Síða 1 af 2
Örgjörvar
Sent: Lau 31. Júl 2004 15:13
af BAMBInn
Ég er að fara að kaupa mér örgjörva.. og ég er að pæla í að kaupa 3ghz hyperthreading p4. ætti maður frekar að fá sér AMD 3000XP? eða prescott? allt mjög svipað verð! endilega svarið
Sent: Lau 31. Júl 2004 15:54
af Zkari
Í hvað ætlaru að nota örgjörvann?
Sent: Lau 31. Júl 2004 16:03
af BAMBInn
leiki og myndvinnslu. hvað annað?
Sent: Lau 31. Júl 2004 16:12
af Zkari
Þá færðu þér AMD örgjörva. Hvernig örgjörva ertu með núna?
Re: Örgjörvar
Sent: Lau 31. Júl 2004 16:51
af elv
BAMBInn skrifaði:Ég er að fara að kaupa mér örgjörva.. og ég er að pæla í að kaupa 3ghz hyperthreading p4. ætti maður frekar að fá sér AMD 3000XP? eða prescott? allt mjög svipað verð! endilega svarið
Ef þú ert að fá þá báða á sama/svipuðu verði þá intel 3GhzHT miklu hraðari en AMD 3000XP
Sent: Lau 31. Júl 2004 17:00
af BAMBInn
AMD Athlon K7 XP 3200+ 2.20 GHz, Barton, 512 k, 400 MHz eða Intel P4 Hyperthreading 3.00 GHz 800 MHz brautarhraði, 478 pinna og 512k flýtiminni?
Sent: Lau 31. Júl 2004 17:02
af elv
BAMBInn skrifaði:AMD Athlon K7 XP 3200+ 2.20 GHz, Barton, 512 k, 400 MHz eða Intel P4 Hyperthreading 3.00 GHz 800 MHz brautarhraði, 478 pinna og 512k flýtiminni?
Intel-inn er hraðari
Sent: Lau 31. Júl 2004 18:29
af gumol
Og ekki fá þér prescott, þeir eru enþá örlítið hægari og hitna meira.
Sent: Lau 31. Júl 2004 22:26
af Hlynzi
Ég held að AMD64 er mun betri kostur. Hann performar mjög vel.
Sérstaklega þykir hann góður í leikjum. En Intel hefur þótt góður í myndvinnslu. En í heildina litið held ég að AMD64 komi sterkur inn.
Sent: Sun 01. Ágú 2004 13:51
af BAMBInn
Hjálpið mér að velja.. vá ég get ekki áhveðið. hvor er bara betri?
Sent: Sun 01. Ágú 2004 14:09
af goldfinger
fáðu þér AMD Athlon 64 3200
Sent: Þri 10. Ágú 2004 11:33
af BAMBInn
Zkari skrifaði:Þá færðu þér AMD örgjörva. Hvernig örgjörva ertu með núna?
ég er með Intel p4 celeron 1,7ghz
goldfinger skrifaði:fáðu þér AMD Athlon 64 3200
alveg viss?
Sent: Þri 10. Ágú 2004 11:36
af fallen
BAMBInn skrifaði:goldfinger skrifaði:fáðu þér AMD Athlon 64 3200
alveg viss?
Langbesti örri sem þú getur fengið þér.
Sent: Þri 10. Ágú 2004 14:32
af BAMBInn
Hvernig vinnur hann á linux?
Sent: Þri 10. Ágú 2004 16:14
af gnarr
alveg eins og allir aðrir x86 örgjörfar, fyrir utan að hann er kanski ekki á nákvæmlega sama hraða. kanski minni..kanski meiri. og svo er auðvitað hægt að fá 64-bita linux.
Sent: Þri 10. Ágú 2004 22:44
af kristjanm
Intel P4 3.0GHz er hraðvirkari en AMD XP 3000+ en AMD Athlon64 eru bestir fyrir leiki.
Sent: Fim 12. Ágú 2004 18:51
af Buddy
Intel socket 478 = Gott Linux support og öflugri til myndvinnslu. Ódýrir örgjörvar. Dauðadæmt socket.
Intel socket T = Öflugri til myndvinnslu. Dýrir örgjörvar. Framtíðarsocket. 64bita hraðaaukning.
AMD64 (socket 754) = Mjög góðir í leikina, flesta þrívíddarvinnslu og flest annað. 64bita hraðaaukning. Dauðadæmt socket.
AMD64 (socket 939) = Mjög góðir í leikina, flesta þrívíddarvinnslu og flest annað. 64bita hraðaaukning. Framtíðarsocket.
AMDXP = Gott Linux support. Ódýrt og stabílt. Mest fyrir peninginn upp að 2800+.
Athugaðu að örgjörfaframleiðendurnir eru að skipta um socket þannig að flest ódýrari kubbasettin eru dauðadæmd akkúrat núna. Socket 939 og T frá AMD eru framtíðin þeas. með PCI-Express. Ég myndi bíða eftir fyrsta kubbasettinu sem þú átt fyrir með þessum pinnasettum og PCI-Express. DDR eða DDR2 (sem er að koma) skiptir ekki máli. Bara það sem er ódýrara.
Ég myndi láta þetta ráðast af Linux supporti nema þú sért þeim mun betri á það eða hafir aðgang að einhverjum öflugum. 64bita hraðaaukningin er tilvonandi í XP en þú getur notið hennar strax í Linux. Meiri munur í Linux að því er virðist vera og MS ætlar að styðja AMD útgáfuna.
Sent: Mið 01. Sep 2004 21:27
af blaxdal
er eitthvað vitað hvenær 64bita windows kemur út?
svona þannig að maður geti farið að nota 64bita tæknina
Sent: Fim 02. Sep 2004 02:12
af Buddy
Þú getur fengið 64bita stýrikerfi núna. Það eru til einhverjar Linux útgáfur sem styðjga þetta. Hins vegar verður MS líklega ekki tilbúið með XP útgáfur fyrr en snemma á næsta ári.
Sent: Fim 02. Sep 2004 13:32
af Aimar
ok, thx. En er eitthvað vitað hver hröðunin er á 64bita. kerfi og 32bita.?
Ekki verður hún helmingi meiri (þ.e.a.s. vinnsla tölvunnar)?
Sent: Fim 02. Sep 2004 13:41
af axyne
Buddy skrifaði:Þú getur fengið 64bita stýrikerfi núna. Það eru til einhverjar Linux útgáfur sem styðjga þetta. Hins vegar verður MS líklega ekki tilbúið með XP útgáfur fyrr en snemma á næsta ári.
MS longhorn kemur seint 2006
mbl.is
Sent: Fim 02. Sep 2004 13:48
af gumol
axyne skrifaði:MS longhorn kemur seint 2006
mbl.is
Enda sagði hann "XP útgáfu"
Sent: Fim 02. Sep 2004 14:24
af gnarr
Aimar skrifaði:ok, thx. En er eitthvað vitað hver hröðunin er á 64bita. kerfi og 32bita.?
Ekki verður hún helmingi meiri (þ.e.a.s. vinnsla tölvunnar)?
nei, ekki einusinni neitt nálægt því. kanski í mestalagi um 50-60%. líklegast verður það samt ekki nema um 20-30%
Sent: Fim 02. Sep 2004 14:47
af Daz
gnarr skrifaði:Aimar skrifaði:ok, thx. En er eitthvað vitað hver hröðunin er á 64bita. kerfi og 32bita.?
Ekki verður hún helmingi meiri (þ.e.a.s. vinnsla tölvunnar)?
nei, ekki einusinni neitt nálægt því. kanski í mestalagi um 50-60%. líklegast verður það samt ekki nema um 20-30%
Nú neyðist ég til að gerast málfræðilegur. Helmingi meira en eitthvað er 50% meira. Helmingi meira og tvöfalt meira er EKKI það sama.
Sent: Fim 02. Sep 2004 15:11
af Voffinn
Daz skrifaði:gnarr skrifaði:Aimar skrifaði:ok, thx. En er eitthvað vitað hver hröðunin er á 64bita. kerfi og 32bita.?
Ekki verður hún helmingi meiri (þ.e.a.s. vinnsla tölvunnar)?
nei, ekki einusinni neitt nálægt því. kanski í mestalagi um 50-60%. líklegast verður það samt ekki nema um 20-30%
Nú neyðist ég til að gerast málfræðilegur. Helmingi meira en eitthvað er 50% meira. Helmingi meira og tvöfalt meira er EKKI það sama.
Helmingi meira = 150%
Tvöfalt meira = 200%