Síða 1 af 1

Tölvulán?

Sent: Mán 25. Jún 2012 09:58
af Ripparinn
Sælir,

Ég var að skoða þetta með tölvulánin hjá Landsbankanum
http://www.landsbankinn.is/einstaklinga ... /tolvulan/" onclick="window.open(this.href);return false;

Gildir þetta aðeins um fartölvur eða gæti ég gert þetta með borðtölvu + jaðarbúnaður(aka skjá)
Og eru allar tölvubúðir sem eru eru samþykktar þessu, að gera þetta svona ?

kv

Re: Tölvulán?

Sent: Mán 25. Jún 2012 10:10
af GuðjónR
Námufélagar eiga kost á tölvuláni, að hámarki 250.000 kr. og til allt að 48 mánaða.
Þú velur þér tölvu og aukahluti í næstu verslun.
Þú ræður hvað þú kaupir.

Re: Tölvulán?

Sent: Mán 25. Jún 2012 10:11
af ManiO
EKKI taka þér lán fyrir raftækjum. Neyslulán eru ekki eitthvað sem að fólk á að venja sig á.


Góð þumalputtaregla varðandi lán er að ef að verðið á því sem þú ert að taka lán fyrir mun aðeins getað lækkað þá er lán SLÆM hugmynd.

Re: Tölvulán?

Sent: Mán 25. Jún 2012 10:14
af Ripparinn
ManiO skrifaði:EKKI taka þér lán fyrir raftækjum. Neyslulán eru ekki eitthvað sem að fólk á að venja sig á.


Góð þumalputtaregla varðandi lán er að ef að verðið á því sem þú ert að taka lán fyrir mun aðeins getað lækkað þá er lán SLÆM hugmynd.

Vitanlega rétt hjá þér, var aðeins að pæla í þessu því frændi minn(einar jk) tók lán og fékk sér góa fartölvu í tölvutek og sagði að þetta væri mjög auðvelt að gera og hafi ekki séð eftir þessu á neinn hátt.

Re: Tölvulán?

Sent: Mán 25. Jún 2012 10:20
af ManiO
Ripparinn skrifaði:
ManiO skrifaði:EKKI taka þér lán fyrir raftækjum. Neyslulán eru ekki eitthvað sem að fólk á að venja sig á.


Góð þumalputtaregla varðandi lán er að ef að verðið á því sem þú ert að taka lán fyrir mun aðeins getað lækkað þá er lán SLÆM hugmynd.

Vitanlega rétt hjá þér, var aðeins að pæla í þessu því frændi minn(einar jk) tók lán og fékk sér góa fartölvu í tölvutek og sagði að þetta væri mjög auðvelt að gera og hafi ekki séð eftir þessu á neinn hátt.


Mín skoðun er alla vega sú að ef þú hefur 'efni' á að taka svona lán þá hefuru efni á að borga tölvuna sjálfur eða safna fyrir henni.

Það sem ég meina með að hafa 'efni' á að taka lán er að ef að skellur kemur, geturu reddað þér út úr því? Ef svarið við þessu er já, af hverju ertu að taka þetta lán?

EDIT: Einnig hryllir mér við að í fljótubragði fann ég ekki neitt um skilmálana um þetta lán, bara einhverja reiknivél. Ef að skilmálarnir eru ekki auðfinnanlegir er oftast eitthvað gruggugt í pokahorninu.

Re: Tölvulán?

Sent: Mán 25. Jún 2012 10:32
af Tbot
Eingöngu eru greiddir vextir af upphæðinni en ekkert stimpilgjald eða lántökukostnaður.

En nafnvextir eru 9,05% => óverðtryggðir þannig að þeir munu trúlega hækka eins og hefur verið að gerast undanfarið.