Síða 1 af 1

Auka skjákort fyrir TV Out

Sent: Sun 02. Sep 2012 03:32
af ThorsteinnK
Daginn

Þannig er mál með vexti að ég er með tiltölulega nýlega tölvu sem er með Asus P8Z68-V LX móðurborði með onboard skjákorti. Þetta skjákort er með VGA, HDMI og DVI output. Ég vil hins vegar tengja tölvuna við gamalt túbusjónvarp og það er bara með Scart / composite input, þannig að ekki gengur það saman, án þess að fjárfesta í einhverjum rándýrum HDMI - Scart converter (geri ég ráð fyrir). Spurning mín er því: Get ég fengið mér annað skjákort sem er með S-video tv out til að keyra merkið yfir í sjónvarpið, án vandræða? Hvernig virkar slíkt? myndu skjákortin alveg gúddera það? Ég er með öll slott laus á mb, sem er með eftirfarandi slott:

1 x PCIe 2.0 x16 (blue) *1
1 x PCIe 2.0 x16 (x4 mode, black) *1
2 x PCIe 2.0 x1
3 x PCI

Er kannski möguleiki á því að nota VGA outputtið í þetta? Þ.e. eru til kaplar til að breyta VGA yfir í Scart sem virka?

kv,
Þorsteinn

Re: Auka skjákort fyrir TV Out

Sent: Sun 02. Sep 2012 12:25
af kjarrig
Á til kort sem þú getur notað, http://www.msi.com/product/vga/NX8400GS ... cification, getur fengið það á 3000 kall. Held að ég eigi diskinn sem fylgir, gæti grafið hann upp ef þú hefur áhuga.

Re: Auka skjákort fyrir TV Out

Sent: Sun 02. Sep 2012 13:24
af hagur
ThorsteinnK skrifaði:Daginn
Er kannski möguleiki á því að nota VGA outputtið í þetta? Þ.e. eru til kaplar til að breyta VGA yfir í Scart sem virka?
Nei, þarft active converter í svoleiðis. Fæst t.d í computer.is og kostar eflaust hátt í 10k.

Re: Auka skjákort fyrir TV Out

Sent: Sun 02. Sep 2012 21:06
af ThorsteinnK
Hér er eitthvað á skít og kanil....

http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... 0946656110" onclick="window.open(this.href);return false;

Er þetta ekki bara málið?

Re: Auka skjákort fyrir TV Out

Sent: Sun 02. Sep 2012 21:36
af hagur
ThorsteinnK skrifaði:Hér er eitthvað á skít og kanil....

http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... 0946656110" onclick="window.open(this.href);return false;

Er þetta ekki bara málið?
Júbb, ætti að virka.