win8 heldur.
Takk, prófa þetta (einhvern tímann þegar klukkan er ekki að ganga fjögur um nótt...). :happy