Síða 1 af 1
Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 14:43
af Audunsson
Góðan daginn.
Ég er með 1535MB GeForce GTX 580 (nVidia), og það er alltaf í sirka 70°C, en ég er reyndar að keyra 2 skjái.
Mér finnst samt 70°C vera mikið.
Ég ætla fá mér annað skjákort til að keyra aukaskjáinn á því, en þar sem ég veit nú ekki rosalega mikið um tölvur, þá væri mjög gott að fá hjálp frá ykkur Vökturum.
Ég vill helst ekki borga mikið meira en 50 þúsund.
Vill samt fá frekar gott skjákort, svo allt sé betra.
Endilega komið með hugmyndir af góðu skjákorti.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:07
af Cascade
Þú færð varla betra skjákort en þetta fyrir 50þús.
Er eina ástæðan fyrir að þú vilt nýtt hitinn á því?
Er ekki alveg í lagi að keyra það svona heitt? Mér sýnist hámarks hitastig á því vera 97 gráður og ef það nær þeim hita þá klukkar það sig væntanlega niður eða e-ð slíkt.
Ef þú vilt lækka hitann á því, er ekki þá málið bara loftflæðið í kassanum þínum
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:11
af Audunsson
Er að spá í því að fá mér annað eins.
Já eiginlega vegna hitans, mér persónulega finnst 78°C mest vera mikið.
Ég veit ekki hvort að sé í lagi en já þarf að fá mér fleiri viftur, geri það í Desember.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:17
af AntiTrust
Er það 70° í idle eða undir load? Ef það er í 70° í idle er það rosalega hátt, og e-ð sem ég myndi kíkja á sem fyrst.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:19
af Audunsson
"Er það 70° í idle eða undir load?" veit ekkert hvað þetta þýðir, því miður.
En er í COD BO2 núna og að er 85°C, það er mikið.
En vinsamlegast koddu með betri utskýringu félagi.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:21
af Cascade
Audunsson skrifaði:Er að spá í því að fá mér annað eins.
Já eiginlega vegna hitans, mér persónulega finnst 78°C mest vera mikið.
Ég veit ekki hvort að sé í lagi en já þarf að fá mér fleiri viftur, geri það í Desember.
Framleiðendur hafa alveg vit fyrir fólki og láta kortin keyra sig niður ef þau eru of heit, persónulega myndi ég ekkert spá í þessu hitastigi, fyrr en tölvan fer að restarta sér eða verða leiðileg á einhvern hátt sem þú getur tengt hitastiginu.
Það er ekki dýr uppfærsla að kaupa viftur, eina sem blæs inn og eina út, eða hvernig svosem það myndi passa kassanum þínum
Hagkvæmast upp á meira performance væri örugglega fyrir þig væri að finna notað 580 kort og setja í SLi ef þú hefur möguleikann á því
Nýtt Nvidia 670kort er alveg miklu dýrara en 50þús (þó þú gætir reyndar selt þitt kort þá, þá væri mismunurinn kannski minni en 50þús)
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:23
af Cascade
Audunsson skrifaði:"Er það 70° í idle eða undir load?" veit ekkert hvað þetta þýðir, því miður.
En er í COD BO2 núna og að er 85°C, það er mikið.
En vinsamlegast koddu með betri utskýringu félagi.
idle þýðir að skjákortið sé ekki að gera neitt (t.d. þegar þú ert bara í windows að skoða netið og ekki með neina "grafík" opna), svipað og lausagangur á bíl og load er þegar það er á fullu eins og t.d. í tölvuleik
Þá væri 85°c hitastig undir load þar sem þú ert að spila tölvuleik
Þú ert þá 12°c undir max hitastigi sem þeir leyfa, sem er í lagi svosem, en það er spurning um að kíkja á loftflæðið í kassanum þínum til að lækka þetta
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:25
af mundivalur
Ertu búinn að opna turninn og gá hvort allt sé fullt að ryki og hvernig turn ertu með veistu það
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:30
af Audunsson
Okei mun muna þetta Cascade. Takk fyrir það.
Mundi, ég var að rykhreinsa hann í gær og tók samt bara 1 viftu úr þar sem ég er ekki snillingur í þessu, held samt að hún snúi rétt hja mér, eða hún er allavega eins og hún var áður en ég tók hana úr. Ég er með CoolerMaster HAF 922, er ekki með viftu undir né á hliðinni.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:38
af mundivalur
HAF 922 á að vera með frábært loftflæði og fljótur að safna ryki ,er skjákortið með einni viftu eða fleiri og skoðaðir þú viftuna/ar eða blést í það
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 16:24
af Audunsson
Blés bara í það sko, en og það er bara ein vifta í því.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 16:33
af mundivalur
Þá mæli ég með því að taka plast hlífina af og há hvort það sé ekki fast ryk þar sem loftið á að fara í gegn ! Hitinn á að vera ca. 45°c
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 16:39
af Audunsson
Heyrðu, ég tékka á því, takk fyrir alla aðstoð.
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 16:41
af Audunsson
En á hitinn að vera 45° með tvo skjái og bara vera inná netinu?
Re: Hjálp við skjákortsval
Sent: Þri 20. Nóv 2012 16:52
af mundivalur
já þegar hitinn á ekkert að hækka að ráði nema við leikja spilunn og einhverjum vinnsluforritum