Síða 1 af 1
Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 01:03
af kjarribesti
Systir mín er að byrja í framhaldsskóla og ætlar að kaupa fartölvu fyrir hann,
Svona helstu atriði:
*Gott batterý'
*Að hún sé helst lítil og nett (þunn og létt)
*mögulega inbyggt webcam
*Budgetið er kannski ca. 130 - 150k
Ég hef sjálfur ekkert skoðað fartölvur nýverið, hvað vitiði að sé að gera sig eða hvað haldiði að henti í þetta ?
Re: Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 02:03
af Tesy
Treystu mér, mæli alls ekki með fartölvu fyrir skólan, það truflar bara!
En.. til að svara, fann þessa hérna:
TP E330 13,3" (1366x768)
- CPU: Intel Core i5 3210M (2,5GHz)
- Vinnsluminni: 4GB 1600MHz DDR3
- Diskur: 500GB 7200sn. m. APS vörn og 16GB mSATA SSD
- Skjákort: nVidia GeForce GT630M 2GB
- Rafhlaða: LiIon (6 sellu) m. allt að 7:00 klst hleðslu
- Kemur með Office starter 2010 (Word og Excel starter útg.)
Verð: 149.900 kr. m/vsk.
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 5,560.aspx
Held að þetta sé bara perfect vél fyrir skólan á 150þ.
Re: Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 10:42
af Ratorinn
Hvað um þessa?
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=4294" onclick="window.open(this.href);return false;
En er ekki alveg að skilja rafhlöðu endinguna haha.
Re: Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 16:39
af Bjosep
Besta fartölvan er náttúrulega sú sem getur ekki opnað facebook milli 8 og 16 virka daga.
En hinsvegar óháð tækjabúnaði tölvunnar, er þá ekki aðalatriðið að það sé gott að vinna á hana?
Hafa ekki flestir verið að tala um að thinkpad sé með þægilegasta lyklaborðinu. Veit reyndar ekki hvort það fellur innan verðrammans.
Líka mattur skjár frekar en glampandi skjár, upp á að það sjáist á skjáinn þó það sé bjart.
Re: Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 17:27
af aaxxxkk
Samsung Life+ rafhlaða sem á að endast í allt að 3 ár
eiga ekki allar fartölvu rafhlöður að endast allavega í 3 ár ?

Re: Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 19:15
af Ratorinn
aaxxxkk skrifaði:
Samsung Life+ rafhlaða sem á að endast í allt að 3 ár
eiga ekki allar fartölvu rafhlöður að endast allavega í 3 ár ?

Samt stendur ekkert hvað rafhlaðan dugir lengi..
Re: Besta skólafartölvan á 130 - 150k
Sent: Lau 18. Ágú 2012 19:18
af AndriKarl
aaxxxkk skrifaði:
Samsung Life+ rafhlaða sem á að endast í allt að 3 ár
eiga ekki allar fartölvu rafhlöður að endast allavega í 3 ár ? 
Rafhlöður í Dell vélum endast í flestum tilfellum ekki nema 1-3 ár.