Síða 1 af 1

Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Fös 16. Nóv 2012 21:53
af Bjarni44
Góða kvöldið kæru vaktarar

Þannig er mál með vexti að þegar að ég downloada í tölvunni og downloadið fer yfir 3 MB þá byrjar öll sjónvörpin að "lagga" þ.e.a.s. þau sjónvörp sem eru með amino myndlykil. Ég hef alltaf haldið að þegar að netið er tekið inní hús að þá er viss mikið afþví sem að fer í sjónvarpið og haldist alltaf þannig að þó svo að maður downloadi sé ekkert tekið af myndlyklinum og myndin byrji aldrei að lagga. Það gæti líka vel verið að þetta sé vitleysa í mér og ég þurfi bara að sætta mig við að geta ekki downloadað á jafn miklum hraða þegar að fólk er að horfa á sjónvarpið heima hjá mér.

Það er kanski líka gott að taka framm að það eru 3 amino lyklar í gangi heima hjá mér, 2 gráir og einn svartur.

Ef það vantar fleyri upplýsingar þá bara að spurja gæti verið að ég sé að gleyma einhverju.

Einnig gæti verið að þessi þráður sé á vitlausum stað og þá má einhver elskulegur færa hann fyrir mig :

Ykkar einlægur,
Bjarni44

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Fös 16. Nóv 2012 22:11
af darkppl
ég er með ljósleiðara þegar ég maxa tenginguna þá lagga enginn sjónvörp hér 2 svartir amino

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Fös 16. Nóv 2012 23:26
af Carc
Ég er nýkominn með ljósleiðara og er að lenda í þessu sama. Er reyndar bara með einn Amino og þarf ekki að vera að hala niður á fullu til að allt byrji að truflast.

Langar að ath hvort einhver skýring gæti verið á þessu áður en ég fer að hafa samband við Vodafone. Eru nýju ljósbreytuboxinn frá Gagnaveitunni ekki að standa sig?

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Fös 16. Nóv 2012 23:55
af Bjarni44
Ég er með nokkuð gamalt box hérna síðan 2006-2007 man það ekki alveg hvenær ljósleiðarinn var kominn hingað, þannig að ég veit ekki hvort að það sé vandamálið

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Lau 17. Nóv 2012 00:03
af PepsiMaxIsti
Gæti verið að það þyrfti að lára factory setja boxið hjá þér, svo gæti líka vera sniðugt að tala við voda og sjá hvort að þeir sjái eitthvað skrítið hjá þér, ertu með ljós 50 eða 100 hjá voda?

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Lau 17. Nóv 2012 00:46
af Kveldúlfur
Enginn annar að detta útaf netinu í nokkrar sekúndur, við vinirnir eru allir hjá vodafone, 3 á ljósleiðara, 1 á adsl. Þetta gerist sirka um 20:00-23:00 erum að spjalla á vent og spila einhvern leik þá dettum við allir út nema þessi á adslinu.

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Lau 17. Nóv 2012 02:45
af Bjarni44
Myndi giska á að ég væri á 50 er allavegana ekki búinn að hringja og biðja þá um að uppfæra enþá :)

Ættli það endi ekki með því að ég þurfi að hringja í þá, var bara að vonast eftir því að kanski einhverjir aðrir hefður verið að lenda í þessu og vissu þá einhverja lausn :)

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Lau 17. Nóv 2012 10:26
af GrimurD
Bjarni44 skrifaði:Myndi giska á að ég væri á 50 er allavegana ekki búinn að hringja og biðja þá um að uppfæra enþá :)

Ættli það endi ekki með því að ég þurfi að hringja í þá, var bara að vonast eftir því að kanski einhverjir aðrir hefður verið að lenda í þessu og vissu þá einhverja lausn :)
Það sem ég myndi giska á er að þú sért ekki að fá fullan hraða, það sé eitthvað að ljósleiðaranum eða ljósleiðaraboxinu. Best fyrir þig væri að tengja tölvuna beint við ljósleiðaraboxið og taka hraðapróf á http://speedtest.gagnaveita.is" onclick="window.open(this.href);return false; og sjá hverjar niðurstöðurnar eru, ef þú ert með 50mb ljós þá ættiru að fá 50-60mb en ef þú ert með 100 ættiru að fá 90-100. Þetta er að öllum líkindum það sem þjónustufulltrúi hjá Vodafone mun gera ef þú hringir inn.

Annars ef þú sendir mér PM með gsm/kennitölu þá get ég litið á þetta fyrir þig, er þjónustufulltrúi hjá Vodafone og er að vinna í augnablikinu.

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Lau 17. Nóv 2012 10:57
af einarth
Sæll.

Þetta er ekki eðlilegt ástand - internetnotkun á aldrei að hafa áhrif á sjónvarpið á Ljósleiðaranum.

Segðu mér eitt - hvernig tengir þú myndlyklana við netaðgangstækið?

Það væri gott ef þú gætir líst hvernig bæði myndlyklar og router er tengt við netaðgangstæki, t.d. hvort svissar, þráðlaus eða powerline búnaður er notaður og hvað tengist í hvað.

Kv, Einar.

Re: Vodafone Ljósleiðari með leiðindi

Sent: Lau 17. Nóv 2012 12:26
af Bjarni44
einarth skrifaði:Sæll.

Þetta er ekki eðlilegt ástand - internetnotkun á aldrei að hafa áhrif á sjónvarpið á Ljósleiðaranum.

Segðu mér eitt - hvernig tengir þú myndlyklana við netaðgangstækið?

Það væri gott ef þú gætir líst hvernig bæði myndlyklar og router er tengt við netaðgangstæki, t.d. hvort svissar, þráðlaus eða powerline búnaður er notaður og hvað tengist í hvað.

Kv, Einar.
Routerinn er tengdur í rétt port á ljósleiðaraboxinu allavegana samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk þegar ég tengdi hann, síðan eru myndliklarnir tengdir beint í ljósleiðaraboxið hinsvegar er sá hængur á að það eru bara 2 tengi fyrir myndlikla og notaði ég þar af leiðandi sviss til að ná að hafa 3 lykla. Hinsvegar hef ég prófað að aftengja svissinn og hafa bara 2 lykla og samt er þetta lagg að koma. síðan er einn accespoint beintengdur við netið með lan snúru til að auka þráðlausa netsambandið á efri hæðina. Ef það eru einhverjar fleyri upplýsingar sem vantar og ég hef gleymt að nefna þá er það bara að spurja :)

Takk fyrir fljót svör strákar ! :happy