Síða 1 af 1

Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:40
af playman
Sælir vaktarar
Var hérna í vinnuni í mínum bestu makindum að flokka örgjörva og vinnsluminni, og var eithvað hugsað til lapping.
Mér hefur alltaf langað að gera það en hef bara ekki komið mér í það.

Svo datt mér allt í einu þessi ruglaða hugmynd, hvað ef maður sleppir því að lappa hann, öll þessi
vinna við að pússa örran og allt það.

Svo ég áhvað að taka heatsinkin af örranum og sjá hvað væri þar undir, and BEHOLD :drekka

þetta verk tók aðeins 1/2 mínutu að opna örran og þrífa kremið um 1 mín.
Svarta límið er hægt að fjarlægja með arctic clean sem fæst í tölvutek.

Útkoman var speigilsléttur örri á mun skemmri tíma en að lappa hann.

Næst er að taka annan sem er í lagi og setja hann í vél og sjá hver hitamunurinn verður :happy

Endilega skoðið myndirnar og kommentið

PS. ég tek einga ábyrgð ef að þið skemmið örran ykkar ef þið áhveðið að prufa þetta.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:49
af AciD_RaiN
Já prófaðu núna að setja hann í og sjáðu hvað gerist :catgotmyballs

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:00
af playman
AciD_RaiN skrifaði:Já prófaðu núna að setja hann í og sjáðu hvað gerist :catgotmyballs
Þarf að redda mér "custom" CPU bracket þar sem að ég er búin að lækka hann um sirka millimeter.

Stór efast um að geta notað OEM kælingu á hann svona.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:20
af Gunnar
mig minnir að matrox eða einhver hérna hafi prufað þetta áður, og svo rakst hann í kælinguna þegar tölvan var i gangi og allt fór til fjandans. MINNIR MIG.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:29
af playman
Örrin lítur núna bara eins þeir gerðu hér í denn eins og t.d. þessi
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/c ... 0AUT1B.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:30
af AciD_RaiN
Gunnar skrifaði:mig minnir að matrox eða einhver hérna hafi prufað þetta áður, og svo rakst hann í kælinguna þegar tölvan var i gangi og allt fór til fjandans. MINNIR MIG.
Ef það var ekki hann þá get ég alveg staðfest það að þetta hefur verið reynt áður með einmitt frekar leiðinlegum afleiðingum í þeim tilfellum sem ég hef séð á erlendum forums :P

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:37
af dori
Gunnar skrifaði:mig minnir að matrox eða einhver hérna hafi prufað þetta áður, og svo rakst hann í kælinguna þegar tölvan var i gangi og allt fór til fjandans. MINNIR MIG.
Meikar mjög mikinn sense að örgjörvinn verði óstöðugur svona enda mjög stór flötur sem hvílir á ~1cm^2.
playman skrifaði:Örrin lítur núna bara eins þeir gerðu hér í denn eins og t.d. þessi
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/c ... 0AUT1B.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;
Þú séð þessa 4x stubba sem eru þarna, þeir eru til að halda þessu stöðugu.

Ég held að þessi lausn sem intel er með núna sé notuð af ástæðu. Stöðugra og performar örugglega betur en svona stubbar.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:49
af Benzmann
hvar ertu að vinna ef ég má spyrja ? :)

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mán 02. Júl 2012 14:13
af playman
Benzmann skrifaði:hvar ertu að vinna ef ég má spyrja ? :)
Hvaða forvitni er þetta? :mad

nei nei smá grín.
Ég er að vinna í fjölsmiðjuni á Akureyri, og sé um allt rafmagns og tölvuteingt sem kemur hingað inn.
Er svona hálfgerður verkstjóri hérna.
Og verð að seygja að þetta er ein besta vinna sem ég hef nokkurntíman komist í :sleezyjoe
Alveg þvílík reynsla og þekking sem ég hef náð mér í hérna.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Þri 24. Júl 2012 20:04
af s1n
Keypt þér 1mm gullplötu og sett á milli? :)

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Þri 24. Júl 2012 20:28
af upg8
þessi plata sem er höfð yfir þessum kubbi er aðalega til að hlífa honum þar sem þeir eru mun smærri og viðkvæmari en þeir voru áður. Svo náttúrulega gerir þetta auðveldara að festa kælingar stöðugar ofaná. Ef ég man rétt þá voru með fyrstu Core örjörvunum frá intel sem kældust betur ef kæliplatan var tekin af og sett nýtt kælikrem.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Þri 24. Júl 2012 21:29
af Tiger
Ég fór í svona æfingar á sínum tíma með minnn örgjörva og hægt að lesa um það hérna.

Ég gerði það reyndar "rétt" þ.e.a.s. tók ekki kæliplötuna af, heldur pússaði hana niður og planaði og þynnti. Kom vel út og var skemmtilegt project.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Þri 24. Júl 2012 21:56
af gRIMwORLD
Fyrsta overclock vélin sem ég setti saman var með AMD Thunderbird 800Mhz cpu sem ég klukkaði upp í 1150mhz. Ein besta kælingin sem fékkst þá var Thermaltake SuperOrb með klemmu á SocketA.

Man nú ekki betur en að fyrsta tilraun við að setja kælinguna á örgjörvann varð til þess að ég braut ca mm af einu horninu á kísilörgjörvanum. Hélt ég væri nú búinn að henda fullt af pening útum gluggann en mér til furðu þá virkaði örgjörvinn bara fínt eftir það :)

Point being: Ef það er farið varlega við að setja kælinguna á örgjörvann þegar búið er að taka plötuna af þá áttu ekki að vera í neinum vandræðum.

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mið 25. Júl 2012 01:58
af bulldog
hvaða örgjörva varstu með þegar þú lappaðir hann Tiger ? :svekktur

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mið 25. Júl 2012 02:50
af Victordp
bulldog skrifaði:hvaða örgjörva varstu með þegar þú lappaðir hann Tiger ? :svekktur
Þetta eru tölurnar eins og þær voru áður en ég byrjaði, allir 8 kjarnanir á i7 930 @ 3,8GHz örgjörvanum í 100% load að folda (gleymd að athuga hitan í idle, sorry)

Re: Að lappa örgjörva? til hvers? :D

Sent: Mið 25. Júl 2012 12:45
af AciD_RaiN
Ég droppaði um einhverjar 7 gráður við að lappa 2700k örrann minn en reyndar eftir að ég gerði það þá var radiatorinn bara með pull configuration en ekkert push þannig það getur verið að það hafi verið meira...