Síða 1 af 1

Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 08:45
af bjorninn
Ég var að velta fyrir mér varðandi rafmagn.

Bý í fremur gömlu húsi í 101 og rafmagnið á það til að slá út og er líklega síðan Edison fann upp ljósaperuna,
hvort það færi ekki ferlega með tækin?

Var að hugsa um að fjárfesta í UPS til að róa mig, einhverjar hugmyndir varðandi það?

Bestu kveðjur,
Bjössi

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 10:00
af Domnix
Fjárfesta í nýrri töflu?

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 10:05
af playman
Domnix skrifaði:Fjárfesta í nýrri töflu?
Ef það væri bara alltaf svo einfalt.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 10:13
af kvaldik
Ný tafla / nýjar lagnir gera meira gagn en UPS. Að kaupa UPS væri eins og að festa vasaljós við ljósakrónuna þegar peran springur, þú færð ljós en vandamálið er ennþá til staðar.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 11:08
af litli_kallinn
er alltaf með uppsa í gangi hjá mér eftir rafmagnstruflanirnar í fyrra.. eyðilagðist allt í tölvunni nema vifturnar :/

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 11:11
af dori
Það að rafmagn slái út er ekki endilega slæmt fyrir búnaðinn, það er bara slæmt fyrir skapið því að það er ömurlegt að missa vinnuna sína (eða detta útúr leiknum sínum). Rafmagnstruflanir eru hins vegar algjör killer og það hefur verið bent á það í nokkrum þráðum hérna að surge protector sé sniðugur í slíkum tilfellum.

T.d.
http://www.computer.is/vorur/4564/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 11:22
af FuriousJoe
dori skrifaði:Það að rafmagn slái út er ekki endilega slæmt fyrir búnaðinn, það er bara slæmt fyrir skapið því að það er ömurlegt að missa vinnuna sína (eða detta útúr leiknum sínum). Rafmagnstruflanir eru hins vegar algjör killer og það hefur verið bent á það í nokkrum þráðum hérna að surge protector sé sniðugur í slíkum tilfellum.

T.d.
http://www.computer.is/vorur/4564/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er ekki alveg rétt, sérstaklega ef taflan er rosa gömul. Þegar rafmagn slær út í sumum tilfellur er það vegna þess að það verður rosaleg breyting á spennu - ef spennan verður allt í einu alltof mikil og það slær út þá getur það valdið því að rafmagn í heimahúsum hækkar í sekúndubrot áður en rafmagn fer af. Þegar það gerist geta raftæki skemmst. Svo virkar það líka í hina áttina, ef rafmagn minkar og situr þannig í 3-6 sek áður en það slær út geta raftæki skemmst.

Man einna helst eftir því þegar ég bjó í Keflavík og það sló niður eldingu í ljósastaur, þar skemmdust yfir hundruði sjónvarpstækja á heimilum í kring.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 11:41
af dori
FuriousJoe skrifaði:
dori skrifaði:Það að rafmagn slái út er ekki endilega slæmt fyrir búnaðinn, það er bara slæmt fyrir skapið því að það er ömurlegt að missa vinnuna sína (eða detta útúr leiknum sínum). Rafmagnstruflanir eru hins vegar algjör killer og það hefur verið bent á það í nokkrum þráðum hérna að surge protector sé sniðugur í slíkum tilfellum.

T.d.
http://www.computer.is/vorur/4564/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er ekki alveg rétt, sérstaklega ef taflan er rosa gömul. Þegar rafmagn slær út í sumum tilfellur er það vegna þess að það verður rosaleg breyting á spennu - ef spennan verður allt í einu alltof mikil og það slær út þá getur það valdið því að rafmagn í heimahúsum hækkar í sekúndubrot áður en rafmagn fer af. Þegar það gerist geta raftæki skemmst. Svo virkar það líka í hina áttina, ef rafmagn minkar og situr þannig í 3-6 sek áður en það slær út geta raftæki skemmst.

Man einna helst eftir því þegar ég bjó í Keflavík og það sló niður eldingu í ljósastaur, þar skemmdust yfir hundruði sjónvarpstækja á heimilum í kring.
Þarna ert þú einmitt að tala um rafmagnstruflanir sem fylgja því að rafmagnið slær út. Það eru líka rafmagnstruflanir er það ekki? Ég sagði að það að rafmagni slái út sé ekki endilega slæmt.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 11:48
af raekwon
flökt á rafmagni fer mjög illa með allar gerðir raftækja bara mismunandi hvort að skiptir máli eins og mótor hann fer örlítið hraðar, en ef við segjum td að spennirinn í aflgjafanum sé að breyta 235v ac í 12v dc og sé með 10% skekkjumörk í báðar áttir ac megin, til að halda spennunni 11.8 til 12.2 sem er leyfilegt af framleiðendum tölvubúnaðar svo er þéttir sem grípur max 2sek niðurfall í spennu.
svo þegar högg kemur á spennu upp eða niður og svo upp aftur þá getur það auðveldlega skemmt hluti og þá sérstaklega harða diska því að þá fer oftast stýriplatan í þeim, þolir kannski nokkur skipti og svo er hann bara hruninn og ekkert virkar, þarf aðeins meira til að móðurborðið fari svo að ups sem eru til niðrí ca 18þ nýjir eru ekkert endilega slæm fjárfesting því að þeir geta verið stilltir sumir þannig að senda tölvunni boð um að drepa á sér ef þeir fá ekki spennu inná sig aftur áður en tíminn líður sem þeir halda inni og þá kannski vista forrit sem stillt eru þannig áður en þau slökkva á sér. ups varnar því líka að of há spenna fari í gegn en getur eyðilagst ef hann er of mikið yfir 240 voltum.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 12:08
af beggi90
Alltaf mælt með því að tölvur sem eru á óstöðugu rafmagni (helst allar) séu að nota eitthverskonar surge protection.
Seinast þegar ég skoðaði þetta kostaði fjöltengi með slíku um 9k í Bauhaus, ekki hugmynd um hvort það sé ódýrt eða ekki.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 12:49
af worghal
Mikid rosalega er eg heppinn midad vid thessar lysingar. A minum sidustu 8 arum hef eg lent i otal spennuflokti og utslaetti en alltaf sloppid vid skemdir a raftaekjum :D

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Mán 05. Nóv 2012 12:57
af tdog
Nú er ég að pæla í því að kaupa UPSa fyrir rándýra sjónvarpið mitt...

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Þri 06. Nóv 2012 01:04
af FuriousJoe
tdog skrifaði:Nú er ég að pæla í því að kaupa UPSa fyrir rándýra sjónvarpið mitt...
:happy :megasmile

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Þri 06. Nóv 2012 08:11
af Arnarr
worghal skrifaði:Mikid rosalega er eg heppinn midad vid thessar lysingar. A minum sidustu 8 arum hef eg lent i otal spennuflokti og utslaetti en alltaf sloppid vid skemdir a raftaekjum :D
Afgjöfum í tölvum er næstum því sama þó spennan flökti einhvað smá, flestir eru gerðir fyrir spennur ~100V og uppí 250V. Fer samt eftir gæðum afgjafana.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Þri 06. Nóv 2012 13:21
af Pandemic
Ef rafmagnið er það slæmt í húsinu að það slær alltaf út, er þá ekki bara augljóst mál að það þurfi að skipta um töflu? Ég myndi halda að kerfi sem er jafn slæmt og þú segir frá, þá sé það hættulegt að vera með það í svona standi.

Re: Óstöðugt rafmagn

Sent: Fös 16. Nóv 2012 20:51
af bjorninn
Það er það sko... málið er bara að fá eigandann til að gera eitthvað í málunum sem horfir til betri vegar.

Fékk surge protector fjöltengi hjá Kísildal á 2 þúsund kall, gjöf en ekki gjald, er með usb tengingu sem slekkur á hverju og einu tæki, alger snilld:)
Líður mun betur eftir að hafa fjárfest í því.

Takk fyrir góð ráð strákar!