Síða 1 af 1

Viðgerðir á plasma sjónvarpi

Sent: Sun 30. Sep 2012 16:51
af andripepe
Góðan dag, ég fékk í hendurnar huge plasma sjónvarp frá "Hyundai" Og það er bilað. Mig vantar að fá ráðleggingar um hvaða verkstæði myndu geta lagað það eða einstaklingur. Og hvort það taki því að gera við það yfirhöfuð.

Vandámálið er þannig að það kemur straumur á það og ljós á ledið, En það kemur engin mynd en ég heyri svona "hátíðnihljóð" og finnst eins og ég heyri í rugl snjókummuni sem kemur á skjáinn þegar það er ekki tengt við afruglara eða loftnet.


kv

Re: Viðgerðir á plasma sjónvarpi

Sent: Sun 30. Sep 2012 17:16
af playman
Ertu búin að taka ljós og lýsa á skjáinn? best er að taka vasaljós og setja það alveg uppvið skjáinn og sjá svo hvort að þú sérð móta fyrir mynd eða hreyfingu.
Ef þú sérð mynd þá er inverterinn farinn.

Einnig, ef þú þorir að opna sjónvarpið og skoða inní það þá geturu hugsanlega sparað þér tíma og pening.
Helst er að tjekka eftir sprúngnum/bólgnum/lekandi þéttum, og/eða bruna/brúnum blettum.
Einnig ætti að vera eitthvað af örrigjum í sjónvarpinu, checkaðu hvort að þau séu farin.

Hérna er ein mynd sem ég tók af mínu plasma tæki fyrir laungu síðan, vandamálið kallaðist "Classic bad Z-sustain"
Þá var bæði þéttir og öriggi farið, ásamt því að borðið undir kæliplötuni var brent/sprungið.

Re: Viðgerðir á plasma sjónvarpi

Sent: Sun 30. Sep 2012 19:35
af andripepe
playman skrifaði:Ertu búin að taka ljós og lýsa á skjáinn? best er að taka vasaljós og setja það alveg uppvið skjáinn og sjá svo hvort að þú sérð móta fyrir mynd eða hreyfingu.
Ef þú sérð mynd þá er inverterinn farinn.

Einnig, ef þú þorir að opna sjónvarpið og skoða inní það þá geturu hugsanlega sparað þér tíma og pening.
Helst er að tjekka eftir sprúngnum/bólgnum/lekandi þéttum, og/eða bruna/brúnum blettum.
Einnig ætti að vera eitthvað af örrigjum í sjónvarpinu, checkaðu hvort að þau séu farin.

Hérna er ein mynd sem ég tók af mínu plasma tæki fyrir laungu síðan, vandamálið kallaðist "Classic bad Z-sustain"
Þá var bæði þéttir og öriggi farið, ásamt því að borðið undir kæliplötuni var brent/sprungið.


Takk fyrir þetta ég tjékka á þessu ! ;)

Re: Viðgerðir á plasma sjónvarpi

Sent: Sun 30. Sep 2012 20:27
af playman
Ekkert að þakka :D

Re: Viðgerðir á plasma sjónvarpi

Sent: Sun 30. Sep 2012 22:20
af hagur
Hmmm nú er ég ekki viss, en eru það ekki bara LCD tæki sem eru með inverter? Plasma tæki hafa ekki slíkt, en ég gæti verið að rugla svosem.

Re: Viðgerðir á plasma sjónvarpi

Sent: Sun 30. Sep 2012 22:48
af playman
hagur skrifaði:Hmmm nú er ég ekki viss, en eru það ekki bara LCD tæki sem eru með inverter? Plasma tæki hafa ekki slíkt, en ég gæti verið að rugla svosem.
Nei það er líka rétt hjá þér, einhverja hluta vegna ruglaði ég þessu saman.