Síða 1 af 1

> og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 11:21
af karlth
Er mögulega að kaupa fartölvu(m/Windows7) með amerísku lyklaborði en var varaður við því af einum sem sagði að það vantaði einn takka á USA lyklaborðin. Þessi takki væri með < og > táknin og það gerði alla forritunarvinnu erfiða.

Kannasta einhver við málið?

Re: > og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 11:22
af Blackbone
Eru ekki flestir forritarar með stillt á enskt lyklaborð hvort sem er ? http://www.cooltoyzph.com/image/US_Keyboard_layout.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

Er það ekki þægilegra uppsett í það ? :)

Re: > og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 11:39
af lukkuláki
Jááááá þessvegna eru ekki til Amerískir forritarar ! :guy

Re: > og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 11:39
af Daz
Blackbone skrifaði:Eru ekki flestir forritarar með stillt á enskt lyklaborð hvort sem er ? http://www.cooltoyzph.com/image/US_Keyboard_layout.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

Er það ekki þægilegra uppsett í það ? :)
Bara spurning um vana. Þegar maður veit hvar táknin eru þá get ég ekki ímyndað mér að íslenskt layout sé hægara í innslætti en amerískt. Fyrir svo utan að lenda þá í vandræðum ef maður vill nota íslenska stafi.

Re: > og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 11:45
af karlth
Vandamálið er að ef maður er með íslenskt lyklaborði í OS-inu en hardware-ið er amerískt lyklaborð þá er ekki hægt að slá inn "<" eða ">".

Auðvitað er hægt að nota ameríska stillingu á lyklaborðinu til að fá þessi tákn en þar sem flest samskipti fara fram á okkar eldgamla ylhýra þá gengur það ekki upp, nema með endalausum skiptingum úr "Icelandic" <-> "US English".

Re: > og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 12:12
af Benzmann
getur líka vel verið að þú getir keypt evrópskt lyklaborð á ebay eða eh. og skipt um, hef nokkrum sinnum gert það við fartölvur með amerísku lyklaborði

Re: > og < á fartölvu með amerísku lyklaborði?

Sent: Mán 16. Júl 2012 13:02
af Klemmi
Getur líka sett eitthvað einfalt hotkey fyrir þessi tákn, svo sem ctrl + shift + z = >
Ætti ekki að taka langan tíma að venja sig á það.

http://www.autohotkey.com" onclick="window.open(this.href);return false;