Síða 1 af 1

Vandræði með harðan disk

Sent: Fös 23. Nóv 2012 23:24
af Hamarius
Er í vandræðum með WD harðan disk. En staðan er núna að tölvan nemur hann ekki, hvorki í my comuter, device manager né bios þegar hann er tengdur í vélinni.
Hinsvegar þegar ég set hann í flakkara þá kemur hann í device manager sem diskur og þar er í status unradable.
Er búinn að reyna gúgla mig um þetta en fann ekkert þessu líkt.
Hann kom fyrst inn en sagði að það þyrfti að formata sig, sem ég og gerði en þá frýs vélin og þurfti reboot.

eftir það virðist hann ekki virka... ónýtur? eða einhverjar hugmyndir?

Re: Vandræði með harðan disk

Sent: Fös 23. Nóv 2012 23:35
af AntiTrust
Líklega bara bilaður.

Hefuru prufað að tengja hann við tölvuna með öðrum sata kapli/í annað port á móðurborðinu?

Re: Vandræði með harðan disk

Sent: Fös 23. Nóv 2012 23:38
af Hamarius
AntiTrust skrifaði:Líklega bara bilaður.

Hefuru prufað að tengja hann við tölvuna með öðrum sata kapli/í annað port á móðurborðinu?
Nei, var að kaupa þennan kapal áðan. En viti menn! prufaði að enduræsa hýsinguna í svona tíunda sinn og þá kom hann inn sem drif :) og bauð mér að formata, sem ég er byrjaður á...... en sé ekki hvort er aðganga upp.

hvað er þetta venjulega að taka langan tíma? er 2tb í usb hýsingu

Re: Vandræði með harðan disk

Sent: Fös 23. Nóv 2012 23:40
af AntiTrust
Það getur tekið alveg upp í nokkra tíma að formatta svona stóran disk ef þú valdir ekki quick format.

Re: Vandræði með harðan disk

Sent: Fös 23. Nóv 2012 23:43
af Hamarius
AntiTrust skrifaði:Það getur tekið alveg upp í nokkra tíma að formatta svona stóran disk ef þú valdir ekki quick format.
Þorði því ekki núna, það var það sem ég gerði áðan þegar allt fraus til grænlands... en vona að þetta komi, heyri eitthvað pínu í honum en mjög lítið en sé ekkert á status línunni ennþá, kemur vonandi á eftir eitthvað sem sýnir að þetta sé að ganga.

Re: Vandræði með harðan disk

Sent: Sun 25. Nóv 2012 11:39
af Hamarius
Lét þetta malla yfir nóttina en koma með could not format drive/disk, prufaði þá quick format og það skilaði því sama á endanum.
líklega ónýtt....

Re: Vandræði með harðan disk

Sent: Sun 25. Nóv 2012 12:40
af AntiTrust
Hamarius skrifaði:Lét þetta malla yfir nóttina en koma með could not format drive/disk, prufaði þá quick format og það skilaði því sama á endanum.
líklega ónýtt....
Prufaðu að keyra "chkdsk X: /R /X /perf". Keyrir þetta í gegnum command prompt, ekki setja inn gæsalappirnar.

X = Drifstafurinn á viðeigandi disk.