Síða 1 af 1
Hjálp! Tölvan vill ekki starta sér almennilega
Sent: Lau 10. Nóv 2012 14:34
af Treebeard
var að kveikja á borðtölvunni minni í fyrsta sinn í tvær vikur eða svo, en hún slekkur alltaf á sér fljótlega, kemst aldrei framhjá windows loading screen, stundum gerist ekkert þegar ég ýti á start takkann og stundum slekkur hún á sér eftir nokkrar sekúndur.
Hvað haldiði að sé málið? Harði diskurinn eða aflgjafinn kannski?
Re: Hjálp! Tölvan vill ekki starta sér almennilega
Sent: Lau 10. Nóv 2012 14:49
af mercury
myndi ekki hafa áhyggjur af hörðum disk. ætla að giska á aflgjafa eða móðurborð.
Re: Hjálp! Tölvan vill ekki starta sér almennilega
Sent: Lau 10. Nóv 2012 15:14
af beggi90
Heldur hún sér í gangi ef þú bootar af t.d geisladisk.
Ef svo er, þá er pæling að keyra memtest.
Re: Hjálp! Tölvan vill ekki starta sér almennilega
Sent: Mán 12. Nóv 2012 10:28
af Treebeard
takk fyrir hugmyndir, núna er hún alfarið hætt að fara í gang, veit einhver hvar það er ódýrast að fara með tölvu i viðgerð?
Re: Hjálp! Tölvan vill ekki starta sér almennilega
Sent: Mán 12. Nóv 2012 14:25
af DoofuZ
Ég er nokkuð viss um að örgjörvinn sé af einhverri ástæðu að ofhitna, þá drepur tölvan einmitt á sér eftir stuttan tíma og ef þú reynir að kveikja aftur á henni þá endist hún mun skemur og ef þú heldur áfram þá endar það með því að hún neitar að fara í gang þar sem örgjörvinn er ekki að fá nægan tíma til að kæla sig niður.
Hvernig er hljóðið í tölvunni þegar hún er að keyra sig í gang? Kæliviftan á örgjörvakælingunni ætti að fara á fullt ef örgjörvinn er að ofhitna. Kælingin er líklega búin að losna frá örgjörvanum. Myndi mæla með því, ef þú treystir þér í það eða þekkir einhvern sem gæti aðstoðað þig, að skipta um kælikrem á milli örgjörvans og örgjörvakælingarinnar. Annars ef þetta er rétt hjá mér þá ætti ekki að vera mikið mál fyrir verkstæði að redda þessu
En ef þú færð hana hins vegar bara alls ekki í gang aftur þó þú bíðir í smá tíma og þó þú geymir hana jafnvel á köldum stað að þá er þetta líklega eitthvað meira en bara ofhitnun.