Þú getur haft samband við Steam support. Ég hef einu sinni þurft að gera þetta þar sem ég þurfti að reclaim-a accountið mitt eftir að hafa gleymt passwordinu og ég var einmitt með @visir.is e-mail þegar ég bjó accountið til árið 2004.
https://support.steampowered.com/newticket.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þú hefur ekki notað Steam Support áður þarftu að búa til sér account fyrir það, sem tengist Steam accountinu þínu ekki neitt.
Þú þarft að gefa eitthvað af þessum upplýsingum:
https://support.steampowered.com/kb_art ... -EAFZ-9762" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta eru nokkrar leiðir sem þú getur notað til að sanna að þú ert í rauninni sá sem á accountinn. Sjálfur notaði ég Kreditkorta leiðina, ss. CC týpan, nafnið á kortinu, billing address og síðustu 4 stafirnir í númerinu. Það var nóg til þess að ég gat fengið þá til þess að breyta e-mailinu mínu.
Þegar þú ert búinn að logga þig inn á Steam Support, lestu greinina sem ég linkaði á áðan. Veldu síðan Contact Support og fylltu út reitina þar.
Í product reitnum, veldu *STEAM*
Category: Account Questions, síðan Steam Guard/Email Verification.
Restina þarftu að fylla út sjálfur með þínum upplýsingum.
Það gæti síðan tekið nokkra daga þangað til þeir svara þér. Ferlið tók mig allt í allt 3 daga, fyrir örugglega 4 árum síðan.