Síða 1 af 2
Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fim 14. Jún 2012 04:40
af BlackMan890
Sælir.
Var að leika mér aðeins með það concept hvort það gengi upp að vera með íslenskan opinn torrent tracker.
Fiktaði aðeins með forrit sem heitir
OpenTracker og setti það upp á
tot.is.
Það eru 2 concept sem ég er þá aðalega að skoða (og prófa) hvað þetta varðar:
- Tracker álag
- Lagaleg tenging milli tracker og höfundaréttarlögin
Ætlaði bara að opinbera þessu verkefni hérna og sjá til með hvað framtíðin ber í skaut. Það hafa verið mikið af torrent síðum verið að poppa inn og út og með því að stilla 3rd party tracker á torrent skrárnar að þá, þó að hýsingarsíðan dettur niður, þá mun það ekki stoppa alla traffík.
Reyndar þá verður ekki hægt að fylgjast með deilimagn (og þá hlutfall) hvers notenda fyrir sig en svona í alvöru sagt, þá hefur mér alltaf fundist það vera svolítið fáranlegt þegar síður gera það.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fim 14. Jún 2012 07:59
af appel
Held að þú sért bara að koma þér í vandræði með þessu, félagi.
Kynntu þér torrent.is dóminn og þú kemst að því að þú ert ábyrgur fyrir lögbrotum notenda þinna.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fim 14. Jún 2012 09:09
af ManiO
Gerðu þér sjálfum greiða og notaðu frekar við magnet links í stað .torrent filea.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fim 14. Jún 2012 11:40
af FuriousJoe
En gekk istorrent dómurinn ekki upp vegna þess að hann hýsti .torrent skrárnar ?
Þarna er bara tracker link, ekkert uploads eða neitt.
Enginn valgluggi, enginn "Kvikmyndir" flokkur o.s.f
Myndi bara hafa samband við einhverja æðri aðila og ath ef þetta séi ekki löglegt, mér finnst þetta flott hugmynd.
Og meina, það er enginn að fara að nota þennan tracker og senda .torrent skrá á 500 mans by hand, svo...
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fim 14. Jún 2012 12:30
af Benzmann
Tott.is ?
:hillarius
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 12:06
af BlackMan890
Finally einhver sem actually hefur smá hugsanavit. Það mætti halda að tala um torrent á íslandi sé eitthvað bannorð (allavega á netinu).
Allavega, ég ætlaði að tala við einn sem ég þekki sem þekkir alveg höfundaréttalögin fram og til baka um þetta, en hvað torrent.is varðar, þá voru það nokkuð mikið sem hann blessaði Svavar gerði af sér.
Ég ætla ekki að fara ræða neitt meira um það, enda var það ekki planið með síðunni að tala um höfundaréttarlög -_-
Meira bara hvort svona skipulag myndi kannski virka á Íslandi? Nánast flestar torrent síður sem ég hef séð á Íslandi byggjast á hlutfalli og fleira sem er ekki hægt með svona opinn tracker.
Hinsvegar á móti þá kemur það að þó að síðan liggji niðri vegna hvaða ástæðu sem er, að þá myndu allar torrent skrár halda áfram að virka.
Opinn tracker myndi líka gera það auðveldara að reposta torrent fælum milli síða fyrir utan það að færa gamlar torrent skrár yfir.
Það er svo margt annað sem líka kemur á þetta. Ég veit enn ekki hvernig OpenTracker fer að halda utan um allar torrent skrár en ef hún geymir það í minni, þá er limit á því hversu mikið hún getur haldið utan um.
Allavega er ég bara að fikta við þetta sjálfur. Ætti kannski að smíða einhverja síðu sem vinnur í kringum svona open tracker og posta á github. Kóðinn fyrir torrent.is var meira spagettíflækjan.
Benzmann skrifaði:Tott.is ?
:hillarius
tt.is var tekið
Líka t.is
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 12:46
af dori
Ég er ótrúlega ánægður með þetta framtak. Var að velta því fyrir mér sjálfur að gera svona. Nennti bara ekki að kynna mér torrent dóminn og fleira slíkt til að fullvissa mig um að þetta mætti alveg.
Fólki sem finnst hlutfall fín hugmynd eru einmitt kjánar sem hafa ekki skoðað þetta alla leið. Núna þarf bara að skoða hvort það sé sniðugt eða löglegt að henda upp indexi fyrir þetta.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 13:11
af wICE_man
Segið mér hvernig torrent er bannað? Það sem er bannað er það að taka við gjaldi (í hvernig sem er formi) í kringum dreifingu á höfundarréttarvörðu efni án leyfis. Ef þú setur krækju á höfundarréttarvarið efni sem þú hýsir á eiginn síðu og hver sem er getur smellt á og gert sér eintak sem hann flytur yfir netið og þú ert ekki með auglýsingar á síðunni eða aðra innkomu í kringum þetta þá er það fullkomlega löglegt! Hver sem hefur tekið sé smá tíma í að lesa yfir íslensk höfundarréttarlög getur séð þetta.
Nema það séu til einhver önnur lög sem banna það en ég sé ekki hvaða lög það ættu að vera nema þá útúrsnúningur á eignarétti sem hvaða sæmilega hæfur lögfræðingur sem er ætti að geta rifið í sig. Eða getur einhver bent á lagagreinina sem bannar deilingu á efni sem enginn fyrir utan höfundinn græðir á?
Enda hafa allar deilisíður á Íslandi verið teknar niður af því að það var komið einhvers konar hagkerfi í kringum þær, t.d. hægt að kaupa betra hlutfall eða það var verið að selja auglýsingar eða taka á móti styrkjum. Allt slíkt er hægt að túlka sem brot á höfundarréttarlögum.
Torrent er bara sniðug leið til að hýsa og nálgast efni á einfaldan máta og hefur margvísleg not önnur en bara að búa til einhverja neðanjarðar mafíu í kringum höfundarréttarvarið efni.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 15:17
af Daz
wICE_man skrifaði:Segið mér hvernig torrent er bannað? Það sem er bannað er það að taka við gjaldi (í hvernig sem er formi) í kringum dreifingu á höfundarréttarvörðu efni án leyfis. Ef þú setur krækju á höfundarréttarvarið efni sem þú hýsir á eiginn síðu og hver sem er getur smellt á og gert sér eintak sem hann flytur yfir netið og þú ert ekki með auglýsingar á síðunni eða aðra innkomu í kringum þetta þá er það fullkomlega löglegt! Hver sem hefur tekið sé smá tíma í að lesa yfir íslensk höfundarréttarlög getur séð þetta.
Nema það séu til einhver önnur lög sem banna það en ég sé ekki hvaða lög það ættu að vera nema þá útúrsnúningur á eignarétti sem hvaða sæmilega hæfur lögfræðingur sem er ætti að geta rifið í sig. Eða getur einhver bent á lagagreinina sem bannar deilingu á efni sem enginn fyrir utan höfundinn græðir á?
Enda hafa allar deilisíður á Íslandi verið teknar niður af því að það var komið einhvers konar hagkerfi í kringum þær, t.d. hægt að kaupa betra hlutfall eða það var verið að selja auglýsingar eða taka á móti styrkjum. Allt slíkt er hægt að túlka sem brot á höfundarréttarlögum.
Torrent er bara sniðug leið til að hýsa og nálgast efni á einfaldan máta og hefur margvísleg not önnur en bara að búa til einhverja neðanjarðar mafíu í kringum höfundarréttarvarið efni.
Ertu alveg viss? Ég hef staðið í þeirri trú að það sé ólöglegt að dreifa höfundarvörðu efni, en ef þú græðir enga peninga á því, þá er samt líklega erfitt að dæma þér einhverja sekt/annað. Að sækja sér höfundarvarið efni er aftur á móti ekki ólöglegt skv. íslenskum lögum (er minn skilningur).
edit: Torrent er aftur á móti augljóslega ekki ólöglegt, Blizzard dreifa (eða dreifðu) wow pötchum sem torrents t.d. Tæknin er ekki ólögleg, en því sem er dreift með henni gæti verið ólöglegt.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 15:21
af dori
En þá er spurningin. Ert þú sem aðilinn sem hjálpar fólki að dreifa hverju sem er þar sem þú getur ekki einu sinni vitað hvaða innihald er í skránum ábyrgur fyrir því að dreifa þeim? Er það ekki bara aðilinn sem er með skrána hjá sér og leyfir öðrum að sækja hana?
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 15:25
af Daz
dori skrifaði:En þá er spurningin. Ert þú sem aðilinn sem hjálpar fólki að dreifa hverju sem er þar sem þú getur ekki einu sinni vitað hvaða innihald er í skránum ábyrgur fyrir því að dreifa þeim? Er það ekki bara aðilinn sem er með skrána hjá sér og leyfir öðrum að sækja hana?
Það er einmitt spurningin. Svarið er líklega fengið með því að Smáís/Stef fær lögregluna til að gera húsleit hjá "þjónustuveitandanum" og gerir búnaðinn upptækann. Svo er málið fellt niður 3 árum seinna og búnaðinum skilað.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 15:48
af Sallarólegur
Hef skoðað þessi höfundarlög mjög oft og lengi, og finnst það mjög skýrt að það er ólöglegt að dreifa efni, en enganvegin að taka við því.
Hér eru þau:
http://www.althingi.is/lagas/126b/1972073.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Nokkrir mikilvægir punktar:
- Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.
- Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt.
- Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinnu sinni.
Hvort þú, sem milliliður, sért ábyrgur fyrir trackernum þarf lögfræðingur að svara, og því verður ekki svarað hér.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 16:33
af Pandemic
Sé ekki hvernig það getur verið ólöglegt að vera með opin tracker þar sem eigandinn er ekki einu sinni að miðla efninu með því að gera það aðgengilegt á síðu.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Fös 15. Jún 2012 16:43
af dori
Ég hef heldur ekki kynnt mér bittorrent staðalinn nógu vel en er það ekki rétt hjá mér að trackerinn viti ekkert um innihald efnisins. T.d. hvaða skrám er deilt með torrentinu. Það er allt gert með torrent skjölum eða "distributed hashtables" (einhver sem hefur lært tölvunarfræði sem getur giskað á góða þýðingu? dreift safn?) og svo segir trackerinn þér bara hvert þú átt að fara til að finna aðra sem eru með sama hlutinn. Er það ekki rétt hjá mér?
Ef það er ólöglegt þá er hægt að benda á alla aðra sem komu eitthvað nálægt því að þú getur deilt þessu efni hvort sem það er internetþjónustan eða gæinn sem seldi þér tölvuna. Þetta er allt samsæri gegn stúdíóunum...
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Lau 16. Jún 2012 01:21
af marijuana
dori skrifaði:Ég hef heldur ekki kynnt mér bittorrent staðalinn nógu vel en er það ekki rétt hjá mér að trackerinn viti ekkert um innihald efnisins. T.d. hvaða skrám er deilt með torrentinu. Það er allt gert með torrent skjölum eða "distributed hashtables" (einhver sem hefur lært tölvunarfræði sem getur giskað á góða þýðingu? dreift safn?) og svo segir trackerinn þér bara hvert þú átt að fara til að finna aðra sem eru með sama hlutinn. Er það ekki rétt hjá mér?
Ef það er ólöglegt þá er hægt að benda á alla aðra sem komu eitthvað nálægt því að þú getur deilt þessu efni hvort sem það er internetþjónustan eða gæinn sem seldi þér tölvuna. Þetta er allt samsæri gegn stúdíóunum...
Svona, þar sem enginn annar svarar þessarri "spurningu" þá er þetta rétt hjá þér
Hinsvegar, þá eru síður eins og Deildu.net að vera með tracker OG að hýsa torrent skrárnar með þessum upplýsingum til að þú getir fengið og sent frá þér e-h efni... Það sem ég sé "ólöglegt" við þessar síður (Deildu) er að hún er að stuðla að þessarri dreifingu, höfundarréttarvarið efnis með því að úthluta notendum þessum .torrent skrám... En ekkert ólöglegt við trackerinn á þeim síðum né bittorrent staðalinn.
Síðan getur eiginlega ekkert verið ólöglegt við Tot.is og allt bakvið hana... Staðallinn sjálfur er löglegur. Að hýsa svona tracker er LÖGLEGT.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Sun 18. Nóv 2012 11:09
af TheThing
Afsakið að ég skyldi endurvekja eldgamlan dáinn þráð en mér datt í hug að uppfæra menn á tilraunina.
Upprunalega planaði ég að nota þetta sjálfur fyrir mig og bandamenn og kannski einhverjar tilraunir, en það virðist sem svo að síðan hafi "lekið" út á netið.
Fyrir 20+ dögum síðan leit staða út
svona.
Núna virðist hann hafa hinsvegar hafa "sprungið" í vinsældum en þessi litli torrent tracker er að vinna með eftirfarandi:
Torrent files: 887
Total Seeders: 1415590
Total Leechers: 1215581
Nánar hér:
http://tot.is:6969/stats" onclick="window.open(this.href);return false;
Það er um 2.6 milljón tengingar. Hvað er þetta að leggja mikið álag á eina litla 1GB ram serverinn?
CPU average: 5%
CPU spike: 15%
Memory: 3.1%
Ekki sem verst. Alls ekki sem verst. Hægt er að skoða network traffíkina hér:
http://tot.is/mrtg/" onclick="window.open(this.href);return false; (var sett upp bara fyrir klukkutíma síðan eða svo)
In conclusion: Að hýsa torrent tracker ætti ekki að leggja mikið álag á servera. Er ekki að skilja afhverju sumar af þessum íslenskum torrent síðum fóru niður útaf álagi :-/
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Sun 18. Nóv 2012 11:25
af tdog
Illa ígrundaðar SQL fyrirspurnir oft á tíðum sem drógu þessa servera niður.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Sun 18. Nóv 2012 21:35
af coldcut
Hey gemle TheThing/BlackMan890!
Af hverju ertu með tvö notendanöfn!?
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Sun 18. Nóv 2012 23:24
af Gúrú
TheThing skrifaði:Hægt er að skoða network traffíkina hér:
http://tot.is/mrtg/" onclick="window.open(this.href);return false; (var sett upp bara fyrir klukkutíma síðan eða svo)
Veit ekki hvort að ég er að misskilja þetta graf en ef þetta er eins og mér sýnist, 700kB/s umferð, þá er það ekkert til að kalla "vinsældarsprengingu".
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Mán 19. Nóv 2012 00:04
af SteiniP
TheThing skrifaði:
In conclusion: Að hýsa torrent tracker ætti ekki að leggja mikið álag á servera. Er ekki að skilja afhverju sumar af þessum íslenskum torrent síðum fóru niður útaf álagi :-/
Trackerinn er minnsti parturinn af álaginu (fer svosem eftir hvaða tracker þú ert að nota), þetta er mest bara að taka við og senda út UDP pakka á einhverra mínútna fresti sem að kostar ekki neitt.
Vefsíðurnar þessar íslensku eru hinsvegar flestar byggðar á gömlu tbdev með allskonar graut copy/peistuðum ofan á af 13 ára krökkum, þannig það má alveg búast við að það performi ekki vel.
En eru þetta ekki eitthvað undarlega háar seeder/leechers tölur? 1595 leechers á hvert torrent?
Eða er þetta total frá upphafi?
Gúrú skrifaði:TheThing skrifaði:Hægt er að skoða network traffíkina hér:
http://tot.is/mrtg/" onclick="window.open(this.href);return false; (var sett upp bara fyrir klukkutíma síðan eða svo)
Veit ekki hvort að ég er að misskilja þetta graf en ef þetta er eins og mér sýnist, 700kB/s umferð, þá er það ekkert til að kalla "vinsældarsprengingu".
Held það sé alveg slatta notkun fyrir svona tracker. Þú ert aldrei í stanslausu sambandi við trackerinn. Clientinn þinn sendir pakka þegar þú byrjar að hala torrentinu niður, svo þegar þú ert byrjaður að seeda og svo sendir þú og trackerinn status update öðru hvoru. Við erum að tala um einhver örfá kB (eða minna en kB) í hvert skipti sem þú talar við trackerinn (sem að getur þessvegna verið einu sinni á klukkutíma).
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Mán 19. Nóv 2012 00:23
af TheThing
Gúrú skrifaði:TheThing skrifaði:Hægt er að skoða network traffíkina hér:
http://tot.is/mrtg/" onclick="window.open(this.href);return false; (var sett upp bara fyrir klukkutíma síðan eða svo)
Veit ekki hvort að ég er að misskilja þetta graf en ef þetta er eins og mér sýnist, 700kB/s umferð, þá er það ekkert til að kalla "vinsældarsprengingu".
Veit ekki alveg hvort þú hafir lesið þetta en þá voru þetta 1.4 milljón seederar og 1.2 milljón leecherar fyrir minna en 900 fæla. Þegar ég skoðað opened connections að þá var hún í stöðugu 180.000 simultaneous connections.
Það er pínu vinsældarsprengja hefði ég haldið
miðað við að að það var að vaxa um 500.000 fleira leecherar/seederar og torrent fæla vaxa um 40 fæla fyrir hvern 6 klukkutíma (þ.e.a.s. þá breyttist þetta um það mikið frá 6 um morgunin til 12 á hádegi)
Reyndar er búinn að aftengja trackerinn í augnablikinu meðan ég klára að reconfigura hann aðeins
coldcut skrifaði:Hey gemle TheThing/BlackMan890!
Af hverju ertu með tvö notendanöfn!?
Pólítiskum ástæðum.
SteiniP skrifaði:TheThing skrifaði:
In conclusion: Að hýsa torrent tracker ætti ekki að leggja mikið álag á servera. Er ekki að skilja afhverju sumar af þessum íslenskum torrent síðum fóru niður útaf álagi :-/
Trackerinn er minnsti parturinn af álaginu (fer svosem eftir hvaða tracker þú ert að nota), þetta er mest bara að taka við og senda út UDP pakka á einhverra mínútna fresti sem að kostar ekki neitt.
Vefsíðurnar þessar íslensku eru hinsvegar flestar byggðar á gömlu tbdev með allskonar graut copy/peistuðum ofan á af 13 ára krökkum, þannig það má alveg búast við að það performi ekki vel.
En eru þetta ekki eitthvað undarlega háar seeder/leechers tölur? 1595 leechers á hvert torrent?
Eða er þetta total frá upphafi?
Nei þetta er current total, ekki frá upphafi. Þegar ég googlaði nokkrar torrent skrár sem voru að nota tot.is að þá fann ég, meðal annars, skrá sem var með 8000+ seederum. Þessi tala er stöðugt var stöðugt að breytas, sá að hún fór bæði upp og niður (peak sem ég sá var 1.8 milljón seederar en fór svo niður í 1.5)
Þar er spurning hvort að næst byrji maður ekki að búa til hraða og einfalda torrent síðu sem vinnur með þennan tracker
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Mán 19. Nóv 2012 13:23
af dori
Geturðu sett upp svona tracker þannig að hann leyfi bara íslenskar IP tölur? Þá væri gaman að setja upp létt og einfalt index fyrir þetta þannig að það væri hægt að setja inn t.d. frjálsan hugbúnað sem maður er að sækja allt of oft erlendis frá.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Mán 19. Nóv 2012 13:42
af ponzer
dori skrifaði:Geturðu sett upp svona tracker þannig að hann leyfi bara íslenskar IP tölur? Þá væri gaman að setja upp létt og einfalt index fyrir þetta þannig að það væri hægt að setja inn t.d. frjálsan hugbúnað sem maður er að sækja allt of oft erlendis frá.
Þeir eru með þannig:
http://tot.is/public-is.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Mán 19. Nóv 2012 13:49
af dori
úúú.. fallegt. Þá er bara að vippa upp einhverjum index og fá fólk til að hætta að sleikja rassgatið á deildu og félögum.
Pæling að gera hugbúnað fyrir opinn torrent hugbúnað (t.d. Deluge) þannig að þú getir valið að nota bara einhvern tracker ef hann er til staðar (eða eitthvað í þá áttina). Þannig að ef maður sækir torrent sem er með mörgum trackerum þá myndi það reyna að nota bara tot.is og ef það gengur ekkert þá væri kannski leitað annað. Ef svona plugin eru til þá er það bara ennþá betra.
Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?
Sent: Mán 19. Nóv 2012 16:16
af Gúrú
TheThing skrifaði:Gúrú skrifaði:TheThing skrifaði:Hægt er að skoða network traffíkina hér:
http://tot.is/mrtg/" onclick="window.open(this.href);return false; (var sett upp bara fyrir klukkutíma síðan eða svo)
Veit ekki hvort að ég er að misskilja þetta graf en ef þetta er eins og mér sýnist, 700kB/s umferð, þá er það ekkert til að kalla "vinsældarsprengingu".
Veit ekki alveg hvort þú hafir lesið þetta en þá voru þetta 1.4 milljón seederar og 1.2 milljón leecherar fyrir minna en 900 fæla. Þegar ég skoðað opened connections að þá var hún í stöðugu 180.000 simultaneous connections.
Það er pínu vinsældarsprengja hefði ég haldið
miðað við að að það var að vaxa um 500.000 fleira leecherar/seederar og torrent fæla vaxa um 40 fæla fyrir hvern 6 klukkutíma (þ.e.a.s. þá breyttist þetta um það mikið frá 6 um morgunin til 12 á hádegi)
Hélt þetta væri að mæla innbyrðis umferð jafningjanna. Mea culpa.
Það gæti samt vissulega verið er það ekki að einhvað eitt group hafi ákveðið að bæta inn eins mörgum trackers og það getur á torrent releasin sín og það inniheldur þá tot.is?
Þú værir þá að "deila" þessum peers með fullt af stærri trackerum.
Ber að taka það fram að mér stórlíkar þetta framtak.