Síða 1 af 1

Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fim 30. Ágú 2012 23:58
af methylman
Hefur einhver hérna á vaktinni lent í því að vökvakæling frá Corsair kælir ekkert en vifturnar snúast, það hefur heyrst murr í dælublokkinni hjá mér í nokkrar vikur núna og í morgun dó vélin hjá mér. Ég setti í gang og inní BIOS og þá var hitinn á örgjörvanum 94° og þá dó vélin aftur. Ég er á því að heatpipe kælingar með viftu séu miklu öruggari en þetta ansk. junk. Það getur verið að það myndist loft í hringrásinni sem fær dæluna til þess að snúast bara og hreyfa kælivökvann ekkert. :slapp

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:08
af Prentarakallinn
methylman skrifaði:Hefur einhver hérna á vaktinni lent í því að vökvakæling frá Corsair kælir ekkert en vifturnar snúast, það hefur heyrst murr í dælublokkinni hjá mér í nokkrar vikur núna og í morgun dó vélin hjá mér. Ég setti í gang og inní BIOS og þá var hitinn á örgjörvanum 94° og þá dó vélin aftur. Ég er á því að heatpipe kælingar með viftu séu miklu öruggari en þetta ansk. junk. Það getur verið að það myndist loft í hringrásinni sem fær dæluna til þess að snúast bara og hreyfa kælivökvann ekkert. :slapp
Gallað eintak ???. Ég er með H80 og minn örgjörvi er að runna silka 20°C idle

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:09
af Prentarakallinn
double post*

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:11
af Eiiki
Prentarakallinn skrifaði:Gallað eintak ???. Ég er með H80 og minn örgjörvi er að runna silka 15°C idle
Djöfull er kalt inni hjá þér!

En já klárlega gallað eintak, pumpan greinilega ekki að dæla vökvann neitt eða þá að þú hafir fest kælinguna eitthvað alveg bandvitlaust á örgjörvann.

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:14
af methylman
Eiiki skrifaði:
Prentarakallinn skrifaði:Gallað eintak ???. Ég er með H80 og minn örgjörvi er að runna silka 15°C idle
Djöfull er kalt inni hjá þér!

En já klárlega gallað eintak, pumpan greinilega ekki að dæla vökvann neitt eða þá að þú hafir fest kælinguna eitthvað alveg bandvitlaust á örgjörvann.
Þetta unit er búið að kæla örgjörvann mjög vel í cirka 9 mánuði þar til í morgun þá bara allt í einu þetta. En þetta hljóð eins og eitthvað viftuspaði eða þvíumlíkt rækist utaní eitthvað lengi

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:17
af Eiiki
methylman skrifaði:
Eiiki skrifaði:
Prentarakallinn skrifaði:Gallað eintak ???. Ég er með H80 og minn örgjörvi er að runna silka 15°C idle
Djöfull er kalt inni hjá þér!

En já klárlega gallað eintak, pumpan greinilega ekki að dæla vökvann neitt eða þá að þú hafir fest kælinguna eitthvað alveg bandvitlaust á örgjörvann.
Þetta unit er búið að kæla örgjörvann mjög vel í cirka 9 mánuði þar til í morgun þá bara allt í einu þetta. En þetta hljóð eins og eitthvað viftuspaði eða þvíumlíkt rækist utaní eitthvað lengi
Getur prufað að losa kælinga af og hrista hana aðeins hehe, en á þetta ekki að vera í ábyrgð annars?

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:27
af AciD_RaiN
Dælan hefur líklega losnað. Ef ábyrgðaraðilinn fer að snú eitthvað út úr þessu, hafðu þá samband við Corsair beint. Þeir skipta henni út eins og skot. Corsair eru með æðislegt costumer service ;)

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 01:37
af mercury
dælan klárlega farin. vatnskælingar kæla takmarkað ef það er engin hreyfing á vatninu. Klárlega ábyrgðarmál.

Re: Corsair H80 kælir ekki

Sent: Fös 31. Ágú 2012 01:56
af Örn ingi
methylman skrifaði:
Eiiki skrifaði:
Prentarakallinn skrifaði:Gallað eintak ???. Ég er með H80 og minn örgjörvi er að runna silka 15°C idle
Djöfull er kalt inni hjá þér!

En já klárlega gallað eintak, pumpan greinilega ekki að dæla vökvann neitt eða þá að þú hafir fest kælinguna eitthvað alveg bandvitlaust á örgjörvann.
Þetta unit er búið að kæla örgjörvann mjög vel í cirka 9 mánuði þar til í morgun þá bara allt í einu þetta. En þetta hljóð eins og eitthvað viftuspaði eða þvíumlíkt rækist utaní eitthvað lengi
Þurr lega sem hefur fyrir rest hitnað það mikið að hún festist.

Sent from my XT910 using Tapatalk 2