Síða 1 af 3
vantar þig þræl?[uppfært]
Sent: Mán 01. Okt 2012 16:49
af bixer
Flestum hefur eflaust langað að eiga nokkra þræla en það er því miður og sem betur fer bannað. Ég hins vegar býð upp á þá þjónustu að vera "þræll" ég get sinnt allskonar störfum, er ýmsu vanur og þoli mikið álag.
Ég er 17 ára nemi og vegna aldurs er erfitt fyrir mig að finna vinnu. Flest fyrirtæki gera kröfu á 18 ára aldur.
Er ekki að leitast eftir neinu sérstöku, er til í nánast hvað sem er fyrir réttan pening. Með þeim skilyrðum að verkin valdi mér ekki varanlegum skaða.
Hef unnið við þrif, uppvask, kassa,aðstoðarkokkur og önnur eldhússtörf, iðnaðarmannavinnu, var í bæjarvinnunni og fékk að kynnast ýmsum garðstörfum ásamt ýmsu sem unglingur í bæjarvinnu ætti aldrei að þurfa að gera.
ekki vera feiminir við að senda mér skilaboð. ég vinn ódýrt(nánast til í þrælavinnu)
Get unnið öll þau verk sem þú nennir ekki/hefur ekki tíma fyrir!
Smá info um mig:
-Er í tækniskólanum
-mjög samviskusamur
-jákvæður
-með bílpróf
-á bíl
-er einungis háður koffíni(drekk ekki, reyki ekki, tek varla verkjalyf)
-get rifið símaskrá
-stundvís
-hrein sakaskrá
-ágæt tölvukunnátta
-hrikalega góð dönskukunnátta!
-góðu formi(120 bekk, 160 réttstaða)
-fljótur að læra
Dæmi um vinnu
-Heimilisþrif
-Bílaþrif
-önnur þrif
-týna rusl
-passað börn
-labba með hunda
-þrífa rimlagluggatjöld fyrir jólin
-photoshop(er enginn meistari)
-í alvöru ég er til í hvað sem er
Einnig ef þið hafið hugmyndir um vinnu fyrir mig þá væri það mjög gott. er búinn að sækja um á mjög mörgum stöðum
þetta er ekki djók
!lágmarkslaun 800kr! fer eftir vinnunni
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mán 01. Okt 2012 16:51
af GuðjónR
Þetta er nú ein flottasta atvinnuauglýsing sem ég hef séð

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 02. Okt 2012 13:22
af bixer
Takk fyrir það, enda er ég rosalega hissa á að fá engin viðbrögð.
Það hlítur einhvern að vanta þræl!?
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 02. Okt 2012 13:53
af vesi
flott auglýsing. ertu búinn að setja þig á bland.is. Gangi þér rosalega vel
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 02. Okt 2012 14:37
af J1nX
ertu með bílpróf? ef svo er þá held ég að zirius sé ennþá að leita sér að aðstoðarmanni við daglegt líf
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 02. Okt 2012 15:52
af bixer
já ég er með bílpróf. Geturu komið með meira info?
og já þetta er komið á bland. fæ engin viðbrögð, ég held að fólk sé ekki að taka þetta alvarlega. Er enginn latur hérna?
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 02. Okt 2012 16:02
af svensven
bixer skrifaði:já ég er með bílpróf. Geturu komið með meira info?
og já þetta er komið á bland. fæ engin viðbrögð, ég held að fólk sé ekki að taka þetta alvarlega. Er enginn latur hérna?
ZiRiuS hérna á vaktinni, hann hefur verið að auglýsa eins og J1nx segir, getur prufað að senda honum skilaboð :]
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 16. Okt 2012 23:13
af bixer
svensven skrifaði:bixer skrifaði:já ég er með bílpróf. Geturu komið með meira info?
og já þetta er komið á bland. fæ engin viðbrögð, ég held að fólk sé ekki að taka þetta alvarlega. Er enginn latur hérna?
ZiRiuS hérna á vaktinni, hann hefur verið að auglýsa eins og J1nx segir, getur prufað að senda honum skilaboð :]
Sendi honum skilaboð, hann var ný búinn að ráða...
Ég fékk vinnu tímabundið en endaði með að tapa á því að fara í vinnuna eins kjánalegt og það hljómar. Var semsagt í símasölu og fékk borgað fyrir sölur. er of góð manneskja til að plata gömlu konurnar þannig ég náði bara örfáum sölum og það svaraði ekki auknum bensín og matarkostnaði við að fara í vinnuna...
er til í allt!
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 16. Okt 2012 23:39
af steinarorri
Vantar Domino's ekki alltaf fólk í símasvörun/útkeyrslu/bakstur? Matvöruverslanir, kjöt/fiskverslanir, símafyrirtækin, IKEA etc.
Svo getur verið sniðugt að sækja um t.d. í Hagkaup/Toys'R Us núna fyrir jólavinnu og reyna svo að halda vinnunni eftir jólin.
Getur skellt smáauglýsingu í fréttablaðið

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 23. Okt 2012 21:52
af bixer
upp...trúi ekki að það sé ekki einhver letingi hérna!
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Þri 23. Okt 2012 22:08
af Tesli
Þú átt hrós skilið fyrir þetta, færð frítt bump hjá mér
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 00:12
af methylman
Hvað viltu fá á tímann fyrir að hjálpa mér að flytja , þú mátt ekki vera fullur í vinnunni eða reykja. Kostur ef þú getur tekið gríni og drekkur kaffi.
Get líka borgað í hardware

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 09:45
af bixer
1500 kr á tímann er lágmark, er sterkur svo að flutningavinna er ekkert mál fyrir mig. hef aldrei drukkið(áfengi) eða reykt. get tekið öllu gríni, get drukkið kaffi ef það er krafa. tek peninga fram yfir íhluti en það er svosem alltaf eitthvað sem mig vantar
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 11:36
af Garri
1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 12:30
af tlord
Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.
1500 svart er meira svona 1200 uppg. fyrir atvinnurekanda
edit:
er ekki að mæla með svona, en 1500 er ekki mikið fyrir afmörkuð verk í íhlaupavinnu
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 13:09
af Garri
Atvinnurekandi þarf að greiða rúm 8% í tryggingagjald, 8% í mótframlag í lsj. Launþegi 1% í stéttargjöld, 4% í lífeyssjóð. Skattur er þetta á bilinu 30-rúm 40% eftir öðrum launum eins og atvinnuleysisbótum.
Ef einstaklingur er á atvinnuleysisbótum (nýtir skattkortið 100%) og atvinnurekandinn borgar 3.000 uppgefið í laun og launatengdgjöld, þá fær launþeginn um 1.500 útborgað.
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 14:09
af vesi
vantar menn á öll hjólbarðaverkstæði í rvk held ég..
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 15:02
af tlord
Garri skrifaði:Atvinnurekandi þarf að greiða rúm 8% í tryggingagjald, 8% í mótframlag í lsj. Launþegi 1% í stéttargjöld, 4% í lífeyssjóð. Skattur er þetta á bilinu 30-rúm 40% eftir öðrum launum eins og atvinnuleysisbótum.
Ef einstaklingur er á atvinnuleysisbótum (nýtir skattkortið 100%) og atvinnurekandinn borgar 3.000 uppgefið í laun og launatengdgjöld, þá fær launþeginn um 1.500 útborgað.
líka orlof. uþb 10%
Mér fannst þú hljóma eins og greiðandinn ætti að taka allan 'ávinninginn' af því að snuða ríkiskassann.
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 16:48
af bixer
Ég skil það að þér finnist 1500 vera hátt fyrir svarta vinnu en þú verður að taka tillit til þess að ég er ekki tryggður, veit ekkert hvernig fólk ég vinn fyrir, vinn bara í örfáa tíma hjá hverjum aðila. allavega hefur það verið þannig hingaðtil.
1500 var nú bara það sem mér finnst um flutningavinnu. allavega eins og ég sé hana fyrir mér. ef þetta er ekkert stórt þá gæti vel verið að ég lækki mig eitthvað. annars hef ég unnið fyrir minna en 1000 kr á tímann með því skilyrði að fá lágmark 2 þúsund kr. svo ég sé ekki að koma mér einhvert, vinna í klukkutíma og fá 800kr=tap
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 17:44
af Garri
bixer skrifaði:Ég skil það að þér finnist 1500 vera hátt fyrir svarta vinnu en þú verður að taka tillit til þess að ég er ekki tryggður, veit ekkert hvernig fólk ég vinn fyrir, vinn bara í örfáa tíma hjá hverjum aðila. allavega hefur það verið þannig hingaðtil.
1500 var nú bara það sem mér finnst um flutningavinnu. allavega eins og ég sé hana fyrir mér. ef þetta er ekkert stórt þá gæti vel verið að ég lækki mig eitthvað. annars hef ég unnið fyrir minna en 1000 kr á tímann með því skilyrði að fá lágmark 2 þúsund kr. svo ég sé ekki að koma mér einhvert, vinna í klukkutíma og fá 800kr=tap
Sammála því.. það er ekki sama hvað er.
Dóttir mín (17 ára) vinnur fyrir 950kr á tímann að mér skilst, selur skó í búð, að sjálfsögðu þarf hún að borga skatta og í lífeyrissjóð og launagreiðandinn tryggingagjald og mótframlag. Ef þú værir verktaki með VSK-númer (værir þá bæði launagreiðandi og launþegi) og værir að selja þig út með einhverja þekkingu á bakinu, þá þyrftir þú að selja þig út á 4.000 krónur til að eiga 1.500 eftir í vasanum sem "launþegi"
Auðvitað á kaup að ráðast af hvað viðkomandi ræður við með góðu og hverju hann skilar. Og ef þú ert jafn duglegur og þessi innlegg benda til, þá er ég viss um að 1.000 krónur verði 1.500 og síðan 2.000 þegar fram líður.
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 20:58
af Gúrú
Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.
Nei? Hvernig í ósköpunum færðu það út. Ég er sannarlega virkilega, virkilega forvitinn um hvernig þú færð það út að 1500 svart sé eins og 3000 uppgefið
fyrir atvinnurekandannn.
Það er nær þrefaldur munur á því hvernig það er
fyrir atvinnurekandann að hafa einhvern svart á 1500 og að hafa einhvern á 3000 uppgefið.
Af hverju ætti atvinnurekandanum ekki að vera slétt sama um nokkuð annað en hvað áunnin vinna er að kosta hann ef að honum er sama um ólögmætið?
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 21:32
af rango
Gúrú skrifaði:Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.
Nei? Hvernig í ósköpunum færðu það út. Ég er sannarlega virkilega, virkilega forvitinn um hvernig þú færð það út að 1500 svart sé eins og 3000 uppgefið
fyrir atvinnurekandannn.
Það er nær þrefaldur munur á því hvernig það er
fyrir atvinnurekandann að hafa einhvern svart á 1500 og að hafa einhvern á 3000 uppgefið.
Af hverju ætti atvinnurekandanum ekki að vera slétt sama um nokkuð annað en hvað áunnin vinna er að kosta hann ef að honum er sama um ólögmætið?
Fyrsta sem ég sé þig skrifa sem meikar einhvað "sens"

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 21:59
af Gúrú
rango skrifaði:Fyrsta sem ég sé þig skrifa sem meikar einhvað "sens"

Töffari.
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 22:32
af Garri
"Gaman" þegar menn eru jafn virkilega harðir í því að gera sig að fíflum á netinu og þessi svokallaði "Gúrú"
Ég er að sjálfsögðu tala um verktakagreiðslur. Þegar maður er verktaki, þá er maður bæði atvinnurekandi og launþegi hjá sjálfum sér.
Verktaki þarf að borga mótframlag, verktaki þarf að borga tryggingagjald, verktaki þarf að borga VSK, sami aðili þarf síðan að borga staðgreiðslu eins og launþegi, í lífeyrissjóð og í stéttafélag eins og launþegi.
Ef einstaklingur er verktaki og þá sem atvinnurekandi, þá er munurinn eins og ég sýndi hér að framan.
Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)
Sent: Mið 24. Okt 2012 22:37
af DerrickM
Haha gaman hvað þráðurinn fór off topic, gangi þér vel með atvinnuleitina engu að síður
