Síða 1 af 1

Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Fös 09. Nóv 2012 23:02
af Glazier
Var að breyta aðeins til í tölvuni minni, var með 320gb disk undir stýrikerfið og ljósmyndir.
Þegar hann var orðinn fullur keypti ég mér SSD undir stýrikerfið er svo með einn 1TB disk undir ljósmyndir.

Ætlaði svo að nota 320GB diskinn til að geyma afrit af hluta af ljósmyndunum mínum svo ég fór í "Disk Management" og formattaði diskinn (NTFS).
Tók svo þessi 280GB og ætlaði að færa yfir á 320GB diskinn en þegar ég ætlaði að færa yfir þá kom melding um að ákveðnar möppur væru nú þegar á disknum en í raun ætti hann að vera tómur.

Þetta eru möppur sem voru á honum ásamt stýrikerfinu áður en ég formattaði hann en sjást hvergi á honum núna og í "My computer" er diskurinn alveg tómur eða 297GB laus af 297GB.

What to do?

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Fös 09. Nóv 2012 23:11
af SteiniP
Eyddu partitioninu og búðu til nýtt.

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Fös 09. Nóv 2012 23:14
af Glazier
SteiniP skrifaði:Eyddu partitioninu og búðu til nýtt.
Hmm, hvernig geri ég það?

Man að á tímabili var ég með 2 partition á þessum disk til að vera með 2 stýrikerfi..
Eyddi síðan öðru en samt kom alltaf í startup valmöguleikinn að velja hvort ég vildi nota í hvert skipti.

En það er ekkert "auka partition" á honum núna þannig hverju á ég að eyða?

Eða er ég að misskilja?

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Fös 09. Nóv 2012 23:17
af SteiniP
Það er allavega eitt partition á disknum, eyddu því.
Gerir þetta í "disk management", hægri smell og "delete volume" eða eitthvað í þá áttina.

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Lau 10. Nóv 2012 00:38
af Glazier
Var að prófa þetta.. virkar ekki :/
Kemur alltaf að einhverjar X ákveðnar möppur sé nú þegar til staðar á disknum :catgotmyballs

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Lau 10. Nóv 2012 01:28
af SteiniP
Kannski prófa að gera "chkdsk /F" eða eitthvað, eða þá full format (ekki quick). Windows hegðar sér stundum voða furðulega í svona disk málum.

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Lau 10. Nóv 2012 11:57
af lukkuláki
Prófaðu að clera diskinn með diskpart og formata hann síðan.
Gerir það svona:

Hægri klikkar á my computer og ferð í manage síðan í storage og disk management.
Þar sérðu númerin á diskunum disk 0 disk 1 osfrv.
Vertu viss um númer hvað diskurinn sem þú vilt formata er

Farðu í start skrifaði í línuna neðst: cmd
Þá opnast command gluggi.
Þar skrifarðu: diskpart
Svo skrifarðu: select disk 1* (*Ef diskur 1 er sá sem má eyða öllu af)
núna skrifarðu: clean

Þá verður diskurinn unallocated í disk management.

Þú mátt núna slökkva á cmd glugganum og fara í disk management gluggann.

Þá hægri klikkarðu á diskinn í þeim reit sem númerin koma fyrir og velur New volume og ferð í gegnum það ferli svo formatarðu diskinn.


Ég tek enga ábyrgð á neinu ef þú gerir þetta ef þú velur ekki réttan disk þá geturðu eytt öllu af því formati/diski sem þú velur.
En þetta ætti að virka á þetta vandamál.

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Lau 10. Nóv 2012 12:13
af Glazier
SteiniP skrifaði:Kannski prófa að gera "chkdsk /F" eða eitthvað, eða þá full format (ekki quick). Windows hegðar sér stundum voða furðulega í svona disk málum.
Uhh, var að gera full format í gærkvöldi.. þegar það var komið í um 80% þá sló út rafmagnið :uhh1

Er það slæmt?

Edit: Formattaði hann aftur (Full format) og það virkaði ekki.. fæ enþá meldingu um að einhverjar möppur séu enn til staðar á disknum.
Prófa ráðið þitt lukkuláki við tækifæri :)

Re: Vesen með ný formattaðan HDD?

Sent: Sun 11. Nóv 2012 14:30
af KermitTheFrog
Geturðu ekki valið um að skrifa bara yfir þessar möppur sem eiga að vera á disknum? Ættir ekki að tapa neinu þar sem hann er "tómur"