Síða 1 af 2
4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 18:07
af Stuffz
Varðandi forsíðufrétt Fréttablaðsisn í Dag.
Ég er eins hrifinn af meiri net hraða og næsta tækniáhuga manneskja og vill helst bara fá Billion Gb/sec hraða strax í gær
en ef maður setur hlutina í samhengi þarf VENJULEGT fólk eitthvað meira en 3G einsog sakir standa
þarf að eyða 22 milljörðum sem sjálfsagt megnið af fer útúr landinu og verður tekið úr vasanum hjá okkur með beinum eða óbeinum hætti.
eða þarf kannski frekar að gera núverandi kerfi ódýrara og áræðanlegra fyrst?
það á ekkert eftir að gerast nema lækka verðið á þessarri tækni þar til hennar er raunverulega þörf IMO.
Ég ætla mér ekki að borga krónu af þessum 22 Milljörðum ef ég get.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 18:12
af MatroX
Só??
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 18:32
af Stuffz
MatroX skrifaði:Só??
Þarft þú 4G?
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 18:34
af BugsyB
auðvitað þurfum við 4G og svo 5g og 6g and so on and on - einhvernveginn þurfa þessi fyrirtæki að græða.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 18:51
af AntiTrust
Ég hugsa að vandamálið verði frekar það, að þegar stóru fyrirtækin fara að setja upp 4G senda verði það fáir til að byrja með, og það margir notendur að actual transfer hraði komi ekki til með að bætast mikið. Burst access tími kannski, en lítið meira en það til að byrja með - methinks.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 19:06
af hagur
Mætti ég þá frekar biðja um betra 3G samband með unlimited data plan, þó ekki væri nema bara innanlandstraffík.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 19:38
af Olli
BugsyB skrifaði:auðvitað þurfum við 4G og svo 5g og 6g and so on and on - einhvernveginn þurfa þessi fyrirtæki að græða.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 20:06
af Nördaklessa
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 20:09
af spankmaster
Vegna þess að ég er búsettur út á landi og hef aðeins um 2 valmöguleika í nettengingum, sem er örbylgjuloftnet eða 3G, (já nákvmlega, þið sem vælið yfir að vera ekki ennþá komnir með ljós, þá er ég bitri kallinn) þá er 4g eitthvað sem að gæti ekki komist á mínu svæði nógu fljótt.
BTW ég er með 3g hjá Vodafone, sem getur ekki selt mér stærri pakka en 30 gík, innlennt og erlent, niðurhal og upphal. og já ég er mjög bitur út í símafyrirtækinn, séstaklega símann/mílus sem mér skils að hafi fengið talsverða fjármuni frá ríkinnu (sem eru peningar úr okkar vasa) til að bæta símkerfi landsbygðarinnar.
p.s. ég bý ekki einhverstaðar út í rassgati þar sem er bara hægt að fá nýtt brauð á fimmtudögum þegar kaupfélagið er opið, ég bý í Grímssnesi í uppsveitum Árnessýslu sem er í innana við klukkutíma akstri frá Rvk
Grr, sorry ætlaði ekki að missa mig í ranntinu, en svona er þetta, mín skoðunn, 4g getur ekki komið í sveitina mína nógu fljótt
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 20:22
af AntiTrust
Hefuru skoðað þetta og hvort þú fallir undir þessa staði?
http://www.siminn.is/adstod/hahradanet/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 20:29
af Stuffz
BugsyB skrifaði:auðvitað þurfum við 4G og svo 5g og 6g and so on and on - einhvernveginn þurfa þessi fyrirtæki að græða.
hmm
ok Ég þarf loft, vatn og mat, svefn og hreyfingu þetta veit ég fyrir víst
Annað sem ég veit fyrir víst er að Ég Þarf EKKI 4G, allavegan ekki núna og ekki á næstunni og ég held að Venjulegt fólk þurfi ekki 4G heldur og það í dágóðan tíma, þeir sem ég held að finnist þeir þurfa 4G eru Millar sem þurfa ekkert að hafa áhyggjur að símreikningum einsog venjulegt fólk, því annaðhvort eiga þeir fjarskiptafyrirtækin eða símreikningurinn er skilinn eftir á gjaldþrota kennitölu, hverjir þurfa borga brúsann á endinum? einsog með Hörpuna sem allir sem vissu eitthverju viti sögðu að myndi aldrei standa undir sér, fín bygging bara of dýr fyrir budduna okkar.
ég sé engan tilgang með að taka upp 4G strax með 22 Milljarða kostnaði sem verður velt yfir á okkur notendur þegar það lyggur ekkert á þessu enda 5G sagt að það eigi ekki að koma út fyrr en 2020* og 3G kom nú bara út fyrir nokkrum árum og hefur ekki enn náð almennilegri fótfestu sennilega að hluta til útaf svona eitt stk bankahruni o.s.f
Íslenskir neytendur eru bara ekki að bíta á agnið með þunga snjallsíma notkun einsog á hinum Norðurlöndunum sennilega afþví það er enn of dýrt og óáræðanlegt kerfið hérna, að ætla að vaða enn dýpra útí laugina og vona að þetta reddist bara er svo týpískur 2007 hugsanagangur, það er óþarfi að PFS sé að þóknast Fjarskiptafyrirtækjunum um of enda er alveg nóg að hafa FME sem hörmulegt dæmi um slíka óeðlilega þjónkunarstefnu við stórhagsmuna aðila, það má fresta þessu útboði um ár.
Svo er engin trygging fyrir að maður sé að fá þennan hraða, þetta er allt veðri og vindum að kenna en ekki fjarskiptafyrirtækinu, það mætti gera margar úrbætur á þessum málum á alþingi, að tryggja betur réttindi okkar notenda IMO
*Reyndar er ekkert 100% að marka það
http://en.wikipedia.org/wiki/5g" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 21:52
af natti
<bitri gaurinn>
Stuffz skrifaði:
ok Ég þarf loft, vatn og mat, svefn og hreyfingu þetta veit ég fyrir víst
Annað sem ég veit fyrir víst er að Ég Þarf EKKI 4G,
Þetta er í besta falli ótrúlegur útúrsnúningur.
Á sömu forsendum þá *þarftu* heldur ekki tölvu, né internet, það er fullt af fólki sem lifir án þess að nota tölvu.
Það eru væntanlega fjarskiptafyrirtækin sem meta "þörfina" á 4G, þ.e.a.s. hvort það borgi sig að fara í fjárfestingu og uppbyggingu á 4G.
Stuffz skrifaði:
ég sé engan tilgang með að taka upp 4G strax með 22 Milljarða kostnaði sem verður velt yfir á okkur notendur þegar það lyggur ekkert á þessu enda 5G sagt að það eigi ekki að koma út fyrr en 2020*
Helduru þá að 5G verði ódýrara? Eða hélstu kannski að öll fjarskiptavirki væri bara ókeypis? Hluti af kostnaðinum gæti t.a.m. verið vegna kvaða um að uppbyggingin verði að ná á landsbyggðina líka, en ekki bara 101...
Stuffz skrifaði:
og 3G kom nú bara út fyrir nokkrum árum og hefur ekki enn náð almennilegri fótfestu sennilega að hluta til útaf svona eitt stk bankahruni o.s.f
Ha? Er 3G ekki búið að ná almennilegri fótfestu?
Þú meinar að allir snjallsíma og spjaldtölvueigendur séu bara fullir? Og þegar Nova og Síminn dreifðu 3G-Pungum einsog sælgæti, það var bara draumur? Og fjöldinn af þeim fyrirtækjum sem nota 3G fyrir varaleiðir, eða "mobile" skrifstofu, þau eru bara í ruglinu er það ekki?
Áðuren það var sett upp 3G kerfi hérna, þá var enginn skortur af spekingum, þ.m.t. innan fjarskiptafyrirtækjanna, sem sögðu að það myndi aldrei nokkur maður nota 3G.
Helduru í alvörunni að menn væru yfir höfuð að spá í 4G ef að enginn væri að nota 3G? Ef að 3G hefði bara verið flopp?
Stuffz skrifaði:
Íslenskir neytendur eru bara ekki að bíta á agnið með þunga snjallsíma notkun einsog á hinum Norðurlöndunum sennilega afþví það er enn of dýrt og óáræðanlegt kerfið hérna,
Þetta snýst ekki bara um snjallsíma (sjá að ofan), en það er þó rétt hjá þér að þetta er of dýrt, en þetta er margfalt ódýrara en þetta var fyrir nokkrum árum síðan, og notkunin hefur aukist í kjölfarið.
Stuffz skrifaði:
það er óþarfi að PFS sé að þóknast Fjarskiptafyrirtækjunum
Nú ertu e-ð að misskilja hlutverk PFS. Viltu s.s. að PFS komi í veg fyrir að fjarskiptafyrirtæki fái að byggja upp 4G kerfi ef að viðkomandi fjarskiptafyrirtæki sér viðskiptaáætlun með 4G?
PFs er síður en svo að "þóknast" fjarskiptafyrirtækunum. Þeir eru að bjóða upp tíðnisvið, og setja jafnvel kvaðir á að uppbyggingin verði að ná lengra en bara í miðbæ Rvk, það er langt frá því að þóknast fjarskiptafyrirtækjunum.
</bitri gaurinn>
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 22:28
af Glazier
Stuffz skrifaði:ég sé engan tilgang með að taka upp 4G strax með 22 Milljarða kostnaði sem verður velt yfir á okkur notendur þegar það lyggur ekkert á þessu enda 5G sagt að það eigi ekki að koma út fyrr en 2020* og 3G kom nú bara út fyrir nokkrum árum og hefur ekki enn náð almennilegri fótfestu sennilega að hluta til útaf svona eitt stk bankahruni o.s.f
5G ekki fyrr en 2020? það eru bara 7 ár í það?
3G kom bara út fyrir nokkrum árum? Man þetta ekki nákvæmlega en eru ekki um 6 ár síðan?
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 22:56
af Frantic
hagur skrifaði:Mætti ég þá frekar biðja um betra 3G samband með unlimited data plan, þó ekki væri nema bara innanlandstraffík.
+1
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 22:58
af Stuffz
natti skrifaði:<EDITED>
Stuffz skrifaði:
ok Ég þarf loft, vatn og mat, svefn og hreyfingu þetta veit ég fyrir víst
Annað sem ég veit fyrir víst er að Ég Þarf EKKI 4G,
Þetta er í besta falli ótrúlegur útúrsnúningur.
Á sömu forsendum þá *þarftu* heldur ekki tölvu, né internet, það er fullt af fólki sem lifir án þess að nota tölvu.
Það eru væntanlega fjarskiptafyrirtækin sem meta "þörfina" á 4G, þ.e.a.s. hvort það borgi sig að fara í fjárfestingu og uppbyggingu á 4G.</EDITED>
útúrsnúningurinn er ekki hjá mér, Ég er einfaldlega að benda á staðreyndir, ef þú vilt leggja tölvur og internet að jöfnu við 4G þá get ég ekki verið sammála, enda held ég að flestir viti að tölvur og internet eru þarfari hlutir en 4G jafnvel þótt fullt af fólki geti lifað án þeirra einsog þú segir.
natti skrifaði:<EDITED>
Stuffz skrifaði:
ég sé engan tilgang með að taka upp 4G strax með 22 Milljarða kostnaði sem verður velt yfir á okkur notendur þegar það lyggur ekkert á þessu enda 5G sagt að það eigi ekki að koma út fyrr en 2020*
Helduru þá að 5G verði ódýrara? Eða hélstu kannski að öll fjarskiptavirki væri bara ókeypis? Hluti af kostnaðinum gæti t.a.m. verið vegna kvaða um að uppbyggingin verði að ná á landsbyggðina líka, en ekki bara 101... </EDITED>
heyrðu félagi þú fyrirgefur ef ég tækla þetta í stuttu máli því þú ert því miður á villigötum ef þú heldur að ég hafi verið að tala fyrir því að sleppa 4G tækninni, ef þú lest betur það sem ég sagði þá var ég bara að tala fyrir að fresta þessu um 1 ár, óþarfi að vera eitthvað bitur yfir eitthverju sem ég var ekki að segja
natti skrifaði:<EDITED>
Stuffz skrifaði:
og 3G kom nú bara út fyrir nokkrum árum og hefur ekki enn náð almennilegri fótfestu sennilega að hluta til útaf svona eitt stk bankahruni o.s.f
Ha? Er 3G ekki búið að ná almennilegri fótfestu?
Þú meinar að allir snjallsíma og spjaldtölvueigendur séu bara fullir? Og þegar Nova og Síminn dreifðu 3G-Pungum einsog sælgæti, það var bara draumur? Og fjöldinn af þeim fyrirtækjum sem nota 3G fyrir varaleiðir, eða "mobile" skrifstofu, þau eru bara í ruglinu er það ekki?
Áðuren það var sett upp 3G kerfi hérna, þá var enginn skortur af spekingum, þ.m.t. innan fjarskiptafyrirtækjanna, sem sögðu að það myndi aldrei nokkur maður nota 3G.
Helduru í alvörunni að menn væru yfir höfuð að spá í 4G ef að enginn væri að nota 3G? Ef að 3G hefði bara verið flopp? </EDITED>
aftur, ef þú lest betur það sem ég sagði þá var ég bara að tala fyrir að fresta þessu um 1 ár, og svo hvað varðar 3G þá hefur þjónustan verið upp og ofan og engin trygging fyrir eitthverjum töfralausnum í hraða og gæðum bara afþví fjarskiptafyrirtækin setja upp aðra dýrari tækni, líklega frekar trygging fyrir meiri gjaldskrárhækkunum, og hærri símreikningum ef eitthvað. þar fyrir utan man ég eftir frétt frá Júlí/ágúst um að við værum eftirbátar hinna Norðurlandanna í notkun á 3G interneti, það var verið að tala við eitthvern stjórnanda hjá ónefndu Fjarskiptafyrirtæki man ekki hvort það kom fram hvort gjaldskráin væri sambærileg hér og þar eða ekki, annars þurfum við ekki að apa allt eftir nágrönnum okkar ekki spiluðu þeir rassinn úr buxunum 2008 einsog sumir aðrir, sem mættu aæveg læra af reynslunni og fara sér hægar og sparsamar.
natti skrifaði:<EDITED>
Stuffz skrifaði:
Íslenskir neytendur eru bara ekki að bíta á agnið með þunga snjallsíma notkun einsog á hinum Norðurlöndunum sennilega afþví það er enn of dýrt og óáræðanlegt kerfið hérna,
Þetta snýst ekki bara um snjallsíma (sjá að ofan), en það er þó rétt hjá þér að þetta er of dýrt, en þetta er margfalt ódýrara en þetta var fyrir nokkrum árum síðan, og notkunin hefur aukist í kjölfarið. </EDITED>
Kem inná þetta í fyrra svari, annars já þetta er ódýrara en betur má ef duga skal.
natti skrifaði:<EDITED>
Stuffz skrifaði:
það er óþarfi að PFS sé að þóknast Fjarskiptafyrirtækjunum
Nú ertu e-ð að misskilja hlutverk PFS. Viltu s.s. að PFS komi í veg fyrir að fjarskiptafyrirtæki fái að byggja upp 4G kerfi ef að viðkomandi fjarskiptafyrirtæki sér viðskiptaáætlun með 4G?
PFs er síður en svo að "þóknast" fjarskiptafyrirtækunum. Þeir eru að bjóða upp tíðnisvið, og setja jafnvel kvaðir á að uppbyggingin verði að ná lengra en bara í miðbæ Rvk, það er langt frá því að þóknast fjarskiptafyrirtækjunum.
</EDITED>
Þeir geta sett sig uppá móti áformum einsog aðrir, annars er ég ekki að festa mig í skrifræðislegum smáatriðum, Þetta má allt bíða í eitt ár til viðbótar, það lyggur engum svo lífið á þessu nema kannski þeim sem selja félögunum búnaðinn
annars talandi um kvaðir, það mætti setja kvaðir sem tryggja frekar hærri lágmarkshraða.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 23:10
af Stuffz
Frantic skrifaði:hagur skrifaði:Mætti ég þá frekar biðja um betra 3G samband með unlimited data plan, þó ekki væri nema bara innanlandstraffík.
+1
2x
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 23:18
af Nariur
Hvað græðir þú á að fresta framkvæmdum um eitt ár? búnaðurinn verður ekki teljandi ódýrari á það stuttum tíma.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Mán 05. Nóv 2012 23:25
af tdog
Ég vill bara mannsæmandi samband og hraða á 3G kerfi... Hvernig væri það?
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 00:30
af natti
Stuffz skrifaði:
útúrsnúningurinn er ekki hjá mér, Ég er einfaldlega að benda á staðreyndir, ef þú vilt leggja tölvur og internet að jöfnu við 4G þá get ég ekki verið sammála, enda held ég að flestir viti að tölvur og internet eru þarfari hlutir en 4G jafnvel þótt fullt af fólki geti lifað án þeirra einsog þú segir.
Þú varst að bera saman 4G við "loft, vatn, mat, svefn og hreyfingu".
Fyrir utan hreyfinguna (sem þó er mjög mikilvæg) þá er þetta upptalning á atriðum sem eru lífsnauðsynleg í eins bókstaflegri merkingu og hún gerist.
Þú getur líklega tekið allt sem þú átt og allt sem þú hefur, og sagt að það sé ónauðsynlegt samanborið við þessi atriði.
Þ.e.a.s., ef þú ætlar að segja að þú þurfir ekki allt sem að er ekki jafn mikilvægt og loft, vatn, matur, svefn og hreyfing, þá þarftu ekki tölvu og internet.
Það að bera saman "lúxusvöru" eins og 4G(eða tölvu, internet, skó, regnhlíf), við loft, vatn, mat og svefn er útúrsnúningur.
Þannig að jú, þú varst að snúa útúr.
Stuffz skrifaði:
ef þú lest betur það sem ég sagði þá var ég bara að tala fyrir að fresta þessu um 1 ár, óþarfi að vera eitthvað bitur yfir eitthverju sem ég var ekki að segja
Ég viðurkenni blindu mína, en ég sé hvergi að þú talir um að fresta þessum um eitt ár.
Og svo ég bæti nú við, hvað geriru ráð fyrir að uppbygging á 4G taki langan tíma eftir tíðnisviðauppboð?
Þú sagðir að það lægi ekkert á 4G og ýjaðir að því að við gætum alveg eins beðið eftir 5G (í 7-8 ár miðað við 2020 spánna).
Það er nú smá munur á 1 og 8 árum...
Ég byggði mína athugasemd á þessu, að þú værir að segja að við ættum bara að horfa framhjá allri framþróun næstu 8 árin og skoða stöðuna þá.
Stuffz skrifaði:
og svo hvað varðar 3G þá hefur þjónustan verið upp og ofan og engin trygging fyrir eitthverjum töfralausnum í hraða og gæðum bara afþví fjarskiptafyrirtækin setja upp aðra dýrari tækni, líklega frekar trygging fyrir meiri gjaldskrárhækkunum, og hærri símreikningum ef eitthvað. þar fyrir utan man ég eftir frétt frá Júlí/ágúst um að við værum eftirbátar hinna Norðurlandanna í notkun á 3G interneti
Ég kom hvergi inn á gæða umræðuna, bara inn á að 3G er allverulega búið að stimpla sig inn og mikið notað, og notkunin á 3G hefur aukist í samræmi við það að gjaldskrár hafa lækkað (frá því sem fyrst var).
Ég held að fjarskiptafélögin geri sér alveg grein fyrir að ef að 4G verður prísað upp í rjáfur þá fá þeir ekki viðskiptavini á það.
Varðandi hin norðurlöndin, þá erum við eftirbátar þeirra á svo mörgum sviðum þegar það kemur að tölvum og tækni að það er ekki einusinni fyndið.
</bitri gaurinn>
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 00:33
af Stuffz
Nariur skrifaði:Hvað græðir þú á að fresta framkvæmdum um eitt ár? búnaðurinn verður ekki teljandi ódýrari á það stuttum tíma.
örugglega ekki, en við erum allavegana ekki að blæða þessu fjármagni útúr landinu á meðan, fyrir eitthvað sem lyggur ekkert á, skapar þetta eitthvað fleiri störf? stuðlar þetta að lækkaðri gjaldskrá? eykur þetta erlendan gjaldeyri? styrkir þetta krónuna? minnkar þetta viðskiptahallann?
Það eina sem ég er að segja er að við erum ekki komin útúr þessum þrengingum ennþá.
Allt er gott í hófi
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 00:42
af nonesenze
Stuffz skrifaði:þeir sem ég held að finnist þeir þurfa 4G eru Millar sem þurfa ekkert að hafa áhyggjur að símreikningum einsog venjulegt fólk, því annaðhvort eiga þeir fjarskiptafyrirtækin eða símreikningurinn er skilinn eftir á gjaldþrota kennitölu, hverjir þurfa borga brúsann á endinum? einsog með Hörpuna sem allir sem vissu eitthverju viti sögðu að myndi aldrei standa undir sér, fín bygging bara of dýr fyrir budduna okkar.
ég sem lág launa maður kaupi galaxy s3... LTE.. og ég vill geta notað tækið með 4g eins og ætlað var, ég eyddi FULLT af penningum í þetta tæki og hver ert þú að segja að þetta fé ætti að fara í eitthvað annað, þvílíku fé er búið að eyða í MIKIÐ meiri vitleysu en þetta, tuðaðu um eitthvað annað eins og forritið sem ríkið eyðir mikið meiri pening í, eða hreinlega bara eitthvað sem vit er í, þetta er PEANUTS miðað við það sem fer í vitleysuna hérna
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 00:43
af natti
Stuffz skrifaði:Nariur skrifaði:Hvað græðir þú á að fresta framkvæmdum um eitt ár? búnaðurinn verður ekki teljandi ódýrari á það stuttum tíma.
örugglega ekki, en við erum allavegana ekki að blæða þessu fjármagni útúr landinu á meðan, fyrir eitthvað sem lyggur ekkert á, skapar þetta eitthvað fleiri störf? stuðlar þetta að lækkaðri gjaldskrá? eykur þetta erlendan gjaldeyri? styrkir þetta krónuna? minnkar þetta viðskiptahallann?
Það eina sem ég er að segja er að við erum ekki komin útúr þessum þrengingum ennþá.
Allt er gott í hófi
None of the above, en þetta bætir þjónustuframboðið.
Bætt við:
Skom ég skil alveg pointið þitt varðandi gjaldeyrinn og þh.
En það er ekki eins og ríkið sé að fara að borga þennan pening(nema að hluta), og þetta er ekki peningur sem fellur til á einu bretti.
Pointið mitt að við eigum í það minnsta að standa ekki í vegi fyrir því ef fyrirtæki (Nova,Síminn) vilja auka/bæta þjónustuna.
Þessi fyrirtæki munu gera það byggt á því hvort það sé arðbært eða ekki, og hversu mikinn styrk þeir fá fyrir landsbyggðaruppbyggingu.
Nova er ábyrgt gagnvart sínum hluthöfum, og ef þeir telja að þeir geti farið í 4G væðingu og grætt í leiðinni, þá er það win-win.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 00:47
af nonesenze
Stuffz skrifaði:Nariur skrifaði:Hvað græðir þú á að fresta framkvæmdum um eitt ár? búnaðurinn verður ekki teljandi ódýrari á það stuttum tíma.
örugglega ekki, en við erum allavegana ekki að blæða þessu fjármagni útúr landinu á meðan, fyrir eitthvað sem lyggur ekkert á, skapar þetta eitthvað fleiri störf? stuðlar þetta að lækkaðri gjaldskrá? eykur þetta erlendan gjaldeyri? styrkir þetta krónuna? minnkar þetta viðskiptahallann?
Það eina sem ég er að segja er að við erum ekki komin útúr þessum þrengingum ennþá.
Allt er gott í hófi
skilur þú ekki íslensku?... þetta er allt komið til að vera, skattar og hegningar og skamtíma lög, það fer aldrey neitt aftur sem setur einhver skonar
+ í ríkis kassann, sama þótt
krónan kosti tíkall
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 01:16
af Stuffz
natti skrifaði:Stuffz skrifaði:
útúrsnúningurinn er ekki hjá mér, Ég er einfaldlega að benda á staðreyndir, ef þú vilt leggja tölvur og internet að jöfnu við 4G þá get ég ekki verið sammála, enda held ég að flestir viti að tölvur og internet eru þarfari hlutir en 4G jafnvel þótt fullt af fólki geti lifað án þeirra einsog þú segir.
Þú varst að bera saman 4G við "loft, vatn, mat, svefn og hreyfingu".
Fyrir utan hreyfinguna (sem þó er mjög mikilvæg) þá er þetta upptalning á atriðum sem eru lífsnauðsynleg í eins bókstaflegri merkingu og hún gerist.
Þú getur líklega tekið allt sem þú átt og allt sem þú hefur, og sagt að það sé ónauðsynlegt samanborið við þessi atriði.
Þ.e.a.s., ef þú ætlar að segja að þú þurfir ekki allt sem að er ekki jafn mikilvægt og loft, vatn, matur, svefn og hreyfing, þá þarftu ekki tölvu og internet.
Það að bera saman "lúxusvöru" eins og 4G(eða tölvu, internet, skó, regnhlíf), við loft, vatn, mat og svefn er útúrsnúningur.
Þannig að jú, þú varst að snúa útúr.
hehe enn smá misskilningum
Ég var að skilgreina hvað er
ÞÖRF og hvað er ekki þörf og notaði til þess þekktar staðreyndir um hvað er þörf s.b.r vatn og loft o.s.f, og ég var ekki einusinni að svara þér í það fyrsta, en alltí lagi ef þú vilt kjósa að túlka þetta eitthvernveginn öðruvísi þá máttu það alveg fyrir mér. þetta er löngu komið í eitthvað off topic smámunasemi, með fullri virðingu
natti skrifaði:
Stuffz skrifaði:
ef þú lest betur það sem ég sagði þá var ég bara að tala fyrir að fresta þessu um 1 ár, óþarfi að vera eitthvað bitur yfir eitthverju sem ég var ekki að segja
Ég viðurkenni blindu mína, en ég sé hvergi að þú talir um að fresta þessum um eitt ár.
Og svo ég bæti nú við, hvað geriru ráð fyrir að uppbygging á 4G taki langan tíma eftir tíðnisviðauppboð?
Þú sagðir að það lægi ekkert á 4G og ýjaðir að því að við gætum alveg eins beðið eftir 5G (í 7-8 ár miðað við 2020 spánna).
Það er nú smá munur á 1 og 8 árum...
Ég byggði mína athugasemd á þessu, að þú værir að segja að við ættum bara að horfa framhjá allri framþróun næstu 8 árin og skoða stöðuna þá.
ok bara misskilningur aftur ég sé að ég hefði átt að hafa þetta á meira áberandi stað í þræðinum, alltaf lélegri gæðin á þessum þráðum seinna á kvöldin eitthverra hluta vegna
annars ftr ég nefndi ekki 4G sérstaklega en ég sagði að það mætti fresta þessu útboði (þ.e.a.s. þessu 4G útboði) í 1 ár, s.b.r þessa mynd og link hérna fyrir neðan
MYND:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 66#p476376" onclick="window.open(this.href);return false;
natti skrifaði:
Stuffz skrifaði:
og svo hvað varðar 3G þá hefur þjónustan verið upp og ofan og engin trygging fyrir eitthverjum töfralausnum í hraða og gæðum bara afþví fjarskiptafyrirtækin setja upp aðra dýrari tækni, líklega frekar trygging fyrir meiri gjaldskrárhækkunum, og hærri símreikningum ef eitthvað. þar fyrir utan man ég eftir frétt frá Júlí/ágúst um að við værum eftirbátar hinna Norðurlandanna í notkun á 3G interneti
Ég kom hvergi inn á gæða umræðuna, bara inn á að 3G er allverulega búið að stimpla sig inn og mikið notað, og notkunin á 3G hefur aukist í samræmi við það að gjaldskrár hafa lækkað (frá því sem fyrst var).
Ég held að fjarskiptafélögin geri sér alveg grein fyrir að ef að 4G verður prísað upp í rjáfur þá fá þeir ekki viðskiptavini á það.
Varðandi hin norðurlöndin, þá erum við eftirbátar þeirra á svo mörgum sviðum þegar það kemur að tölvum og tækni að það er ekki einusinni fyndið.
ok ég allavegana finnst 3G alveg nóg eða einsog ég sagði þarna upphaflega "Ég Þarf EKKI 4G"
hehe kannski rétt hjá þér varðandi hin norðurlöndin, sérstaklega eftir hvað gerðist hér fyrir nokkrum árum myndi vilja sjá meiri tölfræði ef þú rekst á hana
annars virkar allt svona á mann einsog enginn hafi lært neitt af því sem gerðist.
Re: 4G Network - Verðhugmynd 22-33 Milljarðar
Sent: Þri 06. Nóv 2012 01:34
af Stuffz
natti skrifaði:Stuffz skrifaði:Nariur skrifaði:Hvað græðir þú á að fresta framkvæmdum um eitt ár? búnaðurinn verður ekki teljandi ódýrari á það stuttum tíma.
örugglega ekki, en við erum allavegana ekki að blæða þessu fjármagni útúr landinu á meðan, fyrir eitthvað sem lyggur ekkert á, skapar þetta eitthvað fleiri störf? stuðlar þetta að lækkaðri gjaldskrá? eykur þetta erlendan gjaldeyri? styrkir þetta krónuna? minnkar þetta viðskiptahallann?
Það eina sem ég er að segja er að við erum ekki komin útúr þessum þrengingum ennþá.
Allt er gott í hófi
None of the above, en þetta bætir þjónustuframboðið.
Bætt við:
Skom ég skil alveg pointið þitt varðandi gjaldeyrinn og þh.
En það er ekki eins og ríkið sé að fara að borga þennan pening(nema að hluta), og þetta er ekki peningur sem fellur til á einu bretti.
Pointið mitt að við eigum í það minnsta að standa ekki í vegi fyrir því ef fyrirtæki (Nova,Síminn) vilja auka/bæta þjónustuna.
Þessi fyrirtæki munu gera það byggt á því hvort það sé arðbært eða ekki, og hversu mikinn styrk þeir fá fyrir landsbyggðaruppbyggingu.
Nova er ábyrgt gagnvart sínum hluthöfum, og ef þeir telja að þeir geti farið í 4G væðingu og grætt í leiðinni, þá er það win-win.
ok þú hefur þá meiri trú á þessum en ég, því ég fyrir mitt leyti treysti þessum fyrirtækjum ekki neitt til að taka gáfulegar ákvarðanir, fyrirtæki að mínu viti eru heimskar verur sem láta heillast af veðri og vindum, og ég er hlynntur hámarks aðhaldi á sem flestum sviðum sem varða efnahag landsins þar til við erum endanlega komin útúr þessarri efnahags krýsu. og af nógu að taka svosem.