Síða 1 af 1

Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 19:53
af Cascade
Ég er að fara flytja til Íslands í næsta mánuði og á 40" Samsung LCD (200Hz, DLNA og flest allt gúdderi)hérna sem er ágætis sjónvarp og ég ætla taka með mér. Er búinn að eiga það í meira en ár svo ég get tekið það heim án þess að borga gjöld af því. En vandamálið er að ég á ekki kassan sem kom upphaflega með sjónvarpinu, ég bý í svo lítilli íbúð með engri geymslu að ég gat ómögulega geymt það.

Ég mun taka eitt bretti.

Ég þekki vel til í einni hjólabúð hérna og gæti fengið kassa utanum hjól, en þeir eru í svipaðri stærð og sjónvarpskassar. En þá myndi mig auðvitað vanta þetta custom frauðplast. Ég hafði ímyndað mér að ég gæti bara vafið sæng og fullt af mjúkum bómullarfötum utanum sjónvarpið og sett það svo í hjólakassann.

Hefur einhver hérna flutt sjónvarp á bretti svona án þess að eiga upphaflega kassan hérna. Eða einhver sem er með betri hugmynd eða gæti beturbætt mína hugmynd

Allar pælingar vel þegnar

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 19:57
af DJOli
ég verð að spyrja hvaðan maðurinn er að flytja.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 20:03
af Cascade
Er að flytja frá Köben, er að klára MSc í verkfræði hérna í ágúst og flyt svo heim

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 20:43
af Pandemic
Myndi kannski hafa smá rými fyrir framan sjálfan panelinn, svo koddarnir/frauðið etc sé ekki með þrýsting á hann. Annars myndi ég halda að þetta væri í lagi ef þetta er vel pakkað inn.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 21:28
af Manager1
Þú sem verkfræðingur ættir að geta fundið lausn á svona vandamáli ;)

Er ekki hægt að kaupa svona frauðplast einhversstaðar? Svo mótaru plastið bara eftir sjónvarpinu þannig að það virki svipað og orginal plastið gerði því eins og Pandemic benti á þá er ekki gott að láta eitthvað þrýsta á panelinn sjálfann.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 21:32
af Cascade
Manager1 skrifaði:Þú sem verkfræðingur ættir að geta fundið lausn á svona vandamáli ;)

Er ekki hægt að kaupa svona frauðplast einhversstaðar? Svo mótaru plastið bara eftir sjónvarpinu þannig að það virki svipað og orginal plastið gerði því eins og Pandemic benti á þá er ekki gott að láta eitthvað þrýsta á panelinn sjálfann.

Já var einmitt að spá í því líka, í besta falli ná að skera það svo vel út að það er jafn gott og upphaflega frauðplastið, eða í versta falli gera ferhyrning úr því utan um sjónvarpið til að passa þrýsting á panelinn

Ég byrja að leita hvar maður fær ómótað frauðplast hérna hehe

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 21:37
af Hjaltiatla
Tók eftir þegar ég var að aðstoða ameríkana að senda Macca vél þ.e.a.s með 27"-30" skjá út þá var hann með kassa frá Fed-ex sem var eins og koffort í laginu og fóðraður að innan með frauðplasti, gætir hugsanlega fengið eitthvað leigt undir sjónvarpið frá eitthverjum í líkingu og Fed-ex.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 23:09
af Don Vito
Hjaltiatla skrifaði:Tók eftir þegar ég var að aðstoða ameríkana að senda Macca vél þ.e.a.s með 27"-30" skjá út þá var hann með kassa frá Fed-ex sem var eins og koffort í laginu og fóðraður að innan með frauðplasti, gætir hugsanlega fengið eitthvað leigt undir sjónvarpið frá eitthverjum í líkingu og Fed-ex.

Maðurinn græðir ekkert á því að leigja einhvern kassa. Frekar bara að kaupa hann. Ætti ekki að vera það dýrt.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 23:22
af RoyalCookie
Hefuru pælt í því hvað það kostar að flytja palletu/bretti frá köben til íslands.
eitt bretti frá köben getur kostað dágóðan 20-30 þúsund kall.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Mið 04. Júl 2012 23:29
af Minuz1
Cascade skrifaði:
Manager1 skrifaði:Þú sem verkfræðingur ættir að geta fundið lausn á svona vandamáli ;)

Er ekki hægt að kaupa svona frauðplast einhversstaðar? Svo mótaru plastið bara eftir sjónvarpinu þannig að það virki svipað og orginal plastið gerði því eins og Pandemic benti á þá er ekki gott að láta eitthvað þrýsta á panelinn sjálfann.

Já var einmitt að spá í því líka, í besta falli ná að skera það svo vel út að það er jafn gott og upphaflega frauðplastið, eða í versta falli gera ferhyrning úr því utan um sjónvarpið til að passa þrýsting á panelinn

Ég byrja að leita hvar maður fær ómótað frauðplast hérna hehe
"Spá í það", nema þú sért spámaður/veðurfræðingur og "spáir því"

Eitthvað mál að tryggja þetta bara eða fá eitthvað flutningafyrirtæki til að gera þetta fyrir þig?

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Fim 05. Júl 2012 00:44
af Hjaltiatla
Don Vito skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Tók eftir þegar ég var að aðstoða ameríkana að senda Macca vél þ.e.a.s með 27"-30" skjá út þá var hann með kassa frá Fed-ex sem var eins og koffort í laginu og fóðraður að innan með frauðplasti, gætir hugsanlega fengið eitthvað leigt undir sjónvarpið frá eitthverjum í líkingu og Fed-ex.

Maðurinn græðir ekkert á því að leigja einhvern kassa. Frekar bara að kaupa hann. Ætti ekki að vera það dýrt.
Jú gæti hugsanlega sparað sér tíma og pening ef planið er að nota kassann aðeins í eitt skipti. Er ekki alltaf spurning um hvort það sé dýrt ,gæti verið að þetta sé mun fljótlegra og minna vesen.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Fim 05. Júl 2012 05:55
af Cascade
RoyalCookie skrifaði:Hefuru pælt í því hvað það kostar að flytja palletu/bretti frá köben til íslands.
eitt bretti frá köben getur kostað dágóðan 20-30 þúsund kall.
Það er alveg dýrara, er búinn að fá tilboð um 75þús fyrir 1 bretti, sem má vera 400kg og 2cbm [EDIT] Fékk annað tilboð upp á 62þús, sem er helvíti flott

En það liggur við að bara sjónvarpið borgi það upp. Ég fengi ekki meira en 3000DKK fyrir það notað og þá þyrfti ég að kaupa nýtt sjónvarp á Íslandi.

Ég er líka með Dell U2711 sem kostar um 200þús á Íslandi en 100þús í danmörku.

Það er aðallega útaf þessum tveim hlutum sem ég tek bretti, svo get ég fyllt það með smáhlutum eins og fötum og ýmsu dóti

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Fim 05. Júl 2012 11:11
af tlord
láttu sjóvarpið liggja með skjáin niður á brettinu, skrúfaðu 5x10 cm spýtur í kringum tv, lokaðu með þunnum krossvið

edit:
plan b: fáðu 2 bretti og gerðu samloku utan um tv

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 20:12
af Cascade
Ég var að spá í að vera góður við littla frænda minn hérna og selja honum þetta sjónvarp nokkuð ódýrt. Þá myndi ég kaupa nýtt sjónvarp fyrir mig hérna úti, þá þarf ég líka ekki að standa í þessu pakk veseni :)

Ég var að spá, þessi bretti eru 120cm á lengd. Nú eru flest 46" sjónvörp í kössum sem eru lengri enn 120cm. Mætti setja það á hlið á brettið?
Ég var að reyna gúggla þetta, en þá eru allir að spyrja hvort það megi setja það "flat", sem er allt annað en upp á hlið, ég finn ekkert um það. Maður má nefnilega raða þessu 2m upp, svo það er nóg pláss í þá áttina

Ég er annars búinn að finna eitt 46" sjónvarp sem er með kassa styttri en 120cm, það er 8 serían af samsung, en það er full dýrt hehe.

Er mikið að spá í þessu:

http://www.lg.com/dk/tv-audio-video/tv/LG-47LM669T.jsp" onclick="window.open(this.href);return false;

Liggur við bara afþví það er svo fallegt
Ætla fara skoða þau á morgun

En já spurningin, má kassinn vera á hlið, svo það einfaldlega passi á brettið

ps. Veit einhver hvort það sé hægt að fá taxfree á þetta?
Ég fer náttúrlega ekki með þetta í gegnum flugvöllinn. Ég mun ekki opna það hérna og ég mun tilkynna það til tollsinns á Íslandi. Væri asnalegt að borga bæði danskan og íslenskan skatt (er með tollfrítt upp að 140k samt)
Ég mun örugglega hringja í tollinn á morgun, langaði bara að checka hvort einhver hérna vissi þetta

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 21:38
af tdog
Settu það diagonal á brettið.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 21:53
af Cascade
tdog skrifaði:Settu það diagonal á brettið.
Ekki slæm hugmynd, þá hefði ég pláss fyrir sirka 138cm reiknaði ég út, miðað við eitt 46" samsung sem er 14.6cm á breidd:
1330 x 739 x 145 mm

Þá myndi það passa, en þá væri leiðinlegt að nýta restina af brettinu
Þá hugsa ég að ég tæki frekar 40" eða 42" tæki

En eru þetta ekki aðallega bara plasma tæki sem eru viðkvæm og smá hræðsla af þeim á hlið smituð á LCD tækin?
Og það væri ekki flatt, heldur upp á hlið, get ekki ímyndað mér að það sé slæmt, en ef maður ætlar að kaupa dýrt tæki þá vill maður vera nokkuð viss
Þá fengi ég töluvert betri nýtni á brettið
Myndi semsagt vilja hafa það 739cm á lengdina og 133cm á hæðina og 145cm á breiddina, þá myndi þetta smell passa easy

Þetta var samt skemmtileg hugmynd hjá þér, ég er búinn að rissa þetta upp hérna hjá mér og reikna öll mál hehe

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 22:01
af tdog
Bang & Olufsen flytja sín 46" tæki svona europallettum, setja þau diagonal.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 22:08
af Cascade
Er ég ekki að skilja þig rétt?

Mynd

Algjört krass, en sýnir hvað ég var að hugsa, þetta væri þá 78cm upp í loftið og er 14.6cm breitt

Er það þá bara eitt per bretti?

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 22:25
af tdog
Nákvæmlega svona. Algjört waste of space en ver sjónvarpið mjög vel fyrir hnjaski.

Re: Flytja sjónvarp á bretti

Sent: Sun 22. Júl 2012 22:29
af Cascade
Ég heyrði í einum sem ég þekki á skype og hann sagði mér að meðan sjónvarpið er ekki á maganum eða bakinu að þá væri þetta í lagi. Þannig ég gæti haft það svona á hlið. Ég er eiginlega að fara hallast að því, ég treysti honum ágætilega

Auðvitað er þetta svona diagonal lang best fyrir tækið, það er engin spurning