Síða 1 af 1

Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Mið 19. Des 2012 23:34
af Leó Löve
Kannast einhver við svona vandamál? Filar breytast í foldera sem síðan eru tómir. Um er að ræða tónlist þar sem lögin týnast og tómir folderar með sama nafni eru komnir í staðinn.
Hvers vegna gerist þetta?

Kveðja Leó löve

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 00:13
af fannar82
lol, ég er orðinn alltof þreyttur, ég las "Fílar breytast í foreldra"

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 00:14
af intenz
fannar82 skrifaði:lol, ég er orðinn alltof þreyttur, ég las "Fílar breytast í foreldra"
Hahahaha :megasmile

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 00:36
af inservible
Aldrei heyrt þetta. Hvaða stýrikerfi ertu með?

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 00:58
af AciD_RaiN
fannar82 skrifaði:lol, ég er orðinn alltof þreyttur, ég las "Fílar breytast í foreldra"
Ég var einmitt að spá hvort þessi maður væri á einhverjum sterkum efnum :lol: Lesblinda á lágu stigi getur verið skemmtileg stundum :megasmile

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 01:03
af FuriousJoe
fannar82 skrifaði:lol, ég er orðinn alltof þreyttur, ég las "Fílar breytast í foreldra"

Las þetta líka.... ö.ö

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 02:08
af danniornsmarason
FuriousJoe skrifaði:
fannar82 skrifaði:lol, ég er orðinn alltof þreyttur, ég las "Fílar breytast í foreldra"

Las þetta líka.... ö.ö
sama hér :crazy

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 02:45
af kubbur
Sama.hér, hefði sagt skrár frekar en filar

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 09:20
af beggi90
Eru þetta allar tónlistarskrárnar eða bara t.d .mp3 sem eru allar orðnar að möppum?

Ef þetta er bara ein skráartegund sem fór í rugl þá er þetta líklega það sem þú þarft að gera: Slóð
Eða þetta: Slóð

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 10:38
af Legolas
fannar82 skrifaði:lol, ég er orðinn alltof þreyttur, ég las "Fílar breytast í foreldra"

hehehe ég líka :oops:

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 14:57
af Leó Löve
Já, ég hefði átt að segja skrár breytast í möppur. En hitt var samt sniðugt, Norðmenn kalla t.d. skrár fíla.
En að efninu. beggi90 er með tillögu sem ég er ekki viss um að sé lausn fyrir mig. Skráin sjálf er horfin og tóm mappa kominn í staðinn. Sé ekki hvernig ég get náð skránni til baka.
Ég er með Windows 7 og þetta eru mp3 skrár.

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 15:12
af Garri
Hér í gamla daga breytti ég skrá í folder og folder í skrá með einu attribjúti.. eða með einum bita í tveimur samsettum bætum.

NFTS er með svipaða grunn hugsun, það er, Directory taflan er entry í skrár eða linkur á lista yfir skrár (folder), útfærsluna hef ég ekki kynnt mér en grunar sterklega að þú eigir að geta breytt skránni til baka auðveldlega. Leitaðu að "convert file to folder NFTS" og "convert folder to file NFTS" og álíka.

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 15:22
af intenz
Leó Löve skrifaði:Já, ég hefði átt að segja skrár breytast í möppur. En hitt var samt sniðugt, Norðmenn kalla t.d. skrár fíla.
Enda er fíll á norsku "elefant" þannig það verður enginn ruglingur eins og hjá þér. :D

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 15:47
af playman
Ertu búin að víruskanna, ef svo er með hvaða forriti þá?
Einnig myndi ég nota online skanner t.d.
http://www.bitdefender.com/scanner/online/free.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.pandasecurity.com/homeusers/ ... ctivescan/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://personalfirewall.comodo.com/scan/avscanner.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Eftir það myndi prófa að keyra filescavenger
http://www.snapfiles.com/get/filescavenger.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ertu búin að setja á "show hidden files, folders and drives" og skoða tómu möppurnar?
Hvað seigir tölvan þér ef að þú hægri klikkar á "laga" möppuna og velur properties, hvað er hun stór? (semsagt mappan sem var mp3 fæll áður)

Re: Fílar breytast í Foreldra!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 15:47
af AciD_RaiN
Leó Löve skrifaði:Kannast einhver við svona vandamál? Fílar breytast í foreldra sem síðan eru tómir. Um er að ræða tónlist þar sem lögin týnast og tómir foreldrar með sama nafni eru komnir í staðinn.
Hvers vegna gerist þetta?

Kveðja Leó löve
Þegar ég las þetta svona þá var ég alveg RIIIIIISASTÓRT spurningamerki... Hélt að maðurinn væri eitthvað mikið veikur...

Annars er kannski komið nóg af off topic en ég hef aldrei heyrt um þetta vandamál þannig ég ætla bara að þegja :-#

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 16:21
af gRIMwORLD
Getur verið að þetta sé external diskur hjá þér og þú með þetta tengt við Cisco router?

http://homecommunity.cisco.com/t5/Wirel ... d-p/504192" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 17:20
af beggi90
Leó Löve skrifaði:Já, ég hefði átt að segja skrár breytast í möppur. En hitt var samt sniðugt, Norðmenn kalla t.d. skrár fíla.
En að efninu. beggi90 er með tillögu sem ég er ekki viss um að sé lausn fyrir mig. Skráin sjálf er horfin og tóm mappa kominn í staðinn. Sé ekki hvernig ég get náð skránni til baka.
Ég er með Windows 7 og þetta eru mp3 skrár.
Ef þetta eru allar .mp3 skrár í tölvunni sem verða að möppum gæti neðri tillagan hentað þér. (prófa að dl .mp3 skrá og sjá hvort hún verði að möppu?)
Ef ekki þá veit ég ekki hvað í fjandanum er í gangi.

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 18:36
af Leó Löve
Þetta er external diskur sem tengur er við WD HD Live Player.

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fim 20. Des 2012 18:39
af Leó Löve
Þetta er external diskur og ég er með Cisco Network Magic Pro hugbúnað og vélunum sem eru á netinu. Diskur er oftast tengdur við WD HD Live Player.

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fös 21. Des 2012 00:23
af TraustiSig
Ég myndi byrja á því að scanna diskinn eftir villum. Hef séð þetta gerast þegar að diskur er að bila. Bæð físískt og þegar skráartaflan er að hrynja.. notaðu WINDLG t.d. :)

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Fös 21. Des 2012 18:09
af Leó Löve
Ég er með Hard Disc Sentinet forritið. Það sýnir að diskurinn sé í lagi. Er að skanna diskinn enn frekar með því forriti. Ég er búinn að útiloka að WD HD Live spilarinn sé að velda þessu. Þetta heldur áfram ða gerast þegar diskurinn er tengdur beint við tölvuna. Þetta verður framhaldssaga...

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Lau 22. Des 2012 20:31
af Leó Löve
Það fannst ekkert að disknum. Skannaði hann með AVG vírusvörn, online scann og með Disk Sentinel. Gat bjargað gögnum með filescavenger. Það var frábært að tapa engum gögnum. Takk Playman. Eftir stendur að ég veit ekki orsökina fyrir þessum vandræðum með diskinn. Takk allir fyrir aðstoðina.

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Sun 23. Des 2012 16:10
af gRIMwORLD
Ég myndi skoða þetta betur með Cisco hugbúnaðinn í huga.


Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: Filar breytast í Foldera!!!

Sent: Sun 23. Des 2012 23:16
af playman
Jæja flott að heyra að þú hafir náð gögnunum aftur, en verst að heyra að þú hafir ekki fundið lausn á vandamálinu.