Síða 1 af 1
youtube vandamál
Sent: Sun 21. Okt 2012 23:53
af Sphinx
alltaf þegar ég er að horfa á youtube video þá stoppar video-in alltaf, hætta bara að loada. ég þarf alltaf að spóla til baka eða áfram til að þau byrji að virka aftur.
er búinn að hreynsa history og cookies og allt það sorp, en ekkert breyttist.
hefur einhver lennt í þessu og kann að laga þetta ?
edit: nota google chrome
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 00:46
af Squinchy
Gerist þetta í öðrum vafrara eins og FF eða IE ?
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 08:54
af jonbk
þetta er líka að gerast hjá mér ! alveg hræðilega pirrandi, ég er að nota firefox og get ekki prófað neinn annan vafra þar sem enginn annra vafri virkar hjá mér :/
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 09:02
af emmi
Gerist líka hjá mér, ég heyrði að einhverjar breytingar hefði orðið á rútum (routes/peerings) milli Íslands og Google (Youtube), sel það ekki dýrara en ég keypti það en þetta var í fínu lagi fyrir nokkrum vikum síðan.
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 10:03
af playman
Youtube er búið að vera með eithvað vesen síðustu daga, það er ekki hægt að horfa á myndbönd án þess að láta þau hlaða sig fyrst.
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 15:37
af psteinn
Það gerist líka hjá mér að ég er kominn 1/2 vídeoið og það stoppar og byrjar allt aftur.
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 17:53
af svanur08
run-a CCleaner það leysti það hjá mér.
Re: youtube vandamál
Sent: Mán 22. Okt 2012 18:57
af Prentarakallinn
Þetta er líka að gerast hjá mér, tók eftir þessu eftir að ég update-aði flash player