Er eitthvert vit í þessum "high end gaming" fartölvum?
Sent: Fös 16. Nóv 2012 02:25
Er í fartölvu hugleiðingum þessa stundina. Þannig er mál með vexti að tíma mínum er skipt milli tveggja heimila, á öðrum stað hef ég góða borðtölvu (sem þyrfti þó að uppfæra bráðlega) og á hinum gamla fartölvu. Er þ.a.l. búinn að vera skoða þann möguleika að versla mér öfluga leikjafartölvu til að taka á milli. Það er ekki í boði að eiga né reka borðtölvu á báðum stöðum nota bene.
Ég veit að margir eru skeptískir á 17" "fartölvur" en þær koma engu að síður til greina þar sem ég hygg ekki á mikil ferðalög með hana. Þetta er fyrst og fremst til að geta spilað tölvuleiki á 2 heimilum.
Búinn að vera vafra mikið undanfarið, aflandi upplýsinga, og hef dáldið verið að skoða þessar "high end" vélar frá fyrirtækjum á borð við MSI og Alienware en, sem algjör amatör í þessum efnum, langar mig í innslag varðandi það hvort það sé eitthvað vit í að vera borga 300 þúsund eða meira fyrir fartölvu og ef ekki hvað annað getur fullnægt leikjaþörfinni? Ég þarf alls ekki endilega að eiga það allra besta, en ég vil þó geta spilað þessa nýjustu og helstu leiki í góðum gæðum.
Öll hjálp yrði vel þegin
Ég veit að margir eru skeptískir á 17" "fartölvur" en þær koma engu að síður til greina þar sem ég hygg ekki á mikil ferðalög með hana. Þetta er fyrst og fremst til að geta spilað tölvuleiki á 2 heimilum.
Búinn að vera vafra mikið undanfarið, aflandi upplýsinga, og hef dáldið verið að skoða þessar "high end" vélar frá fyrirtækjum á borð við MSI og Alienware en, sem algjör amatör í þessum efnum, langar mig í innslag varðandi það hvort það sé eitthvað vit í að vera borga 300 þúsund eða meira fyrir fartölvu og ef ekki hvað annað getur fullnægt leikjaþörfinni? Ég þarf alls ekki endilega að eiga það allra besta, en ég vil þó geta spilað þessa nýjustu og helstu leiki í góðum gæðum.
Öll hjálp yrði vel þegin