Síða 1 af 1
Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 08:57
af Límband
Sælir Vaktarar,
Var að spá hver ykkar skoðun/reynsla á fyrirtækinu Tölvutek er? Ég hef verslað þar síðan 2009 og hef ekkert nema góðar sögur að segja, en stundum þegar ég fer þangað að versla mér eitthvað sé ég fólk ganga berserkgang um búðina, spá hvort ég sé eitthvað skringilega heppinn hvað þjónustuna varðar?
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 10:01
af Birkir Tyr
Frekar lengi að setja saman tölvu að mínu mati á Akureyri, og panta hlutina. Annars er þess búð fín.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 10:09
af djvietice
aldrei kaupa meira
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 10:13
af mundivalur
Var hann lítill með skalla OG sítthár hahaha annars hafa öll mín viðskipti við þá verið mjög góð
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 10:56
af finnurtg
Ég hef bara fengið frábæra þjónustu þar.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 11:17
af playman
Birkir Tyr skrifaði:Frekar lengi að setja saman tölvu að mínu mati á Akureyri, og panta hlutina. Annars er þess búð fín.
þeir eru voru undirmannaðir um einhvern tíma, og verkstæðið hafði varla undann.
Annars hafa þeir verið frekar fljótir að panta hluti fyrir mig.
Ég hef ekkert annað en gott að seygja um Tölvutek, allaveganna hérna á AK.
Fyrirmyndar þjónusta og vilja allt fyrir mann gera.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 11:50
af g0tlife
Aldrei verslað við þá þarf sem ég hef oftast fundið það sem mig vantar ódýrara í annari tölvubúð
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 12:04
af lukkuláki
Fer frekar þangað en í Tölvulistan hef keypt ýmislegt af þeim en aldrei þurft á þjónustu þeirra að halda.
Versla mest við att og computer allt gengið smurt þar í mörg ár.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 12:11
af AciD_RaiN
lukkuláki skrifaði:Fer frekar þangað en í Tölvulistan hef keypt ýmislegt af þeim en aldrei þurft á þjónustu þeirra að halda.
Versla mest við att og computer allt gengið smurt þar í mörg ár.
Er ekki att í eigu sama aðila og tölvulistinn??
Annars hef ég aldrei þurft að nota þjónustuna þeirra en þegar ég fer inn á Akureyri þá er ég nú vanur að reyna að kaupa mér eitthvað á báðum stöðum og jú hef alltaf fengið fína þjónustu hjá tölvutek og fínar vörur. Annars vegar þótti mér frekar undarlegt hvernig starfsemin var hjá þeim í Rvk fyrir nokkrum árum þegar það leit út fyrir að þeir réðu bara fólk í 3 mánuði og svo var það horfið. Einhver sagði mér að það hefði verið vegna þess að vinnumálastofnun borgaði á móti þeim í 3 mánuði þegar þeir réðu fólk sem var á atvinnuleysisbótum en ég veit ekkert hvort þetta sé satt eða ekki
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 12:40
af lukkuláki
AciD_RaiN skrifaði:lukkuláki skrifaði:Fer frekar þangað en í Tölvulistan hef keypt ýmislegt af þeim en aldrei þurft á þjónustu þeirra að halda.
Versla mest við att og computer allt gengið smurt þar í mörg ár.
Er ekki att í eigu sama aðila og tölvulistinn??
Nei það er víst einhver saga sem var í gangi hérna í den tid en er víst ekki rétt
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 13:34
af Klemmi
lukkuláki skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:lukkuláki skrifaði:Fer frekar þangað en í Tölvulistan hef keypt ýmislegt af þeim en aldrei þurft á þjónustu þeirra að halda.
Versla mest við att og computer allt gengið smurt þar í mörg ár.
Er ekki att í eigu sama aðila og tölvulistinn??
Nei það er víst einhver saga sem var í gangi hérna í den tid en er víst ekki rétt
Ég veit ekki hvernig er með eignarhaldið hjá Att, en það er allavega eitthvað mjög, mjög náið samstarf milli þeirra og IOD => Tölvulistans, sbr. vöruúrvalið
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 13:47
af valdij
Ég fékk einu bestu þjónustu í tölvuverslun hér á landi sem ég hef fengið þar - sem varð til þess að þegar ég uppfærði í "State-of-the-art" tölvuna á þessu ári fór ég þangað og var ekki svikinn.
Held það skipti bara máli hvernig þjónustu fólk fær þegar það leitar í ákveðnar verslanir, sama hvort það er stórt eða smátt. Hjá mér fékk ég afbragðs þjónustu hjá Tölvutek þegar ég þurfti á að halda. Kom þangað þegar það var troðfull búð með tiltölulega nýja vél og enn nýrra skjákort og það vantaði eitthvað tengi á aflgjafan til að geta tengt við skjákortið ef ég man þetta rétt. Einn af yfirmönnunum tók mig bara inn á skrifstofu til sín, reddaði þessu á staðnum, gaf mér og kærustunni Toblerone meðan hann græjaði þetta og rukkaði mig svo ekki krónu fyrir. Segir sig sjálft eftir svona þjónustu hvert ég leita næst, sem ég svo stóð svo við þó ég hafi ekki uppfært fyrr en 3 árum eftir þetta atvik gerðist þá fór ég samt sem áður aftur í sömu búð og var ekki svikinn.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 14:16
af kjarrig
Alltaf fengið góða þjónsutu hjá Tölvutek. Gef sér tíma í að skoða og leysa það sem maður hefur verið með.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 14:18
af Gunnar Andri
Klemmi skrifaði:lukkuláki skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:lukkuláki skrifaði:Fer frekar þangað en í Tölvulistan hef keypt ýmislegt af þeim en aldrei þurft á þjónustu þeirra að halda.
Versla mest við att og computer allt gengið smurt þar í mörg ár.
Er ekki att í eigu sama aðila og tölvulistinn??
Nei það er víst einhver saga sem var í gangi hérna í den tid en er víst ekki rétt
Ég veit ekki hvernig er með eignarhaldið hjá Att, en það er allavega eitthvað mjög, mjög náið samstarf milli þeirra og IOD => Tölvulistans, sbr. vöruúrvalið
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 14:23
af AciD_RaiN
Gunnar Andri skrifaði:Klemmi skrifaði:lukkuláki skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:lukkuláki skrifaði:Fer frekar þangað en í Tölvulistan hef keypt ýmislegt af þeim en aldrei þurft á þjónustu þeirra að halda.
Versla mest við att og computer allt gengið smurt þar í mörg ár.
Er ekki att í eigu sama aðila og tölvulistinn??
Nei það er víst einhver saga sem var í gangi hérna í den tid en er víst ekki rétt
Ég veit ekki hvernig er með eignarhaldið hjá Att, en það er allavega eitthvað mjög, mjög náið samstarf milli þeirra og IOD => Tölvulistans, sbr. vöruúrvalið
Eignarhaldið er þannig að IOD ehf(sem er sama og tölvulistinn) á og hefur alltaf átt Att.
I'm always right
Edit: peturthorra is always right. Hann sagði mér það svo ég gæti líka alltaf haft rétt fyrir mér þannig ég má ekki gleyma að gefa honum credit fyrir þessar upplýsingar
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 16:11
af ZiRiuS
Margir starfsmennirnir hjá Tölvutek eru alveg frábær, lenti einu sinni í einhverju veseni með tölvuna mína og þeir voru 3 þarna að spjalla við mig um hvað ég gæti gert, ekkert nema gott að segja um starfsmennina.
Aftur á móti sökka starfsreglurnar þeirra feitann og þú skalt vona að ekkert komi fyrir vöruna sem þú verslar af þeim
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Þri 28. Ágú 2012 19:03
af ozil
Besta þjónusta sem ég hef fengið so far, starfsmennirnir þarna eru alveg til fyrirmyndar og hafa mikla þekkingu greinilega.
Hef alltaf verslað við tölvutek og mun gera það áfram
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 10:24
af Límband
Jæja ok, takk kæru vaktarar! Þessi rages sem ég hef séð hafa þá væntanlega bara verið leiðinleg tilviljun
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 10:43
af playman
Límband skrifaði:Jæja ok, takk kæru vaktarar! Þessi rages sem ég hef séð hafa þá væntanlega bara verið leiðinleg tilviljun
Það er alveg sama hversu frábær einhver verslun er það er alltaf einhver "rages" það er aldrey hægt að gera öllum til geðs
og oft á tíðum þá heimtar fólk eithvað meyra og betra en það var með.
Þumal putta reglan er að ef maður er góður kúnni, rólegur og yfirvegaður þá nær alltaf fær maður góða þjónustu, en auðvitað
eru til skítafyrirtæki sem gefa skít í kúnnan.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 10:48
af GuðjónR
Mín reynsla af tölvubúðun almennt er mjög góð, hef aldrei mætt neinu nema almenninlegheitum hvar sem ég hef komið og þetta á ekki bara við um tölvubúðir, þjónustustig íslenskra verslana er almennt mjög gott að mínu mati.
Þú speglar þjónustuna sem þú færð, ef þú ferð með jákvæðu hugarfari og ert almenninlegur þá er þjónustan í samræmi, get ekki ímyndað mér að fólk sem er með skæting við afgreiðslufólk fái fyrsta flokks þjónustu...
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 11:14
af hagur
GuðjónR skrifaði:Mín reynsla af tölvubúðun almennt er mjög góð, hef aldrei mætt neinu nema almenninlegheitum hvar sem ég hef komið og þetta á ekki bara við um tölvubúðir, þjónustustig íslenskra verslana er almennt mjög gott að mínu mati.
Þú speglar þjónustuna sem þú færð, ef þú ferð með jákvæðu hugarfari og ert almenninlegur þá er þjónustan í samræmi, get ekki ímyndað mér að fólk sem er með skæting við afgreiðslufólk fái fyrsta flokks þjónustu...
+1 á þetta.
Hef aldrei skilið þegar ég heyri sögur frá fólki um "ömurlega" þjónustu og jafnvel "skæting" frá starfsmönnum fyrirtækja í þeirra garð. Þá velti ég því yfirleitt fyrir mér hverskonar viðmót viðkomandi hafi sjálfur verið með gagnvart viðkomandi verslun/starfsmanni.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 11:26
af tveirmetrar
Keypti nánast allt í vélarnar mínar hjá þeim og mun halda því glaður áfram. Fljótir að svara e-mail og góð þjónusta á verkstæði. Hef bæði komið með gallaða vöru og vöru sem ég var óánægður með og fengið mjög góð viðmót.
Svo eru strákarnir þarna líflegir og vingjarnlegir. Sem skiptir miklu máli að mínu mati, það á að vera gaman að fikta með tölvudót.
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 12:04
af worghal
Eina slæma sem ég hef um þá að segja er að þeir svöruðu ekki atvinnu umsókninni minni
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 14:53
af rapport
Man ekki eftir að hafa lent í neinum vandræðum með þá...
Nema að hafa keypt minni á netinu sem voru svo búin og ég þurfti svo að bíða þar til þau komau aftur (2-3 dagar).
Þá snarhækkuðu þau í verði en þeir kunnu sig og minntust ekki á það = ekkert út á það að setja...
Re: Tölvutek - Ykkar skoðun
Sent: Mið 29. Ágú 2012 14:57
af audiophile
Aldrei lent í vandræðum. Finnst samt fá persónulegri þjónustu hjá minni aðilum eins og Kísildal og Tölvutækni.