Síða 1 af 1
"Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 12:29
af Jimmy
Sælir piltar,
Hvert er best að snúa sér til að láta smíða fyrir sig skrifborð? Þá meina ég mæta með teikningu á staðin og sækja síðan til þeirra fullklárað og ready skrifborð?
Einhver sem hefur reynslu af þessu?
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 14:28
af jonolafur
Hvar ertu staddur á landinu?
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 16:39
af Jimmy
Á höfuðborgarsvæðinu.. Ef ég væri fyrir norðan þá myndi ég láta pops græja þetta.. bara helvíti mikið vesen að flytja þetta frá Sigló og í bæinn.
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 18:35
af jonolafur
Já, heldur langt. Ef þú værir á Akureyri ætlaði ég að stinga uppá nomaco.
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 18:38
af kubbur
Úr hvaða efni viltu lata smiða úr?
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 22:10
af Jimmy
Sennilega bara einföldum við.. Er ekki að spá í neinu keppnis, er bara með svo asnalega afmarkað pláss fyrir borðplötu að hún þarf helst að vera akkúrat sniðin fyrir plássið.
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 23:20
af 322
Það ætti að vera lítið mál að láta þá í BYKO eða Húsasmiðjunni saga borðplötu eftir máli.
Ég lét gera það fyrir mig.
Re: "Custom" Skrifborð
Sent: Þri 18. Sep 2012 23:46
af Blues-
Fanntófell smíðar svona eftir máli ..
Hef látið smíða fyrir mig þar borð og borðplötur ..
Mæli með þeim .. svo eru þeir með mjög sanngjörn verð.