Síða 1 af 1
Hvernig tengi ég þrjá skjái saman?
Sent: Mán 12. Nóv 2012 22:58
af mainman
Þið sem vitið flest.
Hvað þarf ég til að geta verið með þrjá skjái, þarf að geta unnið á þá alla og fært á milli þeirra allra.
Þarf ég mjög öfluga vél í þetta ?
Hvernig skjákort þyrfti ég ?
Kv.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:05
af playman
þarft ekkert öfluga í vél í það, það fer bara eftir skjákortinu þinu. (þar að seygja ef að vélin þín höndlar öll þessi forrit opin á sama tima nú þegar.
þu hefur tvær leiðir
vera með 2 skjá kort ekki teingd saman (SLI/crossfire)
eða bara vera með skjá kort sem stiður 3 skjái, semsagt er þá með 3 útganga. (þyrfti þá að vera með 3 VGA útganga eða 3 DVI útganga, eða t.d. 2DVI og einn HDMI útgang)
Minnir að ég hafi lesið að það sé vesen (eða ekki hægt ) að nota VGA og DVI útganga á sama tima.
Svo man ég ekki hverninn það var, en ef þu ert með innbygt skjákort á móðurborðinu, þá ættiru að geta notað það líka.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:06
af Garri
mainman skrifaði:Þið sem vitið flest.
Hvað þarf ég til að geta verið með þrjá skjái, þarf að geta unnið á þá alla og fært á milli þeirra allra.
Þarf ég mjög öfluga vél í þetta ?
Hvernig skjákort þyrfti ég ?
Kv.
Ég er einmitt með þrjá skjái á vinnutölvunni sem er með AMD 6870
Nota Dell 22" (2209WA) með IPS panel, Apple Cinema 23" og Philips 22"
Aftan á þessu korti er eitt DVI-I (standard), eitt DVI-D, eitt eða tvö mini display port og eitt HDMI ef ég man rétt.
Málið er að í þessu brasi mínu þá komst ég að því að það er leiðindamunur á DVI-I og DVI-D, sjá mynd.
Það eru ekki fjögur göt vinstra megin á DVI-D tenginu á kortinu en langflest breytistykki úr VGA í DVI er með þessum fjórum pinnum sem og á við flestar DVI snúrur sem fylgja monitorum.
En breytistykki eða snúru fyrir DVI-D fékk ég ekki sama hvað og reyndi mikið. Var heppinn að eiga Appel skjáinn því að tengið á Apple skjánum er DVI-D.
(Var eitt skiptið sem oftar fyrir sunnan með vélina og gat þá ekki keypt svona breytistykki fyrir DVI-I male yfir í DVI-D portið á kortinu, held að ég hafi hringt á allar tölvuverslanir og þjónustur á stór-höfuðborgarsvæðinu. Hlýtur bara að fást í dag.)
Í start-öppi þá koma DVI skjáirnir strax inn en Philips skjárinn kemur síðast, er á mini display eða hdmi portinu. Þarft breytistykki fyrir það tengi yfir DVI-I sem kostar skildinginn (um 8k ef ég man rétt), minnir að það þurfi að vera acitve.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:13
af oskarom
Sælir,
Það fer smá eftir því hvað þú ætlar að gera, en ef þetta er s.s. ekki eitthvað sem leggur mikið álag á skjákortið, þrívíddarvinnsla, leikir og þannig. Þá gætiru notað t.d. HD6670 frá ATI/AMD
kv.
Óskar
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:19
af SteiniP
Garri skrifaði:
En breytistykki eða snúru fyrir DVI-D fékk ég ekki sama hvað og reyndi mikið. Var heppinn að eiga Appel skjáinn því að tengið á Apple skjánum er DVI-D. (Var eitt skiptið sem oftar fyrir sunnan með vélina og gat þá ekki keypt svona breytistykki fyrir DVI-I male yfir í DVI-D portið á kortinu, held að ég hafi hringt á allar tölvuverslanir og þjónustur á stór-höfuðborgarsvæðinu. Hlýtur bara að fást í dag.)
Þú getur alveg tengt DVI-D kall í DVI-I konu. Munurinn á þessum tengjum er bara sá að DVI-I tengið sendir bæðir analagog VGA merki og digital, en DVI-D sendir bara digital (þessvegna eru öll DVI->VGA breytistykki fyrir DVI-I)
Ef þú ert með DVI-I eða D á skjánum og á skjákortinu þá skiptir þetta engu máli, getur tengt það í hvort heldur sem er, þarft bara kapal með DVI-D á báðum endum.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:24
af Garri
Held að þú sért að misskilja mig illilega. Veit mjög vel að DVI er alltaf DVI, munurinn er að þetta er ekki sama tengið. Þú setur ekki DVI-I kall í DVI-D kellingu.. nema brjóta þessa fjóra pinna af.
Og það sem ég var að segja var að ég fékk hvorki kapal sem hafði DVI-I í skjá og DVI-D í tölvu, né breytistykki sem breytir hvort sem var úr VGA í DVI-D eða úr DVI-I í DVI-D
Fannst þetta með ólíkindum að þetta skyldi ekki vera til þarna fyrir ári einmitt þar sem ég hélt einmitt að þetta væri nákvæmlega sama virknin á bak við tengin.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:27
af AntiTrust
Ef ætlunin er ekki að keyra neitt þungt í Eyefiniti þá er þetta meira segja hægt á HD5770 sem ætti að vera hægt að fá fyrir slikk í dag. Ég notaði slíkt kort í þetta fyrir nokkrum árum, ekkert vesen.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:40
af vesley
AntiTrust skrifaði:Ef ætlunin er ekki að keyra neitt þungt í Eyefiniti þá er þetta meira segja hægt á HD5770 sem ætti að vera hægt að fá fyrir slikk í dag. Ég notaði slíkt kort í þetta fyrir nokkrum árum, ekkert vesen.
Frábær kort fyrir peninginn.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 01:13
af Garri
vesley skrifaði:AntiTrust skrifaði:Ef ætlunin er ekki að keyra neitt þungt í Eyefiniti þá er þetta meira segja hægt á HD5770 sem ætti að vera hægt að fá fyrir slikk í dag. Ég notaði slíkt kort í þetta fyrir nokkrum árum, ekkert vesen.
Frábær kort fyrir peninginn.
+1
Keypti einmitt svona kort handa stráknum mínum fyrir sirka fjórum eða fimm árum. Kostaði þá um 40k en það er enn að gera sig og keyrir flott með i5 2500 vél sem hann á, alla leiki þar á meðal LA Noire, GTA IV og Dirt3 sem keyra ekki á hvaða kombói sem er.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 01:45
af SteiniP
AntiTrust skrifaði:Ef ætlunin er ekki að keyra neitt þungt í Eyefiniti þá er þetta meira segja hægt á HD5770 sem ætti að vera hægt að fá fyrir slikk í dag. Ég notaði slíkt kort í þetta fyrir nokkrum árum, ekkert vesen.
Þarf maður ekki alltaf að hafa þriðja skjáinn í displayport til að þetta virki?
Var einhverntímann að reyna þetta með hd5870 og fékk ómögulega bæði DVI outputin og HDMI til að virka á sama tíma.
Garri skrifaði:Held að þú sért að misskilja mig illilega. Veit mjög vel að DVI er alltaf DVI, munurinn er að þetta er ekki sama tengið. Þú setur ekki DVI-I kall í DVI-D kellingu.. nema brjóta þessa fjóra pinna af.
Og það sem ég var að segja var að ég fékk hvorki kapal sem hafði DVI-I í skjá og DVI-D í tölvu, né breytistykki sem breytir hvort sem var úr VGA í DVI-D eða úr DVI-I í DVI-D
Fannst þetta með ólíkindum að þetta skyldi ekki vera til þarna fyrir ári einmitt þar sem ég hélt einmitt að þetta væri nákvæmlega sama virknin á bak við tengin.
Þú ert þá að tala um DVI-D í VGA?
Ef svo er þá hef ég misskilið þig.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 01:50
af AntiTrust
SteiniP skrifaði:AntiTrust skrifaði:Ef ætlunin er ekki að keyra neitt þungt í Eyefiniti þá er þetta meira segja hægt á HD5770 sem ætti að vera hægt að fá fyrir slikk í dag. Ég notaði slíkt kort í þetta fyrir nokkrum árum, ekkert vesen.
Þarf maður ekki alltaf að hafa þriðja skjáinn í displayport til að þetta virki?
Var einhverntímann að reyna þetta með hd5870 og fékk ómögulega bæði DVI outputin og HDMI til að virka á sama tíma.
Jú, það er rétt hjá þér, það þarf DP converter yfir í DVI/HDMI. Man að ég grét sáran yfir því að kaupa lítið millistykki á 4-5þús á þeim tíma.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 04:14
af Haxdal
Þótt skjákort sé með gazillion output tengi þá er ekki þar með sagt að skjákortið styðji að senda út á þeim öllum.
t.d. eru öll Nvidia skjákort fyrir utan 6xx seríuna sem styðja bara 2 skjái (6xx serían styður 4), AMD kortin hafa verið betri og styðja 3 skjái (gegn því að eitt sé DP) en nýju kortin þeirri styðja 6 skjái.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 10:15
af Benzmann
gott að benda líka á það, að því fleiri skjái sem þú ert með, því minna FPS ertu með á hverjum skjá, ef þú ert að fara í einhverja mikla myndvinnslu eða grafíska vinnslu
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 10:27
af Garri
SteiniP skrifaði:
...
Þú ert þá að tala um DVI-D í VGA?
Ef svo er þá hef ég misskilið þig.
Ha???
Nei alls ekki.. einföldum þetta.
Þú ert með skjákort sem styður bara einn skjá. Þetta skjákort er með DVI-D tengi. Þú ert með skjá sem getur bæði sent Analog og Digital, er sem sagt bæði með Analog og Digital tengi en.. digital tengið er DVI-I
Ef þú getur hvorki fengið kapal sem er með DVI-I og DVI-D tengi og eða fengið breytistykki frá DVI-I í DVI-D og eða ekki notað VGA Analog tengið þar sem eins og þú réttilega bentir á, DVI-D styður það ekki, hvernig ferðu þá að því að tengja skjáinn við tölvuna?
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 11:12
af gRIMwORLD
AntiTrust skrifaði:
Jú, það er rétt hjá þér, það þarf DP converter yfir í DVI/HDMI. Man að ég grét sáran yfir því að kaupa lítið millistykki á 4-5þús á þeim tíma.
Þá hefðiru grátið enn meira ef þú hefðir verið með 30" skjá og þurft að kaupa active breytistykki úr DP -> DVI-D (dual-link). Það kostaði handlegg og meira til þegar ég keypti slíkt fyrir eitt fyrirtæki á sýnum tíma.
Re: Hvernig tengi ég þrjá skjái saman?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 12:07
af tlord
USB > DVI virkar sæmilega ef ekki er verið að spila leiki eða video í full screen
Re: Hvernig tengi ég þrjá skjái saman?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 13:24
af mainman
Ok, ég talaði við sölumann hjá tölvutek og hann sagði mér að 7770 kortið væri akkurat græjan sem ég þyrfti þannig að ég hugsa að ég smelli mér á það kort.
Fór svo að skoða 22" skjái.
Hvort vil ég frekar versla mér 22" AOC skjái hjá Att eða 22" BenQ skjái hjá Tölvuvirkni? það munar engu á verðinu.
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 16:08
af SteiniP
Garri skrifaði:SteiniP skrifaði:
...
Þú ert þá að tala um DVI-D í VGA?
Ef svo er þá hef ég misskilið þig.
Ha???
Nei alls ekki.. einföldum þetta.
Þú ert með skjákort sem styður bara einn skjá. Þetta skjákort er með DVI-D tengi. Þú ert með skjá sem getur bæði sent Analog og Digital, er sem sagt bæði með Analog og Digital tengi en.. digital tengið er DVI-I
Ef þú getur hvorki fengið kapal sem er með DVI-I og DVI-D tengi og eða fengið breytistykki frá DVI-I í DVI-D og eða ekki notað VGA Analog tengið þar sem eins og þú réttilega bentir á, DVI-D styður það ekki, hvernig ferðu þá að því að tengja skjáinn við tölvuna?
Þú ert þá að misskilja mig
Þú ert semsagt með:'
DVI-I
input á skjánum.
DVI-D
output á skjákortinu.
Þá þarftu bara DVI-D kapal (semsagt kapal með DVI-D kall á báðum endum).
Þú þarft ekki þessa 4 auka pinna ef þú ert að senda digital merki úr skjákortinu, það er í rauninni aðallega ætlað ef þú ert að tengja á milli DVI og VGA.
Hinsvegar ef þú ert með DVI-A á skjánum, sem er eingöngu analog, þá gengur þetta náttúrulega ekki upp.
Re: Hvernig tengi ég þrjá skjái saman?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 17:24
af playman
mainman skrifaði:
Hvort vil ég frekar versla mér 22" AOC skjái hjá Att eða 22" BenQ skjái hjá Tölvuvirkni? það munar engu á verðinu.
AOC? hvað er það? frekar myndi ég taka BenQ skjá en AOC, BenQ hafa ekkert verið að standa sig ílla.
Re: Hvernig tengi ég þrjá skjái saman?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 17:27
af Halli25
playman skrifaði:mainman skrifaði:
Hvort vil ég frekar versla mér 22" AOC skjái hjá Att eða 22" BenQ skjái hjá Tölvuvirkni? það munar engu á verðinu.
AOC? hvað er það? frekar myndi ég taka BenQ skjá en AOC, BenQ hafa ekkert verið að standa sig ílla.
ég myndi fara og skoða þá í action... stutt á milli þessara tveggja búða hvort sem er
Re: þrjá skjái
Sent: Þri 13. Nóv 2012 18:49
af Garri
SteiniP skrifaði:
...
Þú ert þá að misskilja mig
Þú ert semsagt með:'
DVI-I
input á skjánum.
DVI-D
output á skjákortinu.
Þá þarftu bara DVI-D kapal (semsagt kapal með DVI-D kall á báðum endum).
Þú þarft ekki þessa 4 auka pinna ef þú ert að senda digital merki úr skjákortinu, það er í rauninni aðallega ætlað ef þú ert að tengja á milli DVI og VGA.
Hinsvegar ef þú ert með DVI-A á skjánum, sem er eingöngu analog, þá gengur þetta náttúrulega ekki upp.
hehe.. Í þessum misskilda misskilningi er farið að örla á smá skilningi.. sem er gott!
Mér hugkvæmdist það ekki, á nóg af DVI-I köplum og vildi bara breytistykki úr DVI-I kalli í DVI-D kall, þar sem VGA-->DVI-D er óframkvæmanlegt. Svo hlýtur það líka að vera gild rök að það er sóun að kaupa svona kapal bara fyrir þetta þegar nóg er til af hinni gerðinni, breytistykki hlýtur að vera ódýrara rétt eins og þegar breytt er úr VGA-->DVI-I.
Svona eftirá.. þá hefði ég bara átt að plokka þessa fjóra í DVI-I kallinum í burtu.