Síða 1 af 1
Vandræði með nýtt skjákort
Sent: Mán 17. Sep 2012 20:49
af hivsteini
Sælir vaktara, ég var að kaupa mér MSI Geforce GTX 560 kort útaf það gamla gaf upp öndina. En þannig er mál með vexti að þegar ég tengi kortið við skjáinn með DVI kapli þá byrjar skjárinn að flökta. Og stundum dettur hann alveg út ( kemur bara no signal). En þegar ég nota VGA kapal þá kemur ekki flökt en skjárinn verður frekar óskýr(verð að hafa í 800x600 upplausn svo hann sé fínn). Er búinn að prufa að skipta um dvi kapal, það hafði ekkert að segja. Takk takk
Re: Vandræði með nýtt skjákort
Sent: Mán 17. Sep 2012 22:06
af CurlyWurly
Ertu búinn að uninstalla driverunum fyrir gamla kortið og ná í nýja drivera fyrir nýja kortið?
Re: Vandræði með nýtt skjákort
Sent: Mán 17. Sep 2012 22:44
af hivsteini
Er búinn að eiða miklum tíma á google. En svo núna fyrir klukkutíma þá prófaði ég að tengja í hitt dvi tengið meðan það var kveikt á tölvunni og það hefur ekkert flöktað síðan. samt var ég búinn að prófa hitt tengið marg oft.Annars já þá var ég búinn að gera allt sem tengist driverum. Búinn að formata, setja upp nýjasta og eldri drivera. Gæti þá verið að annað dvi tengið sé eitthvað bilað/gallað ?
Re: Vandræði með nýtt skjákort
Sent: Mán 17. Sep 2012 23:03
af CurlyWurly
hivsteini skrifaði:Er búinn að eiða miklum tíma á google. En svo núna fyrir klukkutíma þá prófaði ég að tengja í hitt dvi tengið meðan það var kveikt á tölvunni og það hefur ekkert flöktað síðan. samt var ég búinn að prófa hitt tengið marg oft.Annars já þá var ég búinn að gera allt sem tengist driverum. Búinn að formata, setja upp nýjasta og eldri drivera. Gæti þá verið að annað dvi tengið sé eitthvað bilað/gallað ?
Það gæti svosem verið að tengið sé bilað, en
afhverju í ósköpunum varstu að setja upp eldri drivera líka? nýir driverar eru nóg, held meira að segja að gamlir geti skemmt fyrir.
Þannig það gæti líka verið vandamálið.