Síða 1 af 2
Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 18:38
af Karl
Hver er besta fáanlega PC fartölvan í dag fyrir ekki meira en 300.000 kr.?
Hún verður að vera með 14-15" skjá, ekki með numpad og verður að vera með Evrópsku lyklaborði.
Hún er aðallega hugsuð fyrir myndvinnslu og til að horfa á þætti og bíómyndir.
Hverju mæliði með?
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 19:58
af AntiTrust
Hvort skiptir þig meira máli, púra performance eða gæði/líftími og/eða rafhlöðuending?
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 20:07
af Karl
AntiTrust skrifaði:Hvort skiptir þig meira máli, púra performance eða gæði/líftími og/eða rafhlöðuending?
Með performance en áherslu á gæði, líftíma og rafhlöðuendingu.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 20:26
af AntiTrust
Ég er ekki hlutlaus svosem, mikill aðdáandi Thinkpad vélanna, en þetta er líklega vélin sem ég tæki m.v. þínar kröfur.
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 5,655.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
Jafnvel myndi ég bíða með kaup í nokkrar vikur og fá mér T430 með svipaða spekka á svipuðu verði, eða sérpanta hana af Lenovo.com - Gætir fengið mjög öfluga T430 týpu þar fyrir 300k komna heim.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:08
af Karl
Takk fyrir en ég er ekki alveg að fíla að hafa takkana að ofan.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:11
af AntiTrust
Karl skrifaði:Takk fyrir en ég er ekki alveg að fíla að hafa takkana að ofan.
Hvaða takka?
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:15
af Karl
Takkarnir sem eru fyrir ofan músina.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:17
af AntiTrust
Karl skrifaði:Takkarnir sem eru fyrir ofan músina.
Það eru bæði músarhnappar fyrir ofan og neðan touchpadið, þeas fyrir þá sem nota touchpadið og svo þá sem nota trackpointið. Ef þú eignast ThinkPad þá ferðu líklega fljótlega að nota trackpointið (rauði nabburinn sem þú sérð í miðju lyklaborðinu) og þá notaru efri músarhnappana mikið meira.
Ótrúlegt hvað þetta flýtir fyrir, maður þarf aldrei að taka hendina af lyklaborðinu til að músast eða smella.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:17
af upg8
Það væri gaman að vita hverskonar myndvinnslu þú hefur í huga
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:22
af N7Armor
kanski ekki það besta en þetta er örruglega góður fartölva
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2188" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Fös 20. Júl 2012 23:24
af Karl
upg8 skrifaði:Það væri gaman að vita hverskonar myndvinnslu þú hefur í huga
Ég er með í huga að gera smá stuttmyndir(raða saman myndum)
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 00:36
af gardar
AntiTrust skrifaði:Ég er ekki hlutlaus svosem, mikill aðdáandi Thinkpad vélanna, en þetta er líklega vélin sem ég tæki m.v. þínar kröfur.
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 5,655.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
Jafnvel myndi ég bíða með kaup í nokkrar vikur og fá mér T430 með svipaða spekka á svipuðu verði, eða sérpanta hana af Lenovo.com - Gætir fengið mjög öfluga T430 týpu þar fyrir 300k komna heim.
this!
það má loka þræðinum!
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 00:40
af intenz
Þessi er geðsjúk!
Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 01:34
af AntiTrust
Þessi Asus vél er flott að mörgu leyti en .. 15.6" skjár með 1366x768 upplausn? Brútal dealbreaker IMO.
Það munar m.a. ca 40% á þyngd á þessari Asus vél og Thinkpad vélinni, og um 100% á batterýsendingu.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 02:10
af Daz
AntiTrust skrifaði:Ég er ekki hlutlaus svosem, mikill aðdáandi Thinkpad vélanna, en þetta er líklega vélin sem ég tæki m.v. þínar kröfur.
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 5,655.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
Jafnvel myndi ég bíða með kaup í nokkrar vikur og fá mér T430 með svipaða spekka á svipuðu verði, eða sérpanta hana af Lenovo.com - Gætir fengið mjög öfluga T430 týpu þar fyrir 300k komna heim.
Eina sem vantar þarna er að taka SSD útgáfu. s bodyið er líka helvíti kúl (s.s. þá T420s), gerir þetta meira portable vél. Það + SSD = afbragð.
T.d.
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 1,655.aspx" onclick="window.open(this.href);return false; sem er augljóslega alltof dýrt, en það hlýtur að vera hægt að finna einhverja samsetningu sem gefur samt SSD.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 02:12
af AntiTrust
Gallinn við S vélina er að í henni færðu ekki Optimus GPU tæknina = Ekkert NVS kort, sem er án efa betra til myndvinnslu en HD4000 kortið.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 02:41
af Daz
AntiTrust skrifaði:
Gallinn við S vélina er að í henni færðu ekki Optimus GPU tæknina = Ekkert NVS kort, sem er án efa betra til myndvinnslu en HD4000 kortið.
Aha. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Hafandi aldrei gert meira en opna paint veit ég ekkert um myndvinnslu. SSD er samt ekki umsemjanlegur!
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 08:23
af Moquai
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2167" onclick="window.open(this.href);return false;
Mig langar alveg suddalega mikið í þessa.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 12:30
af Karl
Það er ekkert diskadrif og eiginlega eingin teingi á henni
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 15:04
af AntiTrust
Karl skrifaði:
Það er ekkert diskadrif og eiginlega eingin teingi á henni
Notaru mikið geisladrif? Ég spyr einfaldlega afþví að fólk setur þetta oft fyrir sig, en getur samt ómögulega munað hvenær það þurfti á geisladrifi að halda síðast.
Hvað tengin varðar, það er kortalesari, micro-HDMI, mini-VGA, USB3, USB2 og 3.5" heyrnartólatengi - Hvað vantar?
Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 15:10
af GuðjónR
Geisladrif eru úreld, getur fengið þér usb tengt drif til vonar og vara.
Sent from my iPhone using Tapatalk
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 15:17
af intenz
GuðjónR skrifaði:Geisladrif eru úreld, getur fengið þér usb tengt drif til vonar og vara.
Sent from my iPhone using Tapatalk
Tónlist er enn seld á geisladiskum. Eins ef þú vilt skrifa geisladiska/DVD. Geisladrif eru ekki úreld.
Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 15:18
af Karl
Já ég þarf geisladrif öll tónlist er á geisladiskum og barnamyndirnar fyrir krakkana vil ekki downloada þeim.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 15:39
af AntiTrust
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... 519095192c" onclick="window.open(this.href);return false;
Ekki svo vitlaus fyrir myndvinnsluna, gott skjákort, góður skjár, öflugur örgjörvi, stór HDD, nóg af tengjum. Aðeins of stór fyrir minn smekk reyndar en hver hefur sínar þarfir.
.. Tæki samt svipað spekkaða T420/T430 framyfir, anyday.
Re: Besta fartölvan í dag?
Sent: Lau 21. Júl 2012 17:16
af hjalti8
hvað er þetta allt úrelt hérna á íslandi
?? mér finnst nú lágmark að hafa 28nm skjákort og ivy bridge örgjörva ef maður verslar sér fartölvu uppá 300k