Síða 1 af 1

Playstation 3

Sent: Þri 14. Ágú 2012 11:16
af Don Vito
Sorry spammið strákar, en ég hef svo margar spurningar varðandi nýju græjuna mína, ég skal halda mig innan þessa þráðar héðan í frá varðandi mín ps3 vandamál.


Þetta er nú ekki beint vandamál, frekar vangaveltur...

er batteríið í þessu dæmi ekkert spaug?

ég er búinn að eiga hana í 3 daga og nota nokkuð mikið, og hef ekki ennþá þurft að hlaða fjarsteringuna nema bara þarna í fyrsta skiptið...


hún er reyndar mjööög nálægt tölvunni sjálfri svo það er sennilega ástæðan.



hvað eruð þið að ná miklum spilunar tíma með ykkar fjarsteringum?

Re: Playstation 3

Sent: Þri 14. Ágú 2012 11:39
af worghal
það á að vera um 33 tíma líftími á heilbrigðu batterýi í notkun.
fínt er samt að stilla stíripinnan á að slökkva á sér eftir X langann tíma ósnertur.

Re: Playstation 3

Sent: Þri 14. Ágú 2012 11:42
af Don Vito
slekkur hann ekki á sér sjálfkrafa um leið og maður slekkur á vélinni?

það fer allaveganna ljósið af mínum, ekki séns að hann sé búinn að lifa 3 sólarhringa í gangi, haha

Re: Playstation 3

Sent: Þri 14. Ágú 2012 11:55
af worghal
jú, það slekkur á sér þegar tölvan er ekki í notkun, en eins og ég er með þetta, þá slekkur stíripinnin á sér þegar ég horfi á mynd af því að pinnin er ekki í notkun á meðan 2 tíma mynd er í gangi :P