Síða 1 af 1

Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Sun 09. Sep 2012 11:21
af SBen
Er mikið að pæla í airport Extreme sem viðbót við netkerfið. EN hvað get ég fengið út airport Extreme ef ég er með Ljósnet Símans, allar umræður miðast alltaf við Vodafone og leiðbeiningar Einstein.is miðast við þær. Ég er með Thomson tg789vn router og sjónvarpið gegnum hann ásamt neti. Nota þráðlausafídus hans sem er frekar slappt og því er ég með þráðlausan Accesspoint á efri hæðinni fyrir dótið sem er þar. Ég nota portforwarding fídusa í routernum vegna öryggismyndavélar sem ég get tengst út í bæ svo það má ekki tapast.

Sem sagt hvað er ég að fá(kostir) með AE eða er það mögulegt að tengja AE við uppsetninguna hér.

SB

Re: Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Sun 09. Sep 2012 11:49
af tdog
Þú græðir ekkert á því. Nema náttúrulega möguleikann á Time Capsule og öflugra þráðlausu neti. En þú notar ekki AE sem router á Ljósnetstengingu, kemur alltaf til með að þurfa að tengja AEið í VDSL routerinn.

Re: Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Sun 09. Sep 2012 14:22
af AntiTrust
Gætir svosem grætt betra samband á því að slökkva á WiFi-inu í routernum og láta AE einan vera að sjá um þráðlausa netið.

Hvað VDSLið sjálft varðar, þ.e. nethraða inn í hús, breytir það engu eins og tdog var búinn að minnast á.

Re: Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Sun 09. Sep 2012 15:59
af SBen
Já magnað. Það má þá segja að ég geti ekki aukið hraðann eins og einhverjir eru að gera með Airport router og eru með ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Ég gæti þá alveg eins tengt Airport Express sem access point við hliðina á Símarouternum til að fá sterkara merki en hvíti Thompson routerinn gefur frá sér. Ég er þá ekki að græða neitt umfram með Airport Extreme miðað við að nota bara Airport Express?

sb

Re: Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Sun 09. Sep 2012 16:27
af AntiTrust
SBen skrifaði:Já magnað. Það má þá segja að ég geti ekki aukið hraðann eins og einhverjir eru að gera með Airport router og eru með ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Ég gæti þá alveg eins tengt Airport Express sem access point við hliðina á Símarouternum til að fá sterkara merki en hvíti Thompson routerinn gefur frá sér. Ég er þá ekki að græða neitt umfram með Airport Extreme miðað við að nota bara Airport Express?

sb
Þeir ættu í rauninni ekki að vera að ná meiri hraða, en það hefur verið hægt að slefa uppí nálægt 80Mbit með góðum router þó svo að prófillinn á ljósleiðaranum sé settur í 50Mbit, afhverju það er veit ég ekki. Hvað ljósnetið varðar fer hraðinn alfarið eftir settum prófíl, og á ljósnetinu er það bara 50Mbit (eins og er). Betri routerar hafa ekki verið að breyta því að neinu leyti. Svo gróðinn hjá þér við að fara úr Express yfir í Extreme liggur að stærstum hluta í þráðlausa netinu, þar sem Express getur sent út á 2.4ghz og 5ghz á sama tíma, á meðan Express getur bara sent út á öðru hvoru.

Re: Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Sun 09. Sep 2012 16:30
af gardar
Gættu þess bara að stilla airport-inn sem access point en ekki repeater

Re: Ljósnet Símans-Apple Airport extreme (time capsule)

Sent: Mán 10. Sep 2012 11:03
af einarth
AntiTrust skrifaði:
SBen skrifaði:Já magnað. Það má þá segja að ég geti ekki aukið hraðann eins og einhverjir eru að gera með Airport router og eru með ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Ég gæti þá alveg eins tengt Airport Express sem access point við hliðina á Símarouternum til að fá sterkara merki en hvíti Thompson routerinn gefur frá sér. Ég er þá ekki að græða neitt umfram með Airport Extreme miðað við að nota bara Airport Express?

sb
Þeir ættu í rauninni ekki að vera að ná meiri hraða, en það hefur verið hægt að slefa uppí nálægt 80Mbit með góðum router þó svo að prófillinn á ljósleiðaranum sé settur í 50Mbit, afhverju það er veit ég ekki. Hvað ljósnetið varðar fer hraðinn alfarið eftir settum prófíl, og á ljósnetinu er það bara 50Mbit (eins og er). Betri routerar hafa ekki verið að breyta því að neinu leyti. Svo gróðinn hjá þér við að fara úr Express yfir í Extreme liggur að stærstum hluta í þráðlausa netinu, þar sem Express getur sent út á 2.4ghz og 5ghz á sama tíma, á meðan Express getur bara sent út á öðru hvoru.

Þegar þjónustuveitur á Ljósleiðaranum hjá GR eru að selja minna en 100/100 hraða þá er viðkomandi tenging rate-limit'uð niður.
Við stillum þessa rate-limitera aðeins yfir markið til að tryggja að viðkomandi nái frekar rúmlega hraðanum sínum frekar en tæplega.

Svo það er eðlilegt að 50Mb tenging sé kannski 55Mb.
Þegar menn ná hærri tölum í hraðaprófum þá er það vegna þess að við leyfum ríflegt "burst". Þ.e. þú nærð mun meiri hraða í skamman tíma en svo jafnast hann rólega út í þinn rétta hraða.

Kv, Einar.