Síða 1 af 1

MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 11:30
af Helfari
Sælir Vaktarar;

Konan er að fara til ameríku núna í desember og ég er að spá í að nýta mér það og fá hana til að kaupa fartölvu í leiðinni. Málið er að ég nenni ekki að vera að standa í þessu nema vera viss um að ég sé að spara mér eitthvað, tölvan fær náttúrulega litla sem enga ábyrgð vegna þessa og því má telja það sem stórann mínus. En vélin sem ég er búinn að finna er:

MSI GT70 0ND-444US
Mynd

Core i7 Intel 2.4 GHz (i7-3630QM)
DDR3 3x4GB (PC3-12800 1600MHz)
17,3" skjár 1920 x 1080 res
1x750GB diskur 7200 RPM
NVIDIA GTX 675M (2GB GDDR5)
3 USB 3.0 og 2 USB 2.0 ports
Verð: 240.000 kr (með vask)

Þessi vél á að vera desktop replacement hjá mér þar sem ég hef mjög lítið pláss heima fyrir svona. Hvað haldiði er nokkur séns að fá svona vél hérna heima á svipuðu verði?

Re: MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 12:49
af Klaufi
Getur sent pm á "olafurfo" hér á vaktinni, veit að hann er buinn að vera að velta þessu fyrir ser undanfarið og fékk verð i þessa vél með svipuðum spekkum.

Mig rámar í að hann hafi fengið upp 360k, þori samt ekki að lofa því..

Re: MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 13:01
af Halli25
Svipuð vél en Asus sem ég tel betra merki í fartölvum en MSI:
http://tl.is/product/asus-g75vw-t1392h-fartolva" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 13:36
af Helfari
Ég skil verðmuninn svo sem vel. Fyrirtækin þurfa náttúrulega að halda uppi ákveðinni þjónustu og svo eru það líka tryggingamál. En ég þakka ykkur fyrir svörin, mér finnst þetta það mikill verðmunur að ég held það taki því að flytja vélina inn sjálfur.

Ég vil helst að vélin sé með eins öflugu skjákorti og völ er á t.d. 670MX eða 675M skjákortinu. Ég skoðaði þessa ASUS vél, hún er alveg þrusu öflug en kortið í þessari MSI vél er öflugra.

Hér sjáiði t.d. muninn á 675 og 670 sem er í þessari vél sem þú bentir réttilega á:

Mynd

Hvað finnst ykkur er það ekki alveg að taka því að standa í þessu HUSSLE og fá öflugri vél (þó hún sé ótryggð) fyrir lægri upphæð?
...

Re: MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 17:29
af Halli25
ef þú ert að fara út á annað borð... en persónulega væri ég ekki til í að lenda í viðgerðaveseni með USA módel hérlendis.

Re: MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 17:50
af olafurfo
http://www.pro-star.com/index.cfm?mainp ... -0NC-494US" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég er að fá þessa á um 280, með 670MX kortinu og 16GB minni

Persónulega myndi ég mikið frekar taka þetta í gegnum buy.is fyrir auka 40 þúsund til að spara þér allt vesen með að senda ef hún myndi bila. Ekki nema konan þín sé á mánaðarfresti að fara út ^^,

Re: MSI GT70 Leikjafartölva

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:02
af Helfari
olafurfo og Halli25;

Ég held þetta sé rétt hjá ykkur kannski er þetta algjört bull að taka þessa áhættu með svona dýran grip. Þá er kannki ekki mikið að borga 40 þús meira og fá svipaða vél tryggða.

Þessi MSI vél sem þú ert með þarna er mjög svipuð því sem ég er búinn að vera að skoða úti.

Takk fyrir innleggin.