Síða 1 af 1

Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 21:07
af westernd
Hef verið mikið að skoða síma þessa dagana, ég hélt að ég væri að fara kaupa iphone 5 þar til ég sá verðið


Þeir símar sem ég hef verið að skoða eru

Iphone 4s
nokia lumia 800
Samsung Galaxy S-II

Sony?


Alveg virkilega skiptar skoðanir á símum og eflaust fer þetta allt eftir hvað manni líkar en ég væri endilega til í að heyra hvað ykkur finnst um þessar týpur sem ég hef nefnt
ef aðrir símar sem þið vitið um sem eru á verðbili 60-99.000kr og mælið með endilega segið frá

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 21:12
af kfc
Ég mæli með S3, en af þessum símum sem þú nefnir kemur bara S2 til greina að mínu mati.

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 21:18
af hfwf
Nú er s2 kominn í einhvern 69900 kr í elko minnir mig að ég hafi séð , mæli með honum á einn sjálfur og hann er svarta gullið mitt :)
s3 er kominn í einhvern 120þús hjá nova held ég.
nokia símarnir eru fínir, en mér finnst WINosið ekki skemmtilegt. sama má segja við iOS, sony á einhverja fína síma.
Meira veit ég ekki hvað ég persónulega gæti sagt.

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 21:21
af krissdadi
Spurning að bíða eftir Nokia Lumia 920

Windows phone8
Þráðlaus hleðsla
Pureview myndavél
Næmasti snertiskjárinn með hærri upplausn en iphone5 og Galaxy S3
Og Nokia Maps

:-k

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 21:41
af SDM
það var tilboð í fyrradag ef ég man rétt á aha.is S2 á 89þ.

Þarft bara að hafa augun opin. 8-[

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 21:47
af audiophile
Lumia 920 er eitthvað sem menn ættu að fylgjast með.

:-$

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 22:10
af krissdadi
aha.is er að bjóða Galaxy S3 á 89,900.-

Tæpir 2 tímar til stefnu.

http://www.aha.is/

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 22:59
af westernd
Já mér finnst S3 bara alltof stór :/

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 23:00
af daniel
Síðan er Galaxy SIII Mini að mæta á svæðið

http://www.theverge.com/2012/10/10/3482 ... ch-jk-shin

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 23:00
af bAZik
Klárlega Lumia 920. Það er minn næsti, mæli með að þú skoðir hann vel og vandlega, rosalegur sími.

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 23:05
af westernd
Hvernig er með batterín á þessum síma sem ég hef nefnt?

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 23:06
af Tesy
daniel skrifaði:Síðan er Galaxy SIII Mini að mæta á svæðið

http://www.theverge.com/2012/10/10/3482 ... ch-jk-shin
Allt er að verða stærra og stærra, ég man þegar snertisímar sem voru kallaðir "mini" voru bara 2,5" - 3"
Svo.. 4" er orðinn mini núna?

En er sjálfur samt drullu sáttur með þetta, finnst 4,8" vera of stór.
Mæli með að þú bíðir eftir S3 mini eða Lumia 920, svo mun verðið á iPhone 5 örruglega lækka bráðum þegar eftirspunin er orðin minni.

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 23:11
af westernd
Jamm verður fm sendir á n 910 ? :S , er komin offical útgáfudagur á hann ?

Re: Val á síma.

Sent: Mið 10. Okt 2012 23:21
af Tesy
Ugh.. hélt að S3 mini myndi bara hafa svipað specs og International S3 ](*,)

Leak specs sem S3 mini myndi líklega hafa
- 800 x 480 Upplausn
- 1GHz STE U8420 Dual Core
- 1GB RAM
- 5 MP Myndavél
- 399 evrur

URL: http://www.dailytech.com/Quick+Note+Sam ... 27899c.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Val á síma.

Sent: Fim 11. Okt 2012 08:09
af Swooper
Tékkaðu á Motorola Razr. Hann er með svipuð specs og S2 og var á 60k í Hátækni síðast þegar ég vissi.

Re: Val á síma.

Sent: Fim 11. Okt 2012 09:07
af Halli25
Það var símaklúbbstilboð á þessum síma um daginn, 40K afsláttur með að slá í kóða:
https://vefverslun.siminn.is/vorur/fars ... axy_nexus/" onclick="window.open(this.href);return false;

stóð á meðan birgðir endust, ég myndi fara í hann:
SAMSUNG GALAXY NEXUS MEÐ 40.000 KR AFSLÆTTI!

Nú býðst Netklúbbsmeðlimum 40.000 kr. afsláttur af Samsung Galaxy Nexus snjallsíma. Nexus símarnir hafa slegið í gegn um allan heim og þetta er því frábært verð á frábærum síma!

Síminn er með 5 MP myndavél og getur tekið upp myndskeið í 1080P gæðum. Þá er hann með tvíkjarna örgjörva og er uppfæranlegur í JellyBean, nýjustu útgáfuna af Android.

Til að virkja afsláttinn skaltu slá nexus inn í tilboðsreitinn í kaupferlinu. Tilboðið er aðeins í boði á vefverslun og gildir á meðan birgðir endast. Ekki er hægt að nýta greiðsludreifingu með þessu tilboði.