Síða 1 af 1

reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Þri 31. Júl 2012 22:39
af biturk
hvenær byrjuðu undirverktakar símanns að rukka mann fyrir að tengja heimasíma þegar maður flytur? er þetta vitleysa í gangi eða hafa fleiri lent í þessu, það stendur hvergi að ég þurfi að borga fyrir að fá heimasímann minn tengdann


svona fyrir utan það að bíða í tvær vikur eftir tengingu þá fæ ég rukkun uppá tæplega 12 þúsund fyrir að maðurinn komi og sendi sendi á línuna hjá routernum og fer með annað gizmo í inntakið til að finna hvar mín íbúð er tengd?

hef aldrei lent í þessu áður og væri gaman að vita hvort það sé ekki rétt hjá mér að þetta sé bara kjaftæðisrukkun?

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Þri 31. Júl 2012 22:52
af Fridvin
Sæll, ég var sjálfur að flytja austur á Reyðarfjörð núna 1 júní og þegar ég fór og sótti um nettengingu hjá símanum þurfti ég að láta hann fá upplýsingar um íbúðina og helst fyrra símanúmer eða nafn á fyrri leigjenda.. Hann lét mig vita að ef ég mundi ekki redda öðru af því og íbúðar númerið væri ekki nóg mundi ég þurfa að borga fyrir að láta finna línuna.
Semsagt að einhver mundi koma innan við viku og redda því en verðið á því átti bara að vera tæpar 7þúsund krónur sem ég slapp við sem betur fer.

En 12 þúsund er ekkert smá okur miðað við tíman sem þetta tekur :/

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Þri 31. Júl 2012 23:49
af haywood
lenti í svipuðu veseni þegar ég flutti til rvk og þurfti ekki að borga neitt

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Þri 31. Júl 2012 23:55
af binnist
þetta er amk alveg eins hjá Vodafone og væntanlega hjá öllum öðrum símafyrirtækjum.
Þarf alltaf að gefa upp fyrra símanr svo hægt sé að finna nákvæmlega hvar húsið/íbúðin er tengt í húskassa. Ef gefið er upp vitlaust fyrra nr eða jafnvel ekkert fyrra nr tengir Míla bara í það tengi í húskassanum sem gefið var upp eða þá í næsta lausa.

ég hef það með nokkuð öruggum heimildum að þetta eigi að breytast á næstu mánuðum/árum að það þurfi einfaldlega að gefa upp fasteignanúmer ( sem er auðvitað ótrúlega lógískt)

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Mið 01. Ágú 2012 00:09
af tdog
biturk skrifaði:hvenær byrjuðu undirverktakar símanns að rukka mann fyrir að tengja heimasíma þegar maður flytur? er þetta vitleysa í gangi eða hafa fleiri lent í þessu, það stendur hvergi að ég þurfi að borga fyrir að fá heimasímann minn tengdann


svona fyrir utan það að bíða í tvær vikur eftir tengingu þá fæ ég rukkun uppá tæplega 12 þúsund fyrir að maðurinn komi og sendi sendi á línuna hjá routernum og fer með annað gizmo í inntakið til að finna hvar mín íbúð er tengd?

hef aldrei lent í þessu áður og væri gaman að vita hvort það sé ekki rétt hjá mér að þetta sé bara kjaftæðisrukkun?
Hvað finnst þér að því að borga fyrir vinnu sem unnin er á þínu heimili í þína þágu? Símalagnir innanhúss eru alltaf á ábyrgð eigenda. Míla hættir að bera ábyrgð á símalínunni þegar hún kemur í inntakið, restin er þitt vesen.

Sem starfandi símamaður þá finnst mér þetta undarlegt viðhorf.

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Mið 01. Ágú 2012 00:09
af biturk
Hvernig á ég að vita fyrra númer... hef aldrei lent í svona bulli og var ekki látin vita að eg þyrfti að borga

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Mið 01. Ágú 2012 00:14
af tdog
biturk skrifaði:Hvernig á ég að vita fyrra númer... hef aldrei lent í svona bulli og var ekki látin vita að eg þyrfti að borga

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2
Oft er líka hægt að gefa upp íbúðanúmer, t.d 0303 fyrir þriðju hæð, þriðju íbúð frá hægri. Annars rukkar minn vinnuveitandi í útselda vinnu, 7.500/klst og akstur 1.400. Það kostar því lágmark 8.900 kr að fá mína vinnu í klukkutíma.

Re: reikningur frá undirverktaka símanns

Sent: Mið 01. Ágú 2012 01:58
af Some0ne
Ef þú ert ekki með fyrra númer eða nákvæmlega íbúðarnúmer þá þarf símvirki að mæta á staðinn og tékka hvaða lína það er í inntaki sem er þín, tough love.