Síða 1 af 1
Val á fartölvu
Sent: Fim 21. Jún 2012 15:25
af mjons
Ég er að leita mér að fartölvu sem ég myndi nota eitthvað í að spila leiki og svo bara eitthvað basic.
Var að spá í þessa:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1756
Eru þetta góð kaup eða er eitthvað annað á svipuðu verði sem að þið mælið frekar með?
Re: Val á fartölvu
Sent: Fim 21. Jún 2012 15:51
af AntiTrust
Tekið úr lýsingu á vélinni, smá feill.
640 TB harður diskur
Annars er þetta hörkuvél fyrir peninginn, þótt ég myndi persónulega aldrei fá mér Satellite vél.
Grunar líka að þessi 7 tíma rafhlöðuending sé stórlega ýkt, m.v. spekka og 6cellu rafhlöðu.
Re: Val á fartölvu
Sent: Fim 21. Jún 2012 18:26
af peturthorra
Intel skjákort kemur þér ekki langt í leikjunum, veldu aðra vél ef þú ætlar að spila leiki af einhverju ráði
Sent from my Nexus One using Tapatalk 2
Re: Val á fartölvu
Sent: Fim 21. Jún 2012 20:14
af Klemmi
Eins og fyrri ræðumaður nefndi, þá spilarðu enga alvöru leiki á þessari skjástýringu, það sem þú ert að borga aðallega fyrir þarna er þessi suddalegi örgjörvi, en væri nær að finna vél með i5 og GT540M, GT630M eða öflugari skjástýringu.